Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.12.1987, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73; 429-33 429 Jakob Kristinsson, Magnús Jóhannsson, Þorkell Jóhannesson EITRANIR AF VÖLDUM PRÓPRANÓLÓLS Á ÍSLANDI Á ÁRUNUM 1976 TIL 1983 EFNISÁGRIP Á árunum 1976-1983 mátti rekja 8 dauðsföll hér á landi til própranólóleitrunar. Mál þessi voru öll send Rannsóknastofu Háskóla íslands í lyfjafræði til réttarefnafræðilegrar rannsóknar. Greint er frá niðurstöðum þessara rannsókna. Um er að ræða 6 konur og 2 karla á aldrinum 19- 71 árs. Til samanburðar eru rannsóknir á 7 einstaklingum (5 konum og 2 körlum á aldrinum 20- 62 ára) sem voru til meðferðar á Borgarspítala á árunum 1981-1984 vegna própranólóleitrunar. INNGANGUR Própranólól er sá beta-blokkari sem notaður hefur verið lengst og mest reynsla er af. Byrjað var að nota lyfið skömmu eftir 1960. Beta-blokkarar verða að teljast tiltölulega hættulítil lyf, jafnvel í stórum skömmtum. Á árunum um og upp úr 1970 var víða til siðs að nota mjög stóra skammta af própranólóli við háþrýstingi. Margir sjúklingar fengu meira en 1000 mg á dag (1) og sumir læknar gáfu allt að 4000 mg á dag (1). Var gjarnan byrjað með litla skammta sem síðan voru auknir smám saman þar til viðunandi árangur náðist eða aukaverkanir hindruðu frekari skammtahækkun. Á þennan hátt var í raun verið að sía úr þá sjúklinga sem þoldu lyfið sérstaklega vel. Voru þeir síðan vandir við þessa háu skammta smám saman. Þetta er því á engan hátt sambærilegt við skyndilega ofskömmtun hjá sjúklingi sem ekki er vanur lyfinu nema e.t.v. í litlum skömmtum. Auk þess er vitað að própranólól þolist mjög misjafnlega, t.d. hefur verið lýst alvarlegri eitrun eftir töku 800 mg (2), en í öðru tilviki varð ekki vart einkenna eftir töku 2.000 mg (3). í stuttu máli hefur ekki fundist samband milli áætlaðs skammts og eitrunareinkenna. í birtum heimildum höfum við fundið upplýsingar um 53 tilvik með ofskömmtun Rannsóknastofa í lyfjafræöi, Háskóla íslands, Reykjavík. Barst 04/04/1987. Samþykkt 24/04/1987. própranólóls (1, 4-6). Af þessum hópi náðu 43 fullri heilsu, 7 fundust látnir, en þrir létust úr hjartalosti þrátt fyrir meðferð. Einn þessara síðastnefndu einstaklinga hafði tekið stærsta skammt af própranólóli sem vitað er um, 9,6 g (7). Þau einkenni sem einkum hefur verið lýst í eitrunartilfellum eru hjartabilun, meðvitundarleysi, krampar, öndunarstöðvun, lungnabjúgur og leiðslutruflanir í hjarta. Sjaldgæf en mjög hættuleg eiturverkun er blóðsykursþurrð. EFNIVIÐUR Efniviðurinn skiptist i tvennt. í fyrsta lagi eru 8 einstaklingar sem létust úr própranólóleitrun á árunum 1976-1983. Um er að ræða sex konur og tvo karla á aldrinum 19-71 árs (meðalaldur 37 ár, sjá töflu I). Athyglisvert er að flestir (6 af 8) voru innan við fertugt. Var meðalaldur þessa hóps 10 árum lægri en meðalaldur allra sem létust úr lyfjaeitrunum á sama tímabili. Fimm þessara einstaklinga fundust látnir heima hjá sér en þrír létust skömmu eftir komu til læknis. í einum þeirra hætti andardráttur og hjartsláttur, annar missti meðvitund og sá þriðji fékk hjartastopp. Enginn þeirra virtist hafa fengið aðra meðferð en lífgunartilraunir. í öðru lagi eru 7 einstaklingar sem voru til meðferðar á Borgarspítala á árunum 1981-1984 vegna eitrunar af völdum própranólóls og Rannsóknastofunni bárust sýni úr. Um er að ræða fimm konur og tvo karla á aldrinum 20-62 ára (meðalaldur 32 ár, sjá töflu II). Athyglisvert er, að í hvorum hóp fyrir sig voru aðeins tveir einstaklingar yfir fertugt. AÐFERÐIR A. Réttarefnafrœðilegar rannsóknir. í 6 tilvikum voru própranólól og aðrir hugsanlegir eitrunarvaldar greindir við lyfjaleit í lifur með aðferð Kæmpes (8), með síðari breytingum. í tveimur tilvikum var sýnt fram á própranólól og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.