Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 19

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 19
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 429-33 429 Jakob Kristinsson, Magnús Jóhannsson, Þorkell Jóhannesson EITRANIR AF VÖLDUM PRÓPRANÓLÓLS Á ÍSLANDI Á ÁRUNUM 1976 TIL 1983 EFNISÁGRIP Á árunum 1976-1983 mátti rekja 8 dauðsföll hér á landi til própranólóleitrunar. Mál þessi voru öll send Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfjafræði til réttarefnafræðilegrar rannsóknar. Greint er frá niðurstöðum þessara rannsókna. Um er að ræða 6 konur og 2 karla á aldrinum 19- 71 árs. Til samanburðar eru rannsóknir á 7 einstaklingum (5 konum og 2 körlum á aldrinum 20- 62 ára) sem voru til meðferðar á Borgarspítala á árunum 1981-1984 vegna própranólóleitrunar. INNGANGUR Própranólól er sá beta-blokkari sem notaður hefur verið lengst og mest reynsla er af. Byrjað var að nota lyfið skömmu eftir 1960. Beta-blokkarar verða að teljast tiltölulega hættulítil lyf, jafnvel í stórum skömmtum. Á árunum um og upp úr 1970 var víða til siðs að nota mjög stóra skammta af própranólóli við háþrýstingi. Margir sjúklingar fengu meira en 1000 mg á dag (1) og sumir læknar gáfu allt að 4000 mg á dag (1). Var gjarnan byrjað með litla skammta sem síðan voru auknir smám saman þar til viðunandi árangur náðist eða aukaverkanir hindruðu frekari skammtahækkun. Á þennan hátt var í raun verið að sía úr þá sjúklinga sem þoldu lyfið sérstaklega vel. Voru þeir síðan vandir við þessa háu skammta smám saman. Þetta er því á engan hátt sambærilegt við skyndilega ofskömmtun hjá sjúklingi sem ekki er vanur lyfinu nema e.t.v. í litlum skömmtum. Auk þess er vitað að própranólól þolist mjög misjafnlega, t.d. hefur verið lýst alvarlegri eitrun eftir töku 800 mg (2), en í öðru tilviki varð ekki vart einkenna eftir töku 2.000 mg (3). í stuttu máli hefur ekki fundist samband milli áætlaðs skammts og eitrunareinkenna. í birtum heimildum höfum við fundið upplýsingar um 53 tilvik með ofskömmtun Rannsóknastofa í lyfjafræöi, Háskóla íslands, Reykjavík. Barst 04/04/1987. Samþykkt 24/04/1987. própranólóls (1, 4-6). Af þessum hópi náðu 43 fullri heilsu, 7 fundust látnir, en þrir létust úr hjartalosti þrátt fyrir meðferð. Einn þessara síðastnefndu einstaklinga hafði tekið stærsta skammt af própranólóli sem vitað er um, 9,6 g (7). Þau einkenni sem einkum hefur verið lýst í eitrunartilfellum eru hjartabilun, meðvitundarleysi, krampar, öndunarstöðvun, lungnabjúgur og leiðslutruflanir í hjarta. Sjaldgæf en mjög hættuleg eiturverkun er blóðsykursþurrð. EFNIVIÐUR Efniviðurinn skiptist i tvennt. í fyrsta lagi eru 8 einstaklingar sem létust úr própranólóleitrun á árunum 1976-1983. Um er að ræða sex konur og tvo karla á aldrinum 19-71 árs (meðalaldur 37 ár, sjá töflu I). Athyglisvert er að flestir (6 af 8) voru innan við fertugt. Var meðalaldur þessa hóps 10 árum lægri en meðalaldur allra sem létust úr lyfjaeitrunum á sama tímabili. Fimm þessara einstaklinga fundust látnir heima hjá sér en þrír létust skömmu eftir komu til læknis. í einum þeirra hætti andardráttur og hjartsláttur, annar missti meðvitund og sá þriðji fékk hjartastopp. Enginn þeirra virtist hafa fengið aðra meðferð en lífgunartilraunir. í öðru lagi eru 7 einstaklingar sem voru til meðferðar á Borgarspítala á árunum 1981-1984 vegna eitrunar af völdum própranólóls og Rannsóknastofunni bárust sýni úr. Um er að ræða fimm konur og tvo karla á aldrinum 20-62 ára (meðalaldur 32 ár, sjá töflu II). Athyglisvert er, að í hvorum hóp fyrir sig voru aðeins tveir einstaklingar yfir fertugt. AÐFERÐIR A. Réttarefnafrœðilegar rannsóknir. í 6 tilvikum voru própranólól og aðrir hugsanlegir eitrunarvaldar greindir við lyfjaleit í lifur með aðferð Kæmpes (8), með síðari breytingum. í tveimur tilvikum var sýnt fram á própranólól og

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.