Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 62

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 62
378 LÆKNABLAÐIÐ lífi, er frumgrunnur alls réttar. Samfélag sem byggir á öðru er samfélag réttleysis, ofbeldis og nauðungar. Ofbeldi kann að vera nauðsynlegt að einhverju marki til að halda uppi lögum og reglu. En ofbeldi nakinnar og miskunnarlausrar valdbeitingar getur ekki verið frumgrunnur samfélags. Þetta hefur verið reynt. Niðurstaðan er hyldýpi mannlegrar niðurlægingar. Eigi hver sá sem er á lífi rétt til lífsins, þá ber honum einnig skylda til að varðveita það líf. Því er það ekki verjandi með neinum siðfræðirökum að menn taki eigið líf frekar en annarra. Því er oft haldið fram, að það sé óverjandi takmörkun á frelsi manna að banna mönnum að ganga sjálfviljugir í dauðann. Líftóran í brjóstinu sé eigin eign hvers manns og hann geti ráðstafað henni að vild. Allt annað sé brot gegn sjálfsákvörðunarrétti og viljafrelsi hvers og eins. Vissulega er frelsi gott. En frelsi sem felst í því að brjóta gegn siðagrunni eigin lífs og samfélagsins er misnotkun frelsis. Oheft frelsi er óverjandi. Frelsi er því aðeins jákvætt gildi, að þess sé neytt af viti. Við leitum að siðareglum til þess að finna þær hömlur og takmarkanir á frelsinu sem hjálpa okkur að nýta það skynsamlega. Til þess tökum við okkur réttindi og göngumst undir skyldur, að við getum sagt með góðri samvizku, að við nýtum frelsið svo sem snotrum manni sæmir. Vissulega er hverjum manni frjálst að haga sér eins og honum þóknast. En sá sem gerir það, er ekki í húsum hæfur og vafasamt, að hann teljist allsendis heill. Það er ekki hægt að réttlæta hvaða athöfn sem er með því að vitna í einstaklingsfrelsi, eins og það sé víxill sem megi fylla út með hverju sem er. Fyrsta frumtakmörkun þess frelsis er, að menn velji það sem stuðlar að lífi og vemdun þess. Ef til vill má orða þetta þannig að til þess að vera siðgæðisvera skuli menn frekar velja það sem gott er en illt. En þá kemur að hinu erfiðasta efni sem við er glímt í siðfræði: Hvað er gott og hvað er illt? Hvar eru landamærin milli góðs og ills? Viðleitnin til að finna þau landamæri getur tekið mið af tvennu: Annað hvort að athöfn sé góð eða ill í sjálfri sér eða þá að hún hafi góðar eða illar afleiðingar. Nú er það svo, að enginn sér afleiðingar gjörða sinna fyrir. Vegurinn til vítis er varðaður góðum áformum. Því er erfitt að ákveða það sem menn gera með því að taka mið af þeim afleiðingum sem gjörðir manna hafa. Því lenda þeir menn í vandræðum, sem segja, að hvaðeina er leyfilegt og siðlegt sem ekki hefur skaðlegar afleiðingar í för með sér fyrir gjörandann eða aðra. Framtíðina veit enginn fyrir. Það er einungis að verki loknu að okkur verður ljóst, hvaða afleiðingar það hefur í för með sér. Því væri nær lagi að reyna að meta hvort gjörðir eru góðar eða illar í sjálfum sér, hvort viljinn er góður eða vondur. í reynd er erfitt að meta hvort mönnum gengur gott eitt til með gjörðum sínum. Höfuðástæðan fyrir því er sú, að þar er gjörandinn einn til frásagnar. Við lendum því í klípu. Það er erfitt að meta inntak gjörðar út frá afleiðingum hennar. Það er einnig umhendis að meta inntakið út frá lýsingu á því sjálfu, því að við vitum ekki, hvort rétt er frá skýrt. Hvað er þá til ráða? Kant leysir þessa klemmu með því að segja, að hver maður skuli miða gjörðir sínar við það, að allir aðrir megi haga sér eins, eða öðruvísi orðað: Hver maður skuli haga sér eins og hann vill að aðrir hagi sér. Ef sérhver maður hefur þetta í huga, má vænta samræmis í félagi manna. Með þessu er ekki gefin upp formúla fyrir því, hvað hið góða er. Mönnum er einungis bent á, að það sé hentugra að haga sér þannig, að segja megi: Mínar gjörðir mega gjaman verða almenn regla. Með þessu móti má segja að menn geri rétt. Eg hef rétt til að haga mér svo sem ég vil að aðrir hagi sér í minn garð. Svo sem ég vil að aðrir meiði mig ekki, svo ástunda ég það ekki að meiða aðra. Ég ber þá virðingu fyrir lífi þeirra, að ég níðist ekki á þeim, þótt það væri augljóslega mér í hag. Með þessu eru lögð drög að skilgreiningu á hugtakinu réttur. Ég hef rétt til að gera það, sem rúmast innan þeirra marka, sem þessar reglur draga. En eftir er að gera nánari grein fyrir inntaki hugtaksins. Því hefur verið haldið fram hér, að menn eigi rétt til að lifa, og að sá réttur sé frumréttur, sem þarf ekki að rökstyðja. Næsta skref er að spyrja, hvort menn eigi þá ekki rétt til þess,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.