Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 64
380 LÆKNABLAÐIÐ getur það ekki talizt brot gegn jöfnum rétti manna til að öðlast þessi gæði. RÉTTUR TIL HEILSU Það er eðlilegt að öll sú mikla og ýtarlega þekking á mannslíkamanum, sem menn búa yfir, sé nýtt til þess að stuðla að betri heilsu. Það er til lítils að fæðast og komast til vits og ára, ef aðstæður eru þannig að menn rétt treina tóruna stutta stund við harmkvæli og nauð, þar til dauðinn hirðir okkur. Sérstaklega væri þetta óviðurkvæmilegt, ef það er mögulegt að gera lífið betra en þeir möguleikar ekki nýttir. Nú eru margar þjóðir einfaldlega svo fátækar, að þær hafa ekki efni á að nýta sér þessa þekkingu. A hverjum degi deyja drottni sínum margir menn, sem annars hefðu getað lifað löngu lífi. En þeir búa við slíka örbirgð, að lífið er rétt sem lítill ljósblossi, sem slokknar þá minnst varir. I ríkum þjóðfélögum eins og okkar er eðlilega sett fram sú krafa að öll læknisfræðileg þekking og tækni sé undanbragðalaust nýtt til þess að vemda og varðveita heilsu manna svo að þeir megi ná hundrað ára aldri án þess að verða misdægurt. Mál þessi hafa þróast þannig víða á Vesturlöndum, að ríkisvaldið hefur tekið að sér að nýta hluta af skattfé borgaranna til að greiða kostnað, ekki aðeins við að stuðla að góðri heilsu borgaranna, heldur einnig við að gera við hvaðeina sem bilar í líkömum manna (og jafnvel í sálinni einnig). Ríkisvaldið er þá ekki aðeins löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvald heldur einnig stofnun, sem tekur að sér að miðla gæðum meðal borgaranna samkvæmt lögum og reglum, sem menn telja að feli í sér það að framfylgja hugsjónum um jafnrétti. Vandkvæðin við þessa úthlutun hljóta ætíð að vera fólgin í því að svara spurningunum: Hver á skilið að fá hversu mikið? Það er í samræmi við regluna að lífið sé hið æðsta gildi, að menn leggja allt hið ýtrasta sem menn geta til að bjarga manni úr hættu, forða mönnum frá dauða. En hvað hafa menn mikinn rétt til þjónustu umfram það? Eiga menn rétt til þess að öll tækni og öll þjónusta, sem til er, sé tiltæk fyrir hvem og einn, þegar honum þykir hann þurfa á að halda? Ef gert er eitthvað minna en hægt er fyrir mig, þegar ég þarf á að halda, er þá verið að brjóta á mér mannréttindi? Svör við þessum spumingum eru mögulega margvísleg. Hér verður látið nægja að rekja tvær stefnur í þessu máli. Hin fyrri segir eitthvað á þá leið, að hver maður ber ábyrgð á sjálfum sér. Honum er það í sjálfs vald sett hvemig hann fer með lífið, hvemig hann fer með sjálfan sig, hvemig hann ver þessum fáu ævidögum, sem hann er ofan moldar. Ríkið eigi að virða þennan rétt einstaklingsins og ekki neyða neinni þjónustu upp á borgarana. Ríkið sé ekki þjónustustofnun eða allsherjar tryggingafélag. Það er valdsstofnun. Það er sú stofnun sem beitir almannavaldinu. Það nær yfir þær stofnanir sem setja lög og framfylgja þeim og þær sem dæma eftir þeim, þegar menn greinir á. Þar að auki sé það verkefni ríkisins að efla og treysta þjóðarvitundina, hvaðeina það sem þjappar þjóðinni saman, eflir einingu hennar og eindrægni. Það sé ekki í verkahring ríkisins að reka fyrirtæki eða þjónustustofnanir. Ríkið útdeili engum gæðum beint, heldur einungis óbeint með því að setja lög þau og reglur sem gilda um þessa útdeilingu. Hin seinni skoðun felur í sér, að ríkið sé það sem hér var nefnt. En því er bætt við að það sé einmitt í verkahring ríkisins að útdeila gæðum og reka þjónustustarfsemi af ýmsu tagi. Það sé verkefni ríkisins að sjá til þess að öllum líði vel með því að reka atvinnufyrirtæki (svo sem þurfa þykir), spítala, heilsugæzlustöðvar, skóla o.s.frv. Það sé í verkahring ríkisins að útdeila heilsu, menntun og fleiri gæðum jafnt til allra í samræmi við hið strangasta réttlæti. Skatta eigi helzt að heimta af þeim sem eiga of mikið til þess að þeir fái meira sem eiga of lítið. Við þetta aukist jafnrétti í þjóðfélaginu og allir verða hamingjusamir. Þessi síðamefnda skoðun hefur haft mikil áhrif á félagsmála-fyrirkomulag margra Evrópuþjóða síðustu áratugi og er fest í nokkrum alþjóðasamningum. Hún lítur á ríkið sem allsherjar móðurbrjóst, sem aldrei má bresta. Komist einhver ekki á brjóstið, þegar honum finnst hann þurfa, er það kallað félagslegt óréttlæti, sem hrópi upp í himininn. Slíkt má að sjálfsögðu ekki gerast. Vandkvæðin við að framfylgja þessari stefnu eru fólgin í því, að þarfir manna eru engin föst stærð. Þær vaxa hraðar en auga fær á fest. Ríki, sem tekur að sér að fullnægja öllum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.