Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 355 einhverju leyti. Sennilegra er þó, að munurinn tengist mismunandi vinnuaðferðum þessara tveggja hópa heimilislækna. Sérfræðingamir hafa fengið aðra þjálfun og því væri hægt að gera ráð fyrir að þeir hafi meiri þjálfun í geðlækningum og að þeir séu þjálfaðri í að greiða úr ýmsum félagslæknisfræðilegum málum. Þeir geta því frekar beitt öðmm aðferðum en að ávísa róandi lyfjum eða svefnlyfjum við meðferð kvíða, svefnleysis og annarra streitueinkenna. Þetta á sérstaklega við þá lækna sem eru á aldrinum 35-44 ára, en sérfræðingar í heimilislækningum í þessum hópi ávísa að meðaltali helmingi færra fólki geðlyfjum en aðrir heimilislæknar. Hins vegar er ekki marktækur munur á meðalávísanafjölda heimilislækna á aldrinum 45-54 ára. Verið getur og að yngri sérfræðingar í heimilislækningum vísi sjúklingum með geðkvilla frekar til geðlækna eða sálfræðinga en þeir eldri og frekar en heimilislækhar, sem ekki em sérfræðingar. Hvers vegna ávísa eldri læknar oftar geðlyfjum en þeir yngri og hvers vegna fer lyfjamagn hverrar ávísunar vaxandi með hækkandi aldri læknis? Þessum spumingum er ekki unnt að svara nema að litlu leyti með niðurstöðum þessarar rannsóknar. Frekari athugun þarf að gera á fjölda sjúklinga sem leita lækna á mismunandi aldri. Nauðsyn er að kanna nánar, hvort ný kynslóð lækna tileinki sér breytt viðhorf eða hvort viðhorfin breytast með aukinni reynslu og/eða hækkandi aldri. Skoðanir lækna á eðli geðrænna einkenna geta breyst og álit á gagnsemi geðmeðferðar án lyfja eða hæfni til að beita slíkri meðferð getur breyst með hækkandi aldri lækna. Höfundar þessarar greinar þekkja dæmi þess að geðlæknar, og jafnvel sálkönnuðir, hafi breytt vinnuaðferðum sínum er þeir eltust í þá veru að nota frekar lyf, vegna þess að þeir töldu meira af sjúkdómseinkennum eiga sér lífefnafræðilega eða lífeðlisfræðilega skýringu. Loks er nauðsynlegt að taka tillit til breyttra viðhorfa almennings til geðlyfjanotkunar og áhrifa slíkra breytinga á ávísanavenjur lækna (31). Endurteknar lyfseðlakannanir svipaðar þeirri sem hér hefur verið rætt um gætu varpað ljósi á áhrif breyttra viðhorfa. Allir læknar, hvaða sérgrein sem þeir hafa, ávísuðu að jafnaði mánaðarskammti í senn mælt í skilgreindum dagsskömmtum. Geðlæknar ráðlögðu hæstu meðalskammta og dreifing skammta er mest hjá þeim. Þetta getur stafað af því að geðlæknar geri sér betur grein fyrir miklum einstaklingsmun á hve stóra skammta þarf til að ná árangri. Allir aðrir læknar ráðlögðu svipaða og lægri meðalskammta af hverri lyfjategund og dreifingin var með fáeinum undantekningum minni en hjá geðlæknum. Aðeins geðlæknar ráðlögðu að meðaltali einn dagskammt af róandi lyfjum, svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum. Allir aðrir ráðlögðu minni skammta, sem bendir til varkámi þeirra. Varkámi í lyfjaskömmtum er góðra gjalda verð, en getur leitt til þess að meðferð verði ófullnægjandi. Lágir meðalskammtar sefandi lyfja vekja spumingu um hvort verið sé að gefa þau við aðalábendingu um notkun þeirra, sturlunareinkennum, eða hvort sé verið að gefa þau í stað róandi lyfja eða svefnlyfja? Slík notkun sefandi lyfja orkar tvímælis og getur verið varasamari en notkun róandi lyfja. Lítill vafi leikur á því, að lyfseðilsskyldan setur vemlegar hömlur á notkun geðlyfja, því að ýmis konar kvíðaeinkenni og svefntmflanir ásamt sorgum og áhyggjum em mjög algeng og valda oft stundarvanlíðan. Slíka stundarvanlíðan mundi eflaust margur freistast til að lina með lyfjum, ef hann þyrfti ekki að leita læknis til að fá þau. Nærtækur samanburður er hin geysialmenna notkun verkjalyfja, ekki síst ungs fólks (32), sem hægt er að fá án lyfseðils. Sá munur, sem kemur hér fram á ávísanavenjum lækna, bendir á ákveðna leið til að draga úr notkun róandi lyfja. Þó að geðlæknar sjái annars konar sjúklinga en aðrir læknar og noti lyfin þess vegna öðm vísi, er þó aðferð þeirra, að ávísa lyfjunum aðallega beint en ekki í gegnum síma, til eftirbreytni. Ef heimilislæknar hættu að ávísa róandi lyfjum í gegnum síma, mundi það draga vemlega úr notkun þeirra, ekki bara vegna þess að fólk þyrfti að hafa meira fyrir til að ná í þau, heldur miklu frekar af því að læknamir fengju þá betra tækifæri til að ræða við sjúklinga sína og ef til vill ráðleggja aðra meðferð. Þakkir: Ingibjörg Guðjónsdóttir, lyfjatæknir hjá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur, safnaði saman lyfseðlum hjá Sjúkrasamlaginu. Ema Bjömsdóttir, lyfjatæknir, annaðist tölvuinnslátt. Hildigunnur Ólafsdóttir cand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.