Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1987; 73: 443-7
443
Ragnheiður Guðmundsdóttir
UPPHAF SJÚKRALIÐANÁMS Á ÍSLANDI
Eftirfarandi er erindi sem höfundur hélt á
ráðstefnu Sjúkraliðafélags íslands 1985. Á því ári
voru liðin 20 ár frá því að nám sjúkraliða hófst
hérlendis en það var gert mögulegt með
breytingum á hjúkrunarlögunum á vorþinginu
1965. Erindið er hér birt með smávægilegum
breytingum á orðalagi.
Á árunum fyrir og eftir 1960 var mikið rætt og
ritað um skort á hjúkrunarfólki, ekki einasta á
sjúkrahúsum um land allt, heldur alls staðar þar
sem hjúkrunar var þörf. Það var ofur eðlilegt að
svo væri, þvi að á þessum árum voru í smíðum
viðbyggingar við stóru spítalana í Reykjavík,
Landakotsspítala og Landspítalans og smíði
Borgarspítalans var á lokastigi.
í nýbyggingu við Landspítalann var áformað að
taka í notkun 225 ný rúm og þegar
Borgarspítalinn hæfi starfsemi var búist við, að
220 sjúkrarúm yrðu tekin í notkun í fyrsta
áfanga. Þessar tölur er að finna í Lbl. 3. hefti 46.
árg. 1962, en upplýsinganefnd L.R., sem kosin
var í ársbyrjun 1962 lét m.a. afla þessara og
annarra upplýsinga.
í sama blaði birtast jafnframt upplýsingar frá
þeim Sigríði Bachmann, forstöðukonu
Landspítalans, Þorbjörgu Jónsdóttur,
skólastjóra Hjúkrunarskólans og Önnu
Loftsdóttur, formanni Hjúkrunarfélags íslands
um ástand hjúkrunarmála um þær mundir. Fram
kemur hjá Sigriði Bachmann, að Landspítalinn
geti ekki veitt sjúklingum þá þjónustu, sem talin
er æskileg (þrjár klukkustundir á sólarhring hver
sjúklingur), en þá eru 64 fastráðnar
hjúkrunarkonur við spítalann og 55
hjúkrunarnemar. Hún bætir því við, að þó sé
Landspítalinn sennilega best búinn hjúkrunarliði
allra sjúkastofnana. Þar segir ennfremur um
þörfina á hjúkrunarfólki, að þegar þetta nýja
sjúkrarými verði tekið í notkun, muni þurfa 120
til 130 hjúkrunarkonur og 110 nema til viðbótar
við það hjúkrunarfólk, sem fyrir er.
Á þessum tíma voru að meðaltali útskrifaðar 30
hjúkrunarkonur á ári. Greinargerð þessara
hjúkrunarkvenna lýkur með þessum orðum:
»Með því að ljúka byggingu Hjúkrunarskólans
mætti hins vegar auka afköst hans að miklum
mun. Þótt það væri gert, er fyrirsjáanlegur mikill
skortur á hjúkrunarliði við sjúkrahús landsins, ef
ekki koma til fleiri aðgerðir til úrbóta.«
Ég læt hér nægja að vitna til þessara skrifa í
Læknablaðinu þó af fleiru sé að taka til dæmis
varðandi sjúkrahús og stofnanir utan
Reykjavíkur. Þarna er rækilega undirstrikaður
skorturinn á hjúkrunarfólki og að hann verði
fyrirsjáanlega enn meiri ef ekki koma til fleiri
aðgerðir til úrbóta.
En það var einmitt þetta. Voru ekki til önnur ráð,
sem aðrar þjóðir höfðu reynt til að ráða bót á
sams konar vanda í sínum löndum? Meðan ég
dvaldi mestan hluta ársins 1962 i Bandaríkjunum,
aðallega i Phildelphia og New York til að kynna
mér kennslu í lífeðlisfræði við læknaskóla þar, en
ég hafði þá verið aukakennari í þessari grein í
tæpan áratug við læknadeild Háskóla íslands,
kynntist ég, kannski að nokkru fyrir tilviljun,
námi og starfi hjúkrunarfólks þar í landi, sem
kallað er »practical nurses« sem við höfum kallað
sjúkraliða. Mér fannst þetta hjúkrunarnám svo
athyglisvert og frásögn ábyrgra aðila af því hvað
þetta hjúkrunarfólk gegndi mikilvægu hlutverki í
hjúkrun við spítala og aðrar sjúkrastofnanir svo
merkilegt, að það varð til þess, að ég ákvað að
kynna mér nám og starf þessara »practical
nurses« eins vel og mér gæfist tækifæri til. Gerði
ég það með það fyrir augum að kynna þetta
ábyrgum aðilum hér og öllum almenningi, þegar
heim kæmi, ef þetta mætti koma að gagni hér,
eins og það hafði augljóslega gert þar í landi.
Af þeim umræðum og blaðaskrifum sem ég hafði
séð, m.a. greinargerðum í Læknablaðinu, sem
vitnað var til, hafði ég aldrei heyrt svo mikið sem
minnst á skemmri hjúkrunarmenntun, eins og þá,
sem »practical nurses« fengu, til lausnar á þeim
skorti hjúkrunarfólks, sem þegar var mikill og