Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 359-65 359 Einar Guömundsson, Jón G. Stefánsson HUGUR SJÚKLINGA TIL NAUÐUNGARINNLAGNAR Á GEÐDEILD INNGANGUR Þann 1. júlí 1984 öðluðust gildi ný lög um lögræði. Samkvæmt þeim er maður sjálfráða 16 ára gamall og ræður þá einn öðru en fé sínu en fjárráða 18 ára gamall og ræður þá einn fé sínu. Sá sem er sjálfráða og fjárráða er lögráða. Aðalnýmæli þessara laga fjallar um bráðabirgðavistun manns á geðsjúkrahúsi án samþykkis hans. Samkvæmt eldri lögum var reglan sú að svipta þurfti mann sjálfræði ef vista átti hann á sjúkrahúsi án samþykkis hans og auk þess að fá samþykki dómsmálaráðuneytisins fyrir vistuninni. I raun hafði þó framkvæmdin verið önnur og í könnun, sem gerð var á Kleppsspítala 1981 (1), kom fram að af 114 sjúklingum sem vistaðir voru þar gegn vilja sínum árin 1977 og 1978, voru aðeins fjórir sviptir sjálfræði með dómi. Með lögunum frá 1984 er heimiluð nauðungarvistun á sjúkrahúsi í allt að 15 sólarhringa án þess að sjálfræðissvipting þurfi að koma til en eigi lengur nema áður hafi verið gerð krafa fyrir dómi um sjálfræðissviptingu. Beiðni um vistun geta eftirfarandi aðilar lagt fram: Maki, ættingjar í beinan legg og systkin, lögráðamaður vamaraðila og félagsmálastofnun eða samsvarandi fulltrúi sveitarstjómar á dvalarstað hans. Um nauðungarvistun er sérstaklega mælt í 13. gr. laganna og segir þar: »Sjálfráða maður verður ekki vistaður á sjúkrahúsi gegn vilja sínum. Þó má hefta frelsi manns ef hann er haldinn alvarlegum geðsjúkdómi eða ofnautn áfengis eða ávana- og fíkniefna. Slík frelsisskerðing Frá geðdeild Landspítalans. Barst 27/06/1989. Samþykkt 21/07/1989. má eigi standa lengur en tvo sólarhringa nema til komi samþykki dómsmálaráðuneytisins. Með samþykki dómsmálaráðuneytisins má vista mann gegn vilja sínum til meðferðar í sjúkrahúsi ef fyrir hendi em ástæður þær sem greinir í 2. mgr. og vistun þykir óhjákvæmileg að mati læknis.« í greinum þeim sem á eftir fara era settar nánari reglur um þetta efni. Þar segir meðal annars í 17. gr.: »A vegum dómsmálaráðuneytisins skal starfa trúnaðarlæknir sem ráðuneytið getur leitað umsagnar hjá ef þörf krefur áður en heimild er veitt til.vistunar. Trúnaðarlæknir ráðuneytisins hefur jafnan heimild til að kanna ástand sjúklings sem dvelst á sjúkrahúsi gegn vilja sínum.« I 18. gr. er fjallað um rétt sjúklings og segir þar m. a.: »Heimilt er þeim, sem vistaður hefur verið á sjúkrahúsi án samþykkis síns skv. 14.-17. gr. hér að framan, að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytis um vistunina og skal trúnaðarlæknir ráðuneytisins sjá um að sjúklingnum sé gerð grein fyrir þeim rétti.« Lögræði er tvímælalaust meðal allra dýrmætustu mannréttinda. Því er í löggjöfinni reynt að búa svo um hnútana að þessi grein gerhæfis njóti öruggrar réttarvemdar. Réttaröryggið í þessu sambandi felst fyrst og fremst í því að lögræðissvipting verður aðeins ákveðin með dómi af dómara. Akvæði um heimild til nauðungarvistunar á sjúkrahúsi í allt að 15 sólarhringa án þess að sjálfræðissviptingardómur þurfi að koma til er frávik frá megin stefnu lögræðislaga en þetta frávik er gert af tillitssemi við sjúkling og til þess að komast hjá þeirri harkalegu aðgerð sem sjálfræðissvipting er. Þótt nauðungarvistun á sjúkrahúsi í stuttan tíma án dóms sé mildari aðgerð en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.