Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 61

Læknablaðið - 15.12.1987, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 467 Hjartaverndar: »Á undanförnum árum hef ég stundum hugleitt að svona rannsóknarstöð ætti að tengjast háskólanum og starfa í tengslum við læknadeildina. Óneitanlega kæmi það til greina. En á síðustu árum hefur komið í ljós að háskólinn hefur í svo mörg horn að líta og svo mikil uppbygging verður á hans vegum á næstu misserum að vafamál er hvort hann hefði tök á að sinna þessu verkefni sem skyldi. Samvinna við háskólann um viss verkefni kæmi þó vel til greina. Hins vegar ætti slík rannsóknarstöð í rauninni að vera deild í hinu almenna heilbrigðiskerfi ef allt væri með felldu og gæti ég vel hugsað mér að svo yrði ef rétt og eðlilega væri á málum haldið. Þá væri unnt að sinna markvisst ýmsum rannsóknum á atvinnusjúkdómum og þjóna þannig atvinnustéttum og heilbrigðismálunum í heild« (3). Læknablaðið tekur undir þessi orð og árnar Rannsóknarstöð Hjartaverndar tvítugri allra heilla, um leið og við þökkum Nikulási Sigfússyni fyrir spjallið og góðfúslega veittar upplýsingar. HEIMILDIR 1. Stefán Júlíusson. Starfsemi Hjartaverndar - stutt yfirlit. Hjartavernd 1984; 21. árg. 1. tbl. 2. Nikulás Sigfússon. Starfsemi Rannsóknarstöðvar Hjartaverndar í 15 ár. Hjartavernd 1982; 19. árg. 2. tbl. 3. Stefán Júlíusson. Um Hjartavernd og hjartaverndarmál. Viðtal við dr. Sigurð Samúelsson prófessor sjötugan. Hjartavernd 1981; 18. árg 2. tbl.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.