Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1989; 75: 369-71 369 Örn Bjarnason LÍKNARDAUÐI í því, sem hér fer á eftir, mun ég leitast við að lýsa hugtakinu líknardauði, eins og það veit að læknum í starfi, innan þess ramma sem markast af siðareglum. CODEX ETHICUS í lögum Læknafélags Islands (1) sem samþykkt voru 1978 segir, að félagið hafi sérstakar siðareglur, Codex Ethicus, sem samdar eru með hliðsjón af siðareglum Alþjóðafélags lækna. Siðareglur þessar (Intemational Code of Medical Ethics (2)) voru samþykktar í Lundúnum árið 1949. Arið áður hafði Alþjóðafélag lækna (World Medical Association) samþykkt læknaheit það, sem kennt er við Genf, en þar segir m.a.: »Ég mun viðhalda æðstu virðingu fyrir mannlegu lífi allt frá upphafi þess, jafnvel þó mér sé ógnað og ég mun ekki nota læknisfræðiþekkingu mína andstætt lögmálum manngæzku og mannúðar« (3). Slíkar siðareglur eru að stofni til æði gamlar og byggjast að nokkru á heiti því, sem kennt er við Hippokrates, sem talinn er fæddur árið 460 f. Kr. Núgildandi siðareglur voru samþykktar á aðalfundi Læknafélags Islands 1978. Siðareglur lækna eru jafnan, þegar þurfa þykir, endurskoðaðar með tilliti til breyttra þjóðfélagsaðstæðna og framfara í læknavísindum. Siðareglur verða í mörgum atriðum að vera almenns eðlis og verður hver læknir að túlka þau atriði í samræmi við eigin lífsviðhorf, enda er fram tekið í Codex Ethicus: »Það er meginregla, að lækni sé frjálst að hlýða samvizku sinni og sannfæringu« (4). í Alþjóðasiðareglum lækna segir síðan: »Lækni ber ávallt að hafa í huga þá skyldu að viðhalda mannlegu lífi« (2). Væri síðasta setningin túlkuð ósveigjanlega, gæti hún merkt, að læknum sé skilyrðislaust skylt að viðhalda öllu lífi, svo lengi sem kostur er. Slíkar reglur verður þó ávallt að skoða með hliðsjón af siðfræði og þeirri löggjöf sem í gildi er. Ekki verður heldur hjá því komizt, að hagfræðileg vandamál skjóti upp kollinum, þó mannslíf verði aldrei metin til fjár og allir skuli jafn réttháir, enda segir í Genfarheitinu: »Ég mun ekki láta umhugsun um trú, þjóðemi, kynþátt, flokkssjónarmið eða þjóðfélagsstöðu hindra mig í skyldum mínum við sjúklinga mína« (3). Trúlega búum við hérlendis við jafnbetri heilbrigðisþjónustu en víðast annars staðar og ríflegum fjármunum er veitt til hennar, en hollt er að hafa í huga í umræðu um líknardauða, að kostnaður fer hraðvaxandi og fjármunimir eru takmarkaðir. LÍKNARDAUÐI Orðið er komið úr grísku og það er myndað úr stofnunum eu=vel og thanatos=dauði. EUTHANATOS merkir því góður, mildur eða ljúfur dauðdagi og tók í upphafi til þess hluta læknislistarinnar, sem fjallaði um meðferð dauðvona fólks: A hvem hátt mætti hjálpa hinum deyjandi til þess að hljóta hægan sársaukalausan, en þó eðlilegan dauðdaga. EUTHANASIA hefir síðan fengið nýja merkingu innan læknisfræðinnar: Að deyða með læknisfræðilegum aðferðum af samúðarástæðum. EUTHANASIA nær þá yfir tilteknar ákvarðanir (5), sem læknir tekur, a) ef sjúklingur er haldinn ólæknandi sjúkdómi eða svo skaddaður að ekki verði úr bætt, hann líði óbærilegar kvalir eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.