Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 51

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 51
LÆKNABLAÐIÐ 371 hollenzkum dómi hafa menn reynt að komast fram hjá þessu, með því að kveða á um það, að læknir verði ekki lögsóttur þótt valdur verði að dauða sjúklings. A læknisfræðina ber í þessu samhengi hvorki að líta sem list né vísindi, heldur sem sérstakt samband tveggja einstaklinga, læknis og sjúklings. Læknir getur ekki lofað lækningu í öllum tilvikum, en í samningi sjúklings og læknis hans þarf að gera ráð fyrir stöðugri meðferð og umhyggju. En hversu lengi á að halda meðferð áfram? Hvenær á einstaklingur ekki afturkvæmt til lífs? Til þess að geta með vissu skorið úr um það, hvort einstaklingur væri lífs eða liðinn, þurftu læknar að koma sér saman um ákveðna skilgreiningu á dauðamörkunum og mun slík skilgreining í upphafi líklega til komin vegna ótta manna við kviksetningu. Þegar meðvitund var horfin og engin merki fundust lengur öndunar eða blóðrásar var dauðastundin runnin upp. AÐ FRESTA DAUÐASTUNDINNI Inn í þessa atburðarás er nú æ oftar gripið og öndun og hjarta stjómað með tækjabúnaði. Vökva- og blóðgjafir verða stöðugt mikilvægari og er þeim nú óspart beitt. Stundum hafa orðið verulegar skemmdir á líffærum, áður en lífgunartilraunir og meðferð hefst og skemmdimar geta haldið áfram, þrátt fyrir beztu meðhöndlun. Vandamálið í slíkum tilvikum er að ákvarða hvenær einstaklingur á ekki afturkvæmt til lífs. Slíkar ákvarðanir koma nú æ oftar til kasta lækna, einkum þeirra, sem við gjörgæzlu fást og eru þær oftast teknar af hópi lækna að vel athuguðu máli. Hvenær ekki á að hefja meðferð er tíðum erfið ákvörðun fyrir lækna, enda stríðir slíkt gegn tveimur meginskyldum þeirra: Að viðhalda lífi og hjálpa þeim, sem em í hættu. Séu þær ástæður fyrir hendi, að þau úrræði, sem til greina koma, auki þjáningu og lengi að þarflausu dauðastríð, brýtur það í bága við hugsjón mannúðar og mannhelgi og lækni er þá heimilt og skylt að hefjast ekki handa. Hippokrates segir meðal annars, er hann lýsir skoðun sinni á læknislistinni (8): »Markmið og tilgangur hennar er að lækna hina sjúku og draga úr þjáningum þeirra, sem þungt eru haldnir, en ef þyrmir svo yfir, að engin list fær við ráðið, þá hafast eigi að«. Umræða um svonefndan Appleton Consensus fór fram á síðastliðnum vetri og var umræðan birt hér í blaðinu (9, 10) og vísast til þess. í ljós kom, að þörf var á að rifja upp skilgreiningar á líknardauða og endurvekja umræðu um skilmerki dauða (11) og er það gert hér með. LOKAORÐ Euthanasia í fomum skilningi er sem fyrr verðugt verkefni og ber að rækja af alúð og umhyggju. Allri meðferð fylgir nokkur áhætta og láti læknir hjá líða að hefja meðferð af ótta við auka- eða hliðarverkanir færist hann nærri hinu óbeina líknardrápi. Sé meðhöndlun marklaus á ekki að byrja á henni, en hætta ef hafin er. Astvinir hins sjúka eiga ávallt rétt á skýringu, en læknirinn tekur ákvörðun sína án áhrifa frá þeim og ávallt af mannúðarástæðum. Með slíkt að leiðarljósi getur læknastéttin tryggt sjúklingum, að þeir fái þá beztu meðferð sem ástand þeirra krefst. HEIMILDIR 1. Læknablaðið 1987; 73: 262. 2. Læknablaðið 1987; 73: 270-1. 3. Læknablaðið 1987; 73: 269. 4. Codex ethicus. Siðareglur lækna. Samþykktar á aðalfundi Læknafélags íslands 1978. Læknablaðið 1987; 73: 284-8. 5. Blomquist C. Medicinsk Etik. Stockholm: Natur och kultur 1971, s. 232. 6. Sama rit, s. 233. 7. Snorrason SP. Ritstjómargrein: Ný þjóðfélagsviðhorf og siðareglur lækna. Læknablaðið 1974; 60: 134-5. 8. Steffensen V. Hippokrates. Faðir læknisfræðinnar. Reykjavík: Bókaútgáfan Norðri 1948. 9. Hringborðsumræður Læknablaðsins V. Appleton yfirlýsingin. Leiðbeiningar um það hvenær láta megi hjá líða að veita læknisfræðilega meðferð. Læknablaðið 1989; 75: 303-12. 10. The Appleton Concensus: Intemational Guidelines for Decisions to forego Medical Treatment. Læknablaðið 1989; 75: 313-27. 11. Bjamason Ö. Euthanasia frá sjónarhóli læknis. Ulfljótur 1977; 29: 177-81. (Erindi flutt í Norræna húsinu 27. október 1989).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.