Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 353 Table VIII. Number of doctors, median number of prescip prescriptions per doctor, mean number of Defined Daily Doses (DDD) per prescription and mean Prescribed Daily Doses (PDD) as proportion of Defined Daily Doses according to age of doctor. Age of Number of Median number Mean number of DDD Mean doctors doctors of prescriptions per prescription *) PDD/DDD **) 25-34 ....................................... 67 2 29.2 0.78 35-44 ....................................... 98 3 27.5 0.68 45-54 ....................................... 87 4 32.3 0.76 55-64 ....................................... 69 3 32.0 0.76 65-74 ....................................... 25 16 32.7 0.71 75+.......................................... 21 6 35.0 0.68 Total 367 3 30.6 0.74 •) F=2,945 df=5 p<0.013 ••) F=1,702 df=5 p<0.133. þeirra og sérgrein lækna sýnir, að sjúklingar geðlækna voru greinilega yngstir og að kvensjúklingar annarra lækna voru eldri en karlamir. Lyfjaskammtamir, sem læknar ráðlögðu fólki að taka, vom að meðaltali ekki nema 0,8 skilgreindir dagsskammtar (18), 0,4 af sefandi lyfjum og 0,9 af svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum, en dreifingin á skammtastærðinni var mikil, eins og sést á staðalfrávikinu (tafla VII). Geðlæknar gáfu að meðaltali stærstu skammtana af öllum lyfjategundum. Þeir ráðlögðu rúmlega einn SDS að meðaltali af róandi lyfjum, svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum, en ekki nema hálfan SDS af sefandi lyfjum. Aðrir læknar ráðlögðu að jafnaði mun minni skammta, sérstaklega af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum. Sérfræðingar í heimilislækningum ráðlögðu heldur stærri skammta af geðdeyfðarlyfjum en aðrir læknar sem ekki eru geðlæknar. Að öðru leyti voru meðalskammtar, sem þeir ráðlögðu, svipaðir þeim sem aðrir heimilislæknar ráðlögðu. Dreifigreining sýnir marktæka víxlverkun á milli sérgreina og tegunda lyfja og að hvort tveggja hefur áhrif á meðalskammtinn sem er ávísað. Fjöldi lyfjaávísana sem hver læknir gaf út að meðaltali og heildarmagn lyfja í skilgreindum dagskömmtum jókst verulega með hækkandi aldri lækna, hvaða sérgrein sem þeir stunda. Þó voru minniháttar frávik, sem væntanlega eru af tilviljun vegna þess hversu fáir læknar voru í hverjum aldurshópi í einstökum sérgreinum, sérstaklega í yngstu og elstu aldurshópunum, og vegna eðlis starfa þeirra sem eru í yngsta aldurhópnum »aðrir læknar«, en flestir þeirra eru aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum og starfa ekki á eigin lækningastofum. Heildarmagn hverrar ávísunar fór vaxandi með hækkandi aldri lækna, úr 28 SDS hjá læknum undir 45 ára aldri í 35 SDS hjá elstu læknum. Aldur læknanna virtist ekki hafa ákveðin áhrif á hvað þeir ráðlögðu sjúklingunum að taka mikið af lyfjunum. Þó var tilhneiging í þá veru að elstu og yngstu læknamir ráðlögðu stærstu skammtana (tafla VIII). Eins og sést af miðgildinu gaf helmingur lækna út þrjár eða færri ávísanir. Hins vegar var hlutur elstu læknanna greinilega mun meiri. Ekki verður ráðið af meðalaldri lækna í hverri grein og meðalaldri þeirra sjúklinga, sem fengið hafa lyfjaávísanir hjá þeim, að ákveðin tengsl séu á milli aldurs læknis og aldurs sjúklinga sem hann ávísar geðlyfjum. Þetta var því athugað sérstaklega, til þess að vita hvort að einhverju leyti mætti skýra meiri lyfjaávísanir eldri lækna með því að þeir ávísuðu hlutfallslega fleira eldra fólki geðlyfjum. Lítils háttar tengsl vom á milli aldurs lækna og sjúklinga (r=O,025; p=0,056). Aldur sjúklinganna hækkaði mjög óvemlega með hækkandi aldri lækna (aðfallsstuðull (regression coefficient) = 0,032). UMRÆÐA Þessi rannsókn veitir upplýsingar um hvemig geðlyfjaávísanir skiptast á milli tiltekinna hópa lækna, hverjir ávísuðu lyfjum, hvaða lyfjum, hvemig, handa hvaða aldurshópum og í hvaða skömmtum. Hins vegar vantar upplýsingar um hvers vegna lyfjunum var ávísað, hve stór hluti allra sjúklinga, sem til læknanna leituðu,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.