Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 37

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 37
L.ÆKNABLAÐIÐ 445 College i London. Að þeirra frumkvæði eða Sigríðar, starfrækti Rauði krossinn einu sinni forskóla fyrir Hjúkrunarskóla íslands. Núverandi skólastjóri Sjúkraliðaskólans var um skeið starfandi hjúkrunarkona hjá Rauða krossinum og var erlendis á námskeiðum á vegum hans og þegar námsbraut í hjúkrun var komið á við Háskólann var hún um tíma til húsa í húsakynnum Rauða krossins. Það má því segja ofur eðlilegt, þar sem R.K.Í. hafði bæði beint og óbeint haft slík áhrif á mótun hjúkrunarmála hér á landi, að mér fyndist hann kjörin stofnun til að beita sér fyrir svona hjúkrunarnámi, eins og lítillega hefur verið lýst hér. Og hjá mér voru lika hæg heimatökin að koma þessum hugmyndum á framfæri. Mjög mikilsvert var líka að Rauði krossinn er slík stofnun að illmögulegt er að gera hann tortryggilegan i augum almennings eða ætla stjórnendum hans annarleg sjónarmið. Eðli sínu samkvæmt getur hann ekki beitt sér fyrir öðru en því sem horfir til almenningsheilla. Á stjórnarfundi 11. febrúar 1963 flutti ég svo tillögu með alllangri greinargerð um að R.K.Í. hefði forgöngu um að hrinda í framkvæmd sjúkraliðanámi hér á landi. Um þessa tillögu var eining innan stjórnarinnar. Gert var ráð fyrir að að þessu yrði unnið m.a. í samráði við H.F.Í. og H.S.Í. Ég hafði gert mér vonir um að Rauði krossinn annaðist einhvern hluta kennslunnar til að fá samræmi í námið en af því varð ekki. Það verður að geta þess hér, að þessum hugmyndum mínum um sjúkraliðanám var tekið heldur fálega í fyrstu. Þær mótbárur sem helst heyrðust voru m.a. að með þessu væri verið að draga hjúkrun niður á lægra stig. Auðvitað var það fáránleg mótbára. Að sjálfsögðu hlyti hjúkrun að batna, ef eingöngu þjálfað fólk fengist við hana, en á þessum tíma þurfti oft og tíðum að grípa til ólærðs fólks við hjúkrun sjúkra. Sumir óttuðust mótstöðu hjúkrunarkvenna gagnvart nýrri stétt hjúkrunarfólks sem ekki hefði notið alveg sömu menntunar og þær sem fyrir voru. Mér fannst sú mótbára nánast móðgun við íslenskar hjúkrunarkonur - að ætla að þær væru eitthvað öðruvísi en t.d. starfssystur þeirra vestra. Þar í landi virtist hjúkrunarfólk starfa vel saman, þó það hefði notið mjög mislangrar menntunar, en á þessum árum var hjúkrunarnám á háskólastigi orðið all algengt. Og svo er eitt sem ekki má gleymast. Við erum öll, hvaða störf sem við stundum í heilbrigðiskerfinu, þjónar sjúklinganna. Það erum við sem erum til þeirra vegna. Vonandi missum við aldrei sjónar á því. En nóg um mótbárur, þó fleiri mætti nefna. Smám saman mjakaðist þetta áfram, dropinn holar steininn eins og þar stendur, og þar kom loks, að löggjafinn heimilaði þetta nám og þessi hjúkrunarstörf árið 1965 eins og fyrr var sagt. Príorinnan í Landakoti, systir Hildegard, var fyrst til þess að leita hófanna hjá heilbrigðisyfirvöldum um leyfi til handa Landakotsspítala um að fá að mennta sjúkraliða við spítalann. En um haustið 1965 hófu svo fjórir spítalar í Reykjavík og einn utan Reykjavikur, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri, að mennta sjúkraliða. Allt fram á síðustu stundu var verið að takast á um lengd námsins. Við heyrðum jafnvel talað um þriggja mánaða námskeið. Á endanum var þó fallist á að námskeiðið stæði i 8 mánuði, þó með þeirri viðbót, að sjúkraliðar störfuðu næstu fjóra mánuði við það sjúkrahús sem þeir höfðu hlotið menntun sína við. Eins og það voru skiptar skoðanir um lengd námsins voru ekki síður skiptar skoðanir um það hve mikið ætti eða mætti kenna væntanlegum sjúkraliðum. Þó fengu spítalayfirvöld engin fyrirmæli þar að lútandi og þeim var í sjálfsvald sett hvað þau kenndu nemendum sínum. Það hittist svo á að ég var um þessar mundir nýráðinn aðstoðarlæknir á lyfjadeild Landakotsspítala - en ég átti þá ólokið 6 mánaða starfi á slíkri deild í tengslum við sérnám mitt. Príorinnan leitaði þá til mín þeirra erinda, að við ásamt Guðrúnu Marteinsdóttur hjúkrunarkonu, skipulegðum sjúkraliðanámið á Landakotsspítala. Príorinnan og Guðrún skipulögðu svo allt verklega námið, en ég skipulagði kennsluna í bóklegu greinunum, sem ég var jafnframt beðin um að kenna. Príorinnunni og dr. Bjarna Jónssyni yfirlækni spítalans, var mjög umhugað um að til námsins væri vandað og var það mikil uppörvun við kennsluna. Það kom sér nú mjög vel að hafa átt þess kost að hafa að nokkru kynnst námsefni sjúkaliðaskóla í New York og ekki síður komu sér vel ýmsar ráðleggingar skólastjórans og forstöðukvenna sjúkaliðanna sjálfra gagnvart náminu. Sömuleiðis hafði ég undir höndum ágætar kennslubækur, sem stuðst var við í bandarískum hjúkrunarskólum. Þar sem lítið var um íslenskar kennslubækur, sem hægt væri að styðjast við, hafði ég kennsluna í

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.