Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 339 í öllum tilvikum nema þremur (nr. 4, 5 og 6), þar sem rannsakað var blóð eingöngu. Þéttni þríklóretanóls var að meðaltali mest í heila en minnst í blóði. Þéttni í lifur var litlu minni en í heila, en nokkru meiri en í þvagi. Niðurstöðutölur mælinga í einstökum líffærum voru talsvert breytilegar. Mestur munur á hæstu og lægstu þéttni var í þvagi (meiri en 20 faldur), en minnstur í blóði og heila (7-8 faldur). í öllum tilvikum nema tveimur (nr. 8 og 9) fundust önnur lyf en þríklóretanól í líffærum. Þannig kom etanól fyrir í fimm tilvikum (nr. 1, 5, 7, 10 og 11) og var þéttni þess í blóði á bilinu 0,22-2,37°/«]. Benzódíazepínsambönd komu einnig fyrir í fjórum tilvikum (nr. 1, 2, 3 og 6). Var þéttni þeirra í tveimur tilvikum (nr. 3 og 6) talsvert umfram það, sem búast má við eftir töku lækningalegra skammta. Einn hinna látnu (nr. 4) hafði auk klórals tekið fenemal og jafnframt sprautað sig með morfíni. Var þéttni fenemals í blóðinu svo mikil, að benti til eitrunar. Þéttni morfíns var hins vegar innan lækningalegra marka eða minni. Tveir einstaklingar voru auk klóraleitrunar með alvarlega eitrun af völdum annarra lyfja. Var annar þeirra (nr. 5) með nortriptýlíneitrun, en hinn (nr. 11) með eitrun af völdum prómetazíns og dextróprópoxífens. 1 einu tilviki fundust salisýlsýra og fenazón. Var þéttni þeirra innan lækningalegra marka. EFNISSKIL Elstu heimildir um dauðsföll af völdum klóraleitrunar ná a.m.k. aftur til ársins 1871 (9). Er því ljóst, að þeirra hefur orðið vart allt frá því farið var að nota lyfið. Við leit í síðari tíma heimildum (aftur til ársins 1970) fundum við upplýsingar um 34 dauðsföll af völdum klóraleitrunar (4, 9-15). Enda þótt tölur þessar segi lítið um raunverulega tíðni dauðsfalla af völdum lyfsins, er þó ljóst, að enn verða slíkar eitranir. A tímabili því, sem hér um ræðir (1978- 1987), varð að meðaltali eitt dauðsfall á ári af völdum klóraleitrunar með eða án annarra lyfja. Voru það um 25% allra dauðsfalla af völdum svefnlyfja (lyfjaflokkur N05C; 10 af 44 dauðsföllum) og 9% allra banvænna lyfjaeitrana á umræddu tímabili. Var tíðni þeirra því svipuð og tíðni dauðsfalla af völdum própranólóleitrunar á árunum 1976- 1983 (16). I þessu sambandi er mikilvægt að benda á, að sala klórals var mjög lítil á umræddu tímabili (3) og hverfandi lítil samanborið við sölu própranólóls (17, 18). Til frekari samanburðar má svo geta þess, að á árunum 1977-1986 urðu aðeins tvö dauðsföll af völdum klórals í Osló og nágrenni (19, 20). Af framansögðu er því óhjákvæmilegt að álykta, að tíðni banvænna klóraleitrana sé undarlega mikil hér á landi og hefur ekki dregið úr þeim frá árslokum 1987. Eftir töku venjulegra svefnskammta af klóralhýdrati (0,5-2 g) er blóðþéttni þríklóretanóls oftast á bilinu 1,5-15 ^rg/rnl (21). Skarast hún við blóðþéttni þess í umræddum dauðsföllum, en hún var á bilinu 14-110 /rg/ml (sjá töflu). Voru niðurstöðutölur okkar engu að síður í góðu samræmi við niðurstöðutölur annarra, sem lýst hafa banvænum klóraleitrunum (4, 10-15). í þessu sambandi er rétt að benda á, að einungis tvær af þessum eitrunum voru af völdum klórals eingöngu (sjá töflu nr. 8 og 9). Var þáttur annarra lyfja oft umtalsverður, en einkum þó í tilvikum, þar sem þéttni þríklóretanóls í blóði var minni en 40 /rg/ml (sjá töflu nr. 3, 4, 5, 6, 10 og 11). Athygli vekur, að tiltölulega lítill munur var á þéttni þríklóretanóls í einstökum líffærum. Er það svipað og sést við eitranir af völdum margra súrra og hlutlausra lyfja (22). Ekki voru í neinu tilviki nákvæmar upplýsingar um hve mikið hefði verið tekið af klórali. I einu máli (nr. 8) bentu ummerki þó til þess, að hinn látni hefði skömmu fyrir andlátið tekið 4-500 g af klóralmixtúru (Mixt. chlorali Nord. ’63). Samsvarar það 26-32,5 g af klóralhýdrati, sem er meira en tífaldur svefnskammtur. Styðja niðurstöðutölur mælinga á þríklóretanóli í líffærum hins látna eindregið þá ályktun, að um svo mikið magn hafi verið að ræða (sjá töílu). Aðeins í einu öðru tilviki (nr. 9) var samanlögð þéttni þríklóretanóls í líffærum meiri. Má því gera ráð fyrir að í flestum öðrum tilvikum hafi verið tekið minna af klóralhýdrati og jafnvel miklu minna. Talið er, að taka 10 g af klóralhýdrati valdi alvarlegri eitrun. Dauðsföllum hefur þó verið lýst eftir töku mun minni skammta (3 g (23) og 4 g (2)). Er því ljóst, að lækningalegt bil klórals er þröngt og jafnvel ennþá þrengra en mebúmals (24).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.