Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 379 sem menn þurfa til að geta lifað. Síðan kemur að því að spyrja, hvort menn eigi ekki rétt til þess sem menn þurfa til að geta lifað góðu lífi. Með því að bera upp þessar spumingar, förum við út fyrir eiginlega siðfræði og nálgumst það svið, sem kalla má félagsmálapólitík. Spumingin fjallar nánast um það, hvað þurfi til að höndla hamingjuna. Hér hafa verið nefnd til sögunnar tvö afar flókin og umrædd hugtök: þörf og hamingja. Verða menn hamingjusamir við að fá þörfum sínum fullnægt? Er hægt að gera endanlega skrá yfir mannlegar þarfir eða er sú skrá óendanleg? Teljast til þeirra þarfa andlegar, sálrænar og tilfinningalegar þarfir? Ef svo er, eiga menn þá óskoraðan rétt til að mega njóta þeirra? Ef menn hafa þær ekki við hendina, á þá einhver að vera tiltækur, sem útvegar mönnum þær? Hér ber að greina á milli tveggja efna. Hið fyrra er: Hvað er rétt að gera? Hið seinna er: Hvaða útdeiling á gögnum og gæðum er réttlát í heimi þar sem allt er af takmörkuðum og skomum skammti? Það er rótgróin hugmynd, að menn hljóti að verða að ávinna sér rétt til aðgangs að þeim gæðum, sem þeir þurfa til að lifa. Það sé réttlátt sem menn eiga skilið. En hvemig á að mæla það hvað hver á skilið? Og hver á að mæla það? Og er nokkur leið að gæta alls réttlætis í þessu efni nema menn hafi jafna aðstöðu í upphafi? Þá vilja og enn aðrir bæta því við, að ekki sé réttlæti nema allir beri hið sama úr býtum. Það beri að skipta gæðum þannig, að hver fái jafngilda hlut, hvert svo sem framlag hans er. Nú er það svo, að menn em misjafnlega af guði gerðir. Sumir hafa tvítugir afrekað meira en áttræðir. Og er það þá réttlátt, að þeir sem leggja meira á sig, þeir sem sýna meira áræði og dugnað en aðrir, fái það sama sem þeir sem liggja í leti og hafa enga hugkvæmni til að bera? Suum cuique - (hverjum sitt) - segir fomt máltæki. Æ sér gjöf til gjalda. Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn. En það er erfitt að meta, hvaða verðlaun menn eiga að fá fyrir vinnu sína, hvaða refsing er mátuleg hverjum glæp. Yfir þessu hafa hinir skörpustu menn setið alveg frá því verkamennimir unnu í víngarðinum svo sem segir í 20. kap. Mattheusarguðspjalls, og frá því farið var að taka refsingar í lög á gmnni þeirrar hugmyndar að menn gætu afplánað sekt með því að þola þyngsli og harðræði. Jafnt gjald fyrir jafnt framlag er regla, sem ekki verður framkvæmd. Hver á það skilið að fá flautu í hendur? Svo spyr Aristóteles í Stjórnmálafrœðinni. Að sjálfsögðu sá sem kann að spila á flautu og hefur hug á því. Til lítils væri að láta flautu í hendur þeim, sem ekki kann með hana að fara og hirðir lítt um fautuspil. Það er því niðurstaðan í þessu máli, að rétt sé að hver hafi sama rétt: Allir mega jafnt spila á flautu. En það eru ekki nema sumir sem notfæra sér hann, nefnilega þeir sem em músikalskir. Hinum er sama. En það hefur enginn rétt til einhvers vegna þess eins að hann er sá sem hann er eða að hann metur þörf sína með einhverjum hætti. Þótt ég telji mig þurfa bifreið, skapar það mér engan rétt til þess að fá slíkan hlut afhentan til eignar. Ég á rétt á því einu, sem allir aðrir hafa sama rétt til. Ég hef rétt til að sjá fyrir mér og fullnægja þörfum mínum. En það hvemig til tekst fer eftir því, hversu ég legg mig fram. En þar með er ekki sagt, að ég eigi að fá af gögnum og gæðum alveg jafn mikið og allir aðrir, sem leggja sig jafn mikið fram. Sumurn finnst það óréttlæti. En það er þó lítið móts við það sem yrði, ef réttur manna færi eftir því, hverjir þeir eru, af hvaða ætt, húðlit, trú, stétt. Nú á dögum teldist það óréttur. Og það á rót sína að rekja til þess, að kenningar um jafnan rétt til eftirsóknar eftir gæðum em nú orðnar rótgrónar, og lögbundin forréttindi afnumin í lýðræðisríkjum. Það er þannig hægt að skipta réttindum í tvennt. í fyrri flokkinn falla réttindi til þess að vera, réttur til lífs, réttur til að vera persóna að lögum, réttur til að vera þátttakandi í samfélagi manna, réttur til að vinna fyrir sér og að vera meðhöndlaður að lögum. í seinni flokkinn falla réttindi til að ávinna sér gögn og gæði, til aðgangs að því sem þarf til að fullnægja þörfum. Það gæðamagn, sem menn telja sig eiga skilið fyrir eigin atorku, er misjafnt eftir því hversu mikið er framleitt af slíkum gæðum í hverju landi. Kínverji telur sig eiga skilið aðeins brot af því sem við teljum okkur eiga skilið fyrir sama framlag, sömu vinnu. Gæðum er því misskipt. Samt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.