Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 42
362 LÆKNABLAÐIÐ Þeir sem beittu sér fyrir innlögn voru oftast úr fjölskyldu sjúklings eins og að líkum lætur. Flestum sjúklingunum fannst erfiðast að sætta sig við frelsisskerðingu þá sem varð við nauðungarvistunina en talsverðum hluta fannst þó aðdragandi innlagnar það sem erfiðast var að sætta sig við. Verulegur hluti sjúklinganna taldi sig ekki hafa verið upplýstan um réttarstöðu sína við innlögn, en oftast var það starfslið sjúkrahússins sem veitti sjúklingi upplýsingar um réttarstöðu hans. UMRÆÐA Hlutfallslegur fjöldi nauðungarvistana, 4,1%, og nauðungarvistaðra, 5,2%, á geðdeild Landspítalans er lágur. Þangað eru þó sendir langflestir þeirra sjúklinga sem lagðir eru inn á sjúkrahús gegn vilja sínum með leyfi dómsmálaráðuneytisins eða 50 af 60 sjúklingum er þannig voru vistaðir nauðugir á athugunartímabilinu. í fyrmefndri athugun á nauðungarvistunum á Kleppsspítala 1977 og 1978 (1), voru 7,5% innlagðra einstaklinga nauðungarvistaðir. A svipuðum tíma (1977) voru nauðungarvistanir um 35% allra innlagna á geðsjúkrahús í Finnlandi, 30% í Noregi, 10% í Svíþjóð og 4% í Danmörku (2). Hafa verður í huga að einhverjir þeirra sjúklinga sem sviptir voru sjálfræði með dómi áður en athugunartímabilið hófst kunna að hafa verið lagðir inn á sjúkrahús á tímabilinu án þess að það sé talið hér. Tala þeirra er þó vafalaust mjög lág og var t.d. 1977-78, 3,5% þeirra er þá voru nauðungarvistaðir. Flestir þeirra sem lagðir voru nauðugir inn á geðdeild Landspítalans á athugunartímabilinu höfðu áður legið á geðdeild. Meirihluti þeirra taldi sig hafa þörf fyrir geðlæknismeðferð um það leyti er innlögnin átti sér stað. Innlögn kom sjúklingnum þó oft á óvart og margir voru síðar ósáttir við aðdraganda hennar. Þótt flestir þessara sjúklinga væru þeirrar skoðunar að almennt væri réttlætanlegt að grípa til nauðungarvistunar við vissar aðstæður var aðeins rúmlega helmingur þeirra sáttur við eigin innlögn. Meira en helmingur dvaldi þó á sjúkrahúsinu eftir að nauðungarvistunin var útrunnin. Með nánara sambandi læknis við sjúkling og fjölskyldu hans og auknum undirbúningi fyrir innlögn þegar hún verður nauðsynleg, væri trúlega mögulegt að fá verulegan hluta þessara sjúklinga til að leggjast inn á sjúkrahúsið sjálfviljuga og fækka þannig nauðungarinnlögnum enn frekar en þegar hefur verið gert. Það er einnig umhugsunarvert að um fjórðungur sjúklinganna telur sig ekki hafa verið upplýstan um réttarstöðu sína við innlögnina. Tryggja þarf enn betur en nú er að hver einasti sjúklingur sem vistaður er nauðugur á geðdeild sé vel upplýstur um þann rétt sinn að leita úrlausnar dómstóla um ákvörðun ráðuneytis um vistunina. SUMMARY This is a study of the feelings and attitudes of patients admitted against their will to the Department of Psychiatry of the National University Hospital, Reykjavík, Iceland, towards their involuntary hospital admission. During the study period 4.1% of admissions were involuntary. The majority (75%) of the involuntary patients considered themselves in need of psychiatric care at the time of admission, 45% that hospitalization was necessary and 67% said the admission came as a surprise. Of the patients 33% considered themselves not to have been properly informed of their legal rights at the time of admission. These attitudes changed little during a follow-up period of 4 months. It is concluded that involuntary admissions should be prepared more thoroughly in cooperation with the patient and more emphasis should be placed on giving the patient clear information about his/her legal rights. HEIMILDIR 1. Guðmundsson GB. Lögræðissviptingar og vistun á Kleppsspítala 1977 og 1978. Læknablaðið 1982; 68: 73-8. 2. Regler om tvángsintagning av sjuka och »avvikare«, NM fakta. Nordisk Medicin 1978; 93; 212. Lögræðislög nr. 68 30. maí 1984 gr. 1-10, 12-20, 25, 27. I. kafli. Um lögræðisskilyrði 1. gr. Maður er sjálfráða 16 ára gamall, nema sviptur sé sjálfræði, og fjárráða 18 ára gamall, nema sviptur sé fjárræði. Sá sem er sjálfráða og fjárráða er lögráða. - 2. gr. Nú gengur maður, sem ólögráða er fyrir æsku sakir, í hjónaband, og er hann þá lögráða upp frá því, nema sviptur sé lögræði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.