Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 42

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 42
450 LÆKNABLAÐIÐ Þrátt fyrir batnandi heilsufar hafa kröfur almennings um aukna heilbrigðisþjónustu stöðugt aukist m.a. vegna nýrra og bættra meðferðarmöguleika og breyttra samfélagsaðstæðna, svo sem fjölgunar aldraðra. Heilbrigðishugtakið hefur jafnframt breyst þannig að fólk leitar nú hjálpar heilbrigðisþjónustunnar af öðrum og minni tilefnum en áður. Það hefur verið ljóst um nokkurt skeið að lífshættir einstaklinga og umhverfið ráða miklu um heilsufar og framvindu þess. Viðfangsefni heilbrigðisþjónustunnar eru því ekki eingöngu að lækna og hjúkra heldur ekki síður að koma í veg fyrir sjúkdóma. Þetta gerir heilbrigðisþjónustan í samvinnu við fjölda aðila, bæði einstaklingana sjálfa, félög og stofnanir. Heilsufar íslendinga nú kallar á breyttar aðferðir við skipulagningu og stjórnun heilbrigðisþjónustu en ekki síður á breyttar áherslur í framkvæmd heilbrigðisþjónustu sem aftur gerir aðrar kröfur til heilbrigðisstarfsmanna en verið hefur. í samræmi við þessar breyttu aðstæður þarf að setja heilbrigðisþjónustunni ný markmið. í þeim markmiðum verði tekið tillit til þess að: Læknisþjónusta tekur við hinum sjúka og kostar kapps um að bjarga Iífi, draga úr þjáningu og örkumlum. Heilsuvernd beinist að þekktri áhættu í umhverfi eða hjá einstaklingnum sjálfum (mengun, reykingar, offita, of há blóðfita o.fl.) og kostar kapps um að útrýma eða draga úr þeirri áhættu eins og frekast er kostur. Heilsurækt miðar að því að gera einstaklingnum kleift að auka hreysti og efla vitund hans og vilja til að viðhalda heilbrigði. Heilbrigðismarkmið eru sett til að stuðla að og bæta heilbrigði einstaklingsins. Þessu höfuðmarkmiði má skipta i þrjú svið: 1. Að bæta árum við lífið. Þetta þýðir að ótímabærum dauðsföllum fækki og lifslíkur aukist. 2. Að bæta heilbrigði við lífið. Þetta þýðir að fólkið í framtíðinni eigi fleiri heilbrigð og starfsöm ár, fólk fái færri sjúkdóma og verði fyrir færri slysum en áður. 3. Að bæta lífi við árin. Þetta þýðir að heilbrigði aukist og að fleira fólki en nú finnist það vera hraust og stjórna starfsdegi sínum þannig að því finnist lífið ríkt af reynslu og breytilegum verkefnum. Heilbrigði er hluti af vellíðan einstaklings og þjóðfélags. Menning og fjárhagur getur haft mikil áhrif á heilsufar einstaklinganna. Sjúkdómar eru hluti af lífi hvers manns og fötlun er hluti af lifi margra en hinir sjúku og fötluðu geta einnig notið ánægju lífsins. f heilbrigðisþjónustunni á fólkið ekki að líta á sig eingöngu sem neytendur. Hugmyndin er að maðurinn verði þátttakandi í heilbrigðisþjónustunni og honum sé ljóst, hvað hann getur gert fyrir sig og hvað heilbrigðisþjónustan getur gert fyrir hann. Fullkomin heilbrigðisþjónusta næst aðeins með því móti að þjóðfélagsþegnarnir nýti hana og geri til hennar kröfur. Heilbrigði er í dag að hluta til ákvörðunaratriði einstaklings og fjölskyldna. Heilbrigðisþjónustan getur veitt mikla hjálp en án samvinnu við einstaklinginn er hún lítils virði og einstaklingurinn verður að gera sér ljóst að hann er samverkamaður og ekki aðeins neytandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur sett fram markmið fyrir heilbrigði allra árið 2000. Þau þrjú markmið, sem eru hornsteinar í þessu sambandi, eru: 1. Að stuðla að heilbrigðu líferni. 2. Að draga úr hættum sem viðhalda heilsutjóni. 3. Að reka heilbrigðiskerfi sem þjónar fólkinu. Til þess að ná þessum markmiðum þarf auk heilbrigðisstjórnar samspil margra þátta, svo sem löggjafar, fjármála, stjórnunar, menntamála, upplýsinga og rannókna og árangurinn þarf að meta. Markmið 1 Tilgangur heilbrigðisþjónustunnar er að skapa heilsufarslegt jafnrétti, að bæta árum við lífið, heilbrigði við lífið og lífi við árin. Til þess að svo megi verða þarf að tryggja að tekið sé fullt tillit til heilbrigðissjónarmiða í þjóðfélagsumræðunni eftir því sem við á, einnig að ákvarðanir stjórnvalda séu ekki síður byggðar á vitneskju um heilsufarslegar afleiðingar þeirra ákvarðana en efnahagslegum og menningarlegum áhrifum. Sérstaklega er áríðandi að gefa gaum að þörfum þeirra sem verst eru settir og þjóðfélagshópa sem ekki njóta fyllsta jafnréttis til að öðlast heilbrigði eða njóta heilbrigðisþjónustu. í því sambandi er rétt að nefna sérstaklega aldraða, einstæðar mæður með börn og þá sem þjást af langvinnum sjúkdómum sem valda verulegri fötlun.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.