Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.12.1987, Qupperneq 50
458 LÆKNABLAÐIÐ ráða lyfjafræðinga til að sinna þeim verkefnum á sama hátt og læknar og annað heilbrigðisstarfslið. Upplýsingar til fólks um lyf og lyfjaneyslu skulu stórauknar og sérstakar ráðstafanir gerðar til þess að draga úr ónauðsyniegri og óhóflegri lyfjaneyslu hvort sem hún er á kostnað sjúkratrygginga eða ekki. Greiðslufyrirkomulag sjúklinga á lyfjum verði tekið til sérstakrar endurskoðunar með tilliti til þess að sanngirni sé gætt hvað snertir langvarandi sjúkdóma. 6.8. Skaðabætur til sjúkiinga Reynslan sýnir að af og til verða óhöpp við lækningar sem koma óvænt og engum verður um kennt. Sanngjarnt er að þeir sem fyrir slíku verða fái hæfilegar bætur án þess að stofna þurfi til málaferla. Markmiö 29 Settar verði sérstakar reglur um rétt sjúklinga til bóta ef þeir verða fyrir heilsutjóni vegna læknismeðferðar eða vegna veru á sjúkrastofnunum þannig að þeir þurfi ekki að standa i málaferlum til þess að ná rétti sínum fram. 7. FRAMLÖG TIL HEILBRIGÐISMÁLA OG MANNAFLI 7.1. Fjármunir Síðustu 25 ár hafa fjárveitingar til heilbrigðisþjónustu aukist mjög verulega og er nú þannig komið að ísland eyðir hlutfallslega af þjóðarframleiðslu jafnmiklu og aðrar Norðurlandaþjóðir eða um 10%. Markmið 30 Þeir fjármunir, sem verja á til heilbrigðismála, verði auknir frá því sem nú er til þess að mæta auknum þörfum vegna öldrunar íbúanna og vegna aukningar langvarandi sjúkdóma og ráðstafana til fyrirbyggjandi aðgerða og meðferðar. Gerð verði áætlun um byggingu heilbrigðisstofnana þannig að heilbrigðisstofnanir til þess að sinna heilsugæslu verði ailar komnar upp fyrir árið 1995 og fyrir árið 2000 verði að fullu sinnt stofnanaþjónustu eins og áætlunin gerir ráð fyrir. 7.2. Mannafli Starfsliði í heilbrigðisþjónustu hefur fjölgað mjög síðustu tvo áratugi án þess að áætlun hafi verið gerð um samræmingu menntunartilboða og starf. Því er svo komið nú að offjölgun er í sumum starfsstéttum en skortur í öðrum. Til að leiðrétta þetta þarf samræmingu og skipulag, og launamálastefnu sem hvetur til starfa sem nú búa við skort á mannafla. Markmið 31 Gerði verði sérstök áætlun fyrir 1990 um heildarmannaflaþörf í heilbrigðisþjónustu og auk þess sérstök áætlun um þann fjölda sem þarf af læknum, hjúkrunarfræðingum, ljósmæðrum, sjúkraþjálfurum, iðjuþjálfum og meinatæknum fram til ársins 2000. Námsskrár skóla almennt og skóla heilbrigðisstétta sérstaklega verði endurskoðaðar með sérstöku tilliti til þeirrar áherslu sem leggja skal á heilsugæslu og heilbrigðisfræðslu og skulu allar námsskrár þessara stétta samdar af aðilum sem tilnefndir eru bæði af menntamála- og heilbrigðisyfirvöldum. Sérstaklega verði kannaðir möguleikar á sameiginlegri grunnmenntun þessara stétta þannig að fólk geti skipt um starf án mikillar viðbótarmenntunar. 8. RANNSÓKNIR 8.1. Rannóknir vegna heilbrigðisstefnunnar Heilbrigðisþjónustan þarf að búa við virkt og öflugt upplýsingakerfi til eftirlits og mats á árangri ákvörðunartöku og aðgerða. Forsendur heilbrigðisáætlunarinnar eru þekking á heilsufari, dánarorsökum og þeim þáttum sem áhrif hafa til góðs eða ills í því sambandi eins og lífsmáti fólks, umhverfi þess, notkun og fyrirkomulag heilbrigðisþjónustunnar ásamt möguleikum á virkri ákvörðunartöku og stefnumörkun um heilbrigðismálefni. Núverandi upplýsingakerfi er ófullkomið og þungt í vöfum. Það byggir aðallega á dánarmeinaskrá en tölvuvæðing á útskriftarskrám sjúkrahúsa og samskiptaskrám heilsugæslustöðva er í örri þróun. Markmið 32 Fullnægjandi upplýsingakerfi til eftirlits og mats á heilbrigðisþjónustunni verði skipulagt fyrir 1990. Heilbrigðisrannsóknir verði efldar og í því skyni sérstök rannsóknaráætlun fyrir 1990 til stuðnings framkvæmd þessarar heilbrigðisáætlunar. í því skyni verði tryggð nauðsynleg aðstaða og fjölgun fólks sem stundar heilbrigðisrannsóknir. Sérstaklega verði gefinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.