Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 381 þörfum borgaranna, verður að innheimta hámarksskatta og beita öllu sínu ímyndunarafli til þess að finna upp nýja. Sumir þeirra hljóta, eðli sínu samkvæmt, að fara yfir 100%. Þetta veldur því að allt áræði, dugnaður og framkvæmdahugur borgaranna hrapar niður undir frostmark. Spamaður er í lágmarki, bankar hafa lítið lánsfé með höndum og miklum mun minna en eftirspum er, vextir hækka. Þar sem ríkið hlýtur að reka sjálft sig með miklum halla er verðbólga mikil og sívaxandi. Að lokum fer svo, að ríkið lendir í algerri kreppu og stendur frammi fyrir gjaldþroti, hversu svo sem auðurinn er mikill í þjóðfélaginu. Ríkið rekur fleiri fyrirtæki en talin verða. Kostnaður við þau fer sívaxandi. Það stafar af því, að ríkisrekstur fellur ekki undir þau lögmál sem gilda um framleiðslu og viðskipti heldur undir lögmál skriffinnskunnar. Menn eru ráðnir til starfa að ákvörðun pólitísks valdamanns. Þegar einn maður fer frá eru tíu ráðnir í staðinn, og hafa hver fyrir sig mikið meira en nóg að gera. Þeir neyðast til að taka að sér þrotlausa yfirvinnu, og þegar þeir em um það bil að vinna sér til óbóta, hlýtur krafan að vera sú, að slakað sé á þessu síaukna álagi með því að ráða fólk til viðbótar. Þá breytist og tæknin, og til þess að ríkisfyrirtæki geti keppt við einkafyrirtæki, verða þau að afla sér tæknibúnaðar að kröfum tímanna. Þar sem þetta er ríkisrekstur, spyr enginn um hagkvæmni eða nýtingu, þó að sjálfsögðu sé sífellt klifað á því að sýna beri hið ýtrasta aðhald í rekstri. Og þar sem það er oftar en ekki bundið í lögum, að ríkið skuli borga, þá verður ríkið að punda út með peningana, hverjar svo sem upphæðimar eru. Þegar svo ríkið stendur á barmi hyldýpisins, er gefin út skipun að það skuli spara. Það á að ná fjögurra prósenta spamaði á einu ári. Að vísu er upphæðin, sem sparast með þessu, aðeins smábrot af því sem eytt er í að bjarga gjaldþrota fyrirtækjum á sama tíma. En spamaður skal það heita, og ríkisstofnanir skulu vera meir eða minna lamaðar meðan spamaðarherferðin stendur. RÉTTUR TIL HEILSUÞJÓNUSTU Það er bundið í lögum um heilbrigðisþjónustu, að allir landsmenn skulu eiga kost á fullkomnustu heilbrigðisþjónustu, sem á hverjum tíma eru tök á að veita til verndar andlegri, líkamlegri og félagslegri heilbrigði. Þetta er enginn smábiti til að kyngja. Við þetta bætist, að samþykktir Alþjóða heilbrigðismálastofnunar gera ríkisstjórnum aðildarríkjanna það að skyldu að bera ábyrgð á heilsu þjóða sinna. Hugtakið »heilbrigði« er ekki skilgreint í hinum íslenzku lögum um heilbrigðisþjónustu. (Það má segja, að hverjum manni sem skilur íslenzku sé nokkumveginn ljóst, hvað »andleg og líkamleg heilbrigði« merkir. En málið verður erfiðara viðureignar þegar kemur að »félagslegri heilbrigði«. Þeim, sem segist ekki skilja, hvað það merkir, er þó nokkur vorkunn). Það verður því að styðjast við skilgreiningu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sem segir að heilbrigði sé ekki aðeins það að vera laus við sjúkdóma, heldur andleg, líkamleg og félagsleg vellíðan. Með þeirri skilgreiningu er allt mannkyn dæmt sjúkt. Það er því ekkert smáræðis verkefni sem falið er á hendur þeim, sem sérfróðir em í þeirri grein tæknilegrar líffræði, sem heitir læknisfræði. Þessar skilgreiningar gera það að verkum, að það er engin leið fyrir heilbrigðisþjónustuna að ná þeim markmiðum, sem hún er skylduð með lögum til að ná. Það er vita vonlaust að ná þessum árangri, jafnvel þótt ríkið stöðvi öll útgjöld til annarra verkefna og moki öllu sem það drífur inn með sköttum í heilbrigðiskerfið. Jafnvel það eitt að láta lækna sjúkdóma er að verða ríkinu ofviða. Þá er ótalið það svið sem felst í því að koma í veg fyrir sjúkdóma. Það er því allsendis óljóst hvemig ríkisstjómir geta tekið á sig ábyrgð á heilsu borgaranna. Eitt mikilvægasta verkefni heilsuþjónustu er að sjá til þess að menn verði ekki veikir, heldur haldist heilsugóðir. Hvemig á að fara að því? Hvað geta ríkisstjómir gert til þess? Þær geta vissulega reynt að sjá til þess að loftið, vatnið og jörðin séu laus við eiturefni, svo að menn þurfi ekki að óttast, að umhverfið spilli heilsu þeirra. En málið vandast, þegar á að fara að gefa upp nánari formúlur fyrir því, hvemig menn eiga að vemda heilsu sína. Menn eiga, að sjálfsögðu, einungis að láta inn í líkamann það sem heilsusamlegt er. Það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert, þegar ríkisstjómin auglýsir, að
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.