Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 48

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 48
456 LÆKNABLAÐIÐ urðu við setningu laga um heilbrigðisþjónustu 1973 og uppbyggingu heilsugæslukerfisins um landið. Markmið 20 Stefnt er að aukinni þjónustu og fjölgun starfsmanna í heilsugæslu. Fyrirbyggjandi starfsemi, göngudeildarstarf, heimahjúkrun, sjúkraþjálfun og heilbrigðisfræðsla verður aukin. Ný áætlun verður gerð um nauðsynlega mönnun á hverri heilsugæslustöð og verði markmiðum þeirrar áætlunar náð 1990. Hvað lækna snertir verði miðað við að ekki séu færri en einn læknir á hverja 1000 íbúa eða brot úr þeirri tölu á heilsugæslustöðvum utan þéttbýlissvæðis og ekki færri en einn læknir á hverja 1500 íbúa á fjölbýlissvæði. Markmið 21 Sérfræðileg göngudeildarþjónusta sjúkrahúsa og sérfræðiþjónusta á heilsugæslustöðvum fyrir heilsugæsluumdæmi verði skipulögð þannig að fyrir árið 1995 verði kostur á sérfræðiþjónustu á öllum stærri heilsugæslustöðvum og á göngudeildum sjúkrahúsa. Markmið 22 Stefnt verði að því að endurhæfingaraðstaða verði í hverju heilsugæsluumdæmi eða í næsta sjúkrahúsi, en sérhæfð endurhæfingarstarfsemi í Reykjavík og á Akureyri. Endurhæfingarstarfsemi verði rekin á breiðum grundvelli og taki einnig til fyrirbyggjandi þjálfunar. Sérstaklega ber að taka tillit til þeirra sem eru mikið fatlaðir. 6.2. Tannheilsa Á síðustu árum hefur orðið veruleg fjölgun á tannlæknum og er fjöldi þeirra nú svipaður hér á landi miðað við fjölda ibúa annars staðar á Norðurlöndum. Jafnframt hefur þáttur hins opinbera í kostnaði við tannviðgerðir barna og unglinga aukist. Þrátt fyrir þetta er Ijóst að árangur í baráttunni gegn tannskemmdum er mun lakari hér á landi en í nágrannalöndunum. Hluti af skýringunni er að ekki hefur verið lögð næg áhersla á varnir gegn tannskemmdum samhliða aukinni og bættri viðgerðarþjónustu. í lögum um heilbrigðisþjónustu frá 1973 var gert ráð fyrir tannheilsugæslu, forvörnum og tannviðgerðum á heilsugæslustöðvum. Af því hefur ekki orðið. Síðasta árið hafa veruleg skref verið stigin til aukinnar tannverndar á vegum heilbrigðisráðuneytisins og framlög Tannverndarsjóðs í þessu skyni margfölduð. Markmið 23 Sérstakt átak verði gert til að bæta tannheilsu þjóðarinnar. Kannaðar verði leiðir til að auka verulega varnir gegn tannskemmdum. Huga þarf að skipulagi tannheilsugæslunnar með það fyrir augum að áherslur séu í samræmi við meginmarkmið um bætta tannheilsu almennings. Er þá bæði átt við greiðslur hins opinbera og samræmdar aðgerðir til að draga úr tannskemmdum. Sérstaklega þarf að kanna hvernig megi tryggja betur en nú er að tannheilsugæslan sé hluti af almennri heilsugæslu og starfsemi heilsugæslustöðva. Stefnt skal að þvj að fyrir árið 1995 verði tannlækningar orðnar hluti þeirrar heilsugæslu sem sjúkrasamlög greiða á sama hátt og læknisþjónustu. 6.3. Sérfræöiþjónusta sjúkrahúsa Markmið sérfræðiþjónustu sjúkrahúsa er að sjá fyrir þeirri sérhæfðu þjónustu sem er nauðsynleg til þess að taka við þeim einstaklingum sem heilsugæslukerfið getur ekki sinnt. Markmið 24 Gæðum sérfræðiþjónustu verði haldið og þau aukin eftir því sem kostur er. Hlutverk sjúkrahúsanna í Reykjavík og á Akureyri verði skilgreind sérstaklega, svo og annarra sjúkrahúsa utan Reykjavíkur þar sem sérfræðingar starfa. Tengsl milli sérfræðiþjónustu sjúkrahúsa og heilsugæslustöðva verði aukin svo sem greint er frá fyrr og bein tengsl verði tekin upp milli heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa að þessu leyti. Beinum tengslum verði komið á milli sérfræðinga sem starfa á sjúkrahúsum í Reykjavík og á Akureyri og heilsugæsluumdæma þannig að ákveðið sjúkrahús fái umsjón með sérfræðiþjónustu á ákveðnu heilsugæslusvæði. 6.4. Geðlækningar Geðlæknisþjónusta hefur tekið verulegum breytingum síðasta áratug. Vistun hefur færst á deildir við sérhæfð sjúkrahús og göngudeildarstarfsemi hefur eflst svo og öll sérfræðiþjónusta vegna nýrra starfshátta í faginu. Óleyst vandamál eru aðallega vegna unglinga og aldraðra.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.