Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 22
346 LÆKNABLAÐIÐ og aðgreina þær frá hjúkrun og annarri meðferð. Um helmingur sjúklinga á geðdeildum og aðstandendur þeirra töldu þessi læknisstörf gagnast best. Hinir töldu að samtalsmeðferð, hjúkrun og önnur meðferð gæfu bestan árangur. A öðrum deildum lögðu fleiri sjúklingar (28 eða 77,7%) áherslu á læknisstörf. Þessi mismunur kann að skýrast af aukinni þátttöku annarra starfsstétta í meðferð á geðdeildum. Meira misræmis gætti milli sjúklinga á öðrum deildum og aðstandenda. Aðstandendur þeirra sjúklinga er liðu af langvinnum og stundum banvænum líkamssjúkdómum töldu hjúkrun og aðra aðhlynningu veigameiri en annað. Þrjátíu og þrír sjúklingar (89,2%) á geðdeildum fengu geðlyf en aðeins tæplega helmingur þeirra (14 sjúklingar) töldu þau gagnast best. Þrátt fyrir misjafnar skoðanir á meðferð voru yfir 75% sjúklinga á öllum deildum ánægðir með þá meðferð sem þeim bauðst og töldu að ekki væri meiri árangurs að vænta af öðrum aðgerðum. Sjúklingar á geðdeildum voru þó síður sáttir við gagnsemi meðferðar, en töldu sig þó hafa öðlast betri líðan. Fram kemur að meirihluti sjúklinga á öllum deildum taldi að viðhorf sitt til meðferðar og þátttaka í henni hefði þýðingu. Aðstandendur voru sömu skoðunar en töldu að helmingur sjúklinga á geðdeildum tæki ekki virkan þátt i meðferðinni og drægju þannig úr mögulegum árangri. Meirihluti aðstandenda taldi að sér bæri skylda til að hjálpa. Um fjórðungur aðstandenda sjúklinga á geðdeildum taldi að þeir gætu litla aðstoð veitt þrátt fyrir að vilji og löngun væru fyrir hendi. Skýringin á þessu er m.a. fólgin í því að meira en helmingur þeirra töldu að þeir hefðu ekki fengið nægilegar upplýsingar um veikindin, hvemig bregðast ætti við þeim og hvemig þeir gætu best hjálpað. Því er ljóst að með aukinni fræðslu til aðstandenda má auka þátt þeirra í meðferð og nýta betur þann vilja og þá þekkingu sem þeir hafa á málefnum sjúklings til betri árangurs. Allir aðstandendur sjúklinga á öðrum deildum en geðdeildum töldu sig vel upplýsta og geta hjálpað. Sjúklingar á brjóstholsskurðdeild Landspítalans sem fara í hjartaaðgerðir fá ásamt aðstandendum skipulagða fræðslu á fundum innan deildarinnar. Fram kom að bæði sjúklingar og aðstandendur vom mjög ánægðir með slíkt fyrirkomulag og töldu það mjög gagnlegt. Spumingin um samskipti (tafla IV) var mjög opin og fjallaði um almennt mat sjúklinga og aðstandenda á viðmóti og umgengni við meðferðaraðila. Sjúklingar á geðdeildum telja samskiptin ekki eins góð og sjúklingar á öðrum deildum. Þess ber að gæta að þeir em síður fúsir til samstarfs og þátttöku í meðferð. Flestir aðstandendur beggja sjúklingahópanna töldu samskipti sín við lækna góð. SUMMARY A questionnaire was developed to assess the attitudes regarding treatment of a group of 40 hospitalized psychiatric patients and their relatives compared to 40 hospitalized non-psychiatric patients and their relatives. There was a general positive attitude towards the treatment. A certain disparity was found between psychiatric and non-psychiatric patients conceming most effective type of treatment. Psychiatric patients were generally less satisfied with the treatment. They were also less active participants of treatment. The comments of psychiatric patients conceming effectiveness of treatment were not different from those of other relatives. Relatives were willing to assist the patients but relatives of psychiatric patients desired more information about the disease and how they could help. HEIMILDIR 1. Olafur Þ. Ævarsson, Lárus Helgason. Viðbrögð sjúklinga og aðstandenda þeirra við álagi vegna veikinda. I. Innlagnir á geðdeildir og aðrar deildir. Læknablaðið 1989; 75; 283-6. 2. Pyne N, Morrison R, Ainsworth P. A consumer survey of an adolescent unit. J Adolesc 1986; 9: 63- 72. 3. Allen JC, Barton GM. Patient comments about hospitalization: Implications for change. Comp Psychiatry 1976; 17: 631-40. 4. Dimsdale JE, Klerman G, Shershow JC. Conflict in treatment goals between patients and staff. Soc Psychiatry 1979; 14: 1-4. 5. Skodol AE, Plutcleik R, Korane TB. Expectations of hospital treatment. Conflicting views of patients and staff. J Nerv Ment Dis 1982; 168: 70-4. 6. Slater V, Linn MW, Harris R. A satisfaction with mental health care scale. Comp Psychiatry 1982; 23: 68-74.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.