Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 30

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 30
440 LÆKNABLAÐIÐ meðferð með sýklalyfjum, oftast penisillíni og gentamísíni og barnið haft áfram í hjúkrun og gjörgæslu á Vökudeild. Ef ekki voru til staðar einkenni, sem bentu til sýkingar, var barnið útskrifað á sængurkvennagang, þegar ræktunamiðurstöður lágu fyrir. NIÐURSTÖÐUR Á þessu fimm ára tímabili greindust 14 tilvik innri sýkingar hjá fullburum, þegar legvatn var snemmfarið. í einu tilviki fékkst greiningin staðfest með jákvæðri blóðræktun (Streptococcus hæmolyticus, gr. B). Hjá sjö börnum greindust íferðarbreytingar á lungnamynd og var talið, að um meðfædda lungnabólgu væri að ræða. í sex tilvikum var sýkingin talin mjög líkleg, þrátt fyrir neikvæðar ræktanir úr blóði, mænuvökva og þvagi. Hjá þessum hópi byggðist greiningin fyrst og fremst á sjúkdómseinkennum þ.e. óútskýrðum slappleika og fölva, lélegri soggetu og ælum. Öll börnin voru meðhöndluð með sýklalyfjagjöf í æð. Ekkert barnanna dó. Ýmsir þættir í sögu sýktra og ósýktra barna eru skráðir í töflu I. Ekki var marktækur munur á milli hópanna, hvað varðar kynskiptingu. Hins vegar reyndust börn úr sýkta hópnum að meðaltali þyngri en úr ósýkta hópnum (p<0,01). Grænt legvatn var mun algengara hjá sýktum börnum (x 2 = 4,92, p<0,05). Engin tengsl voru milli sýkinga annars vegar og Apgarstiga og lengdar legvatnslekans hins vegar. Ekki var marktækur munur milli hópanna á tíðni keisaraskurða og tangar- og klukkufæðinga. Hins vegar voru þau afbrigði fæðinga mun algengari hjá rannsóknarhópnum en almennt gerðist á Fæðingardeildinni þessi ár. Niðurstöður yfirborðsræktana eru sýndar í töflum II og III. í töflu II sjást helstu tegundir sýkla, sem ræktuðust úr yfirborðsstrokunum. Hjá 36 börnum uxu engir sýklar og hjá 39 uxu sýklar, sem almennt eru ekki taldir sjúkdómsvaldar. Hjá 42 börnum (36%) ræktuðust sýklar, sem eru algengir sjúkdómsvaldar hjá nýburum og var E. coli langalgengust eða hjá 35 börnum. Hreinn vöxtur var til staðar hjá aðeins 10 börnum, átta með E. coli, eitt með Staphylococcus aureus og eitt með Streptococcus hæmolyticus, gr. B. í töflu III eru niðurstöður yfirborðsræktana hjá sýkta hópnum og þess ósýkta bornar saman. Alls reyndust níu börn af 14 (64%) úr sýkta hópnum hafa mögulega sjúkdómsvalda í yfirborðsstroki, en 33 börn af 103 (32%) úr ósýkta hópnum og er þessi munur marktækur (x 2 = 5,56, p<0,05). Tafla I. Þœltir úr fœðingarsögu sýktra og ósýktra barna. Sýkt börn (N= 14) ósýkt börn (N = 103) öll börn (N= 11.406)* Kyn Drengir 6 48 Stúlkur 8 55 Fæðingarþyngd í grömmum, meðaltal ± 1 s.d 3812 ±511 3391 ±584 Gangur fæðingar: Eðlileg fæðing 8(57%) 67 (65%) 9297 Sogklukka, töng 2(14%) 10 (10%) 640 (5,6%) Keisaraskurður 4(29%) 26 (25%) 1469 (12,9%) Grænt legvatn 6(43%) 15 (14%) Einkenni sýkingar hjá móður: Móðir með hita 2(14%) 1 (1%) Móður gefið sýklalyf 1 (7%) 1 (1%) Apgar stig ±1 s.d. Við eina mínútu 6,77±2,0 7,57 ±1,8 Við fimm mínútur 8,45 ±1,5 8,87 ±1,1 Timi í klukkustundum frá byrjun legvatnsleka til fæðingar, ± 1 s.d 33,1 ±13,3 35,3 ±13,8 Samkvæmt ársskýrslu Kvennadeildar Landspitalans 1983.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.