Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.11.1989, Blaðsíða 50
370 LÆKNABLAÐIÐ sé meðvitundarlaus og líffæri lítt eða ekki starfhæf. b) ef sjúklingur vill deyja eða ekkert bendir til þess að hann vilji ekki deyja. c) ef sjúklingur deyr af afleiðingum ákvörðunar læknis (eða af völdum sjúkdóms og afleiðingum ákvörðunar). d) ef læknirinn tekur ákvörðun sína af meðaumkun. e) ef læknirinn veit að sjúklingur muni deyja af afleiðingum ákvörðunar (eða sjúkdómi að viðbættum afleiðingum ákvörðunar). f) ef það er ætlun læknis að deyða sjúkling eða hann getur séð fyrir að sjúklingur geti dáið vegna ákvörðunarinnar, þó ekki sé það ætlun hans að slíkt gerist. Akvörðun læknis getur verið að hafast eitthvað tiltekið að eða að láta eitthvað ógert. FLOKKUN LÍKNARDAUÐA I samræmi við ofangreint má skipta líknardauða í fimm mismunandi stig (6): A. Euthanasia ífornum skilningi (ljúfur, hægur dauðdagi), eins og fyrr er lýst. B. Sjúklingur deyr vegna hliðar- eða aukaverkana nauðsynlegrar meðferðar- hægt er að sjá fyrir að slíkt geti gerst, en afleiðing er ekki óhjákvæmileg. Er hér um þau tilvik að ræða, þegar ekki er hægt að komast hjá meðferð, sem er hættuleg og getur leitt til dauða. Sem dæmi má nefna aukaverkanir lyfja, er þau brjóta niður vamir líkamans gegn öðrum sjúkdómum en þeim er beint gegn eða ef gefa þarf svo mikið magn deyfilyfja, að sjúklingur sljóvgist og nærist verr en ella og almenn mótstaða hans minnki og þannig er flýtt fyrir dauða. Svarar þetta til síðari hluta f-liðar í fyrri upptalningu. Ætlun læknisins er ekki að deyða sjúkling, en hann veit að takist illa til, geti meðferð valdið eða orðið samverkandi að dauða. Þetta fyrirbæri er í kaþólskri siðfræði nefnt »double effect«: tvívirkniáhrif. C. Obeint líknardráp (passiveiindirect euthanasia): 1. Meðferð er hætt og sjúklingur deyr af völdum sjúkdómsins. 2. Meðferð er ekki hafin. Það eru óskráðar reglur lækna, að sérhver sjúklingur eigi rétt á þeirri meðferð, sem ástand hans krefst og er í samræmi við læknavísindi og fengna reynslu. Cl. Sé byrjað á meðferð, sem er í samræmi við þessa staðhæfingu og síðan hætt við hana, byggist sú ákvörðun á því, að þrátt fyrir meðferðina eigi sjúklingur ekki afturkvæmt til lífs. C2. Sé látið hjá líða að hefja meðferð, er ástand sjúklings þannig, að augljóst er, að hvers konar aðgerðir (þar með taldar lífgunartilraunir), eru vonlausar, sjúklingur er svo langt leiddur eða skaddaður, að hann er í rauninni látinn, þó hann hafi sum ytri einkenni lífs. D. Flýtt fyrir dauða: Gefnir eru endurteknir lyfjaskammtar, sem hver um sig leiðir ekki til dauða, en þó þannig að efnið safnast fyrir í líkamanum og leiðir til meðvitundarleysis og síðan dauða fyrr en ella hefði orðið. E. Líknardráp af yfirlögðu ráði: Virkt líknardráp (active/direct euthanasia): Læknirinn tekur þá ákvörðun að deyða sjúkling og gerir það t.d. með því að gefa sjálfur eða gefa fyrirmæli um að gefa inndælingu, sem óhjákvæmilega leiðir til dauða. FORDÆMING Á VIRKU LÍKNARDRÁPI í hugleiðingu um líknardauða segir Snorri Páll Snorrason um rökin gegn virku líknardrápi, að það að beita virkum aðgerðum til að stytta líf sjúklinga stríði gegn grundvallarákvæði siðareglna lækna að varðveita mannslíf. Það stríði einnig gegn almennum siðgæðissjónarmiðum. Það myndi fljótt leiða viðkomandi aðila í ógöngur ef sett yrðu lög eða reglur um virkt lrknardráp. Snorri Páll lýkur hugleiðingunni á þessum orðum: »Traust sjúklings á lækninum myndi veikjast, siðgæði lækna myndi hraka. Almennri mannúð í þjóðfélaginu yrði hætta búin vegna hugsanlegs misferlis og misnotkunar læknisaðgerða undir yfirskini líknardauða« (7). Augljóst er, að líknardráp af yfirlögðu ráði og það að flýta fyrir dauða, eins og að framan er lýst, stríðir gegn þeirri hugsjón að virða mannhelgi og er því ósamrýmanlegt hegðun læknis. Slíkt athæfi er ólöglegt og á að vera það og jafnvel þó að leyft yrði, myndi það í engu breyta afstöðu lækna til þessa máls: Fordæmingu á slíkum verknaði (7). í nýlegum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.