Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 29

Læknablaðið - 15.11.1989, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 353 Table VIII. Number of doctors, median number of prescip prescriptions per doctor, mean number of Defined Daily Doses (DDD) per prescription and mean Prescribed Daily Doses (PDD) as proportion of Defined Daily Doses according to age of doctor. Age of Number of Median number Mean number of DDD Mean doctors doctors of prescriptions per prescription *) PDD/DDD **) 25-34 ....................................... 67 2 29.2 0.78 35-44 ....................................... 98 3 27.5 0.68 45-54 ....................................... 87 4 32.3 0.76 55-64 ....................................... 69 3 32.0 0.76 65-74 ....................................... 25 16 32.7 0.71 75+.......................................... 21 6 35.0 0.68 Total 367 3 30.6 0.74 •) F=2,945 df=5 p<0.013 ••) F=1,702 df=5 p<0.133. þeirra og sérgrein lækna sýnir, að sjúklingar geðlækna voru greinilega yngstir og að kvensjúklingar annarra lækna voru eldri en karlamir. Lyfjaskammtamir, sem læknar ráðlögðu fólki að taka, vom að meðaltali ekki nema 0,8 skilgreindir dagsskammtar (18), 0,4 af sefandi lyfjum og 0,9 af svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum, en dreifingin á skammtastærðinni var mikil, eins og sést á staðalfrávikinu (tafla VII). Geðlæknar gáfu að meðaltali stærstu skammtana af öllum lyfjategundum. Þeir ráðlögðu rúmlega einn SDS að meðaltali af róandi lyfjum, svefnlyfjum og geðdeyfðarlyfjum, en ekki nema hálfan SDS af sefandi lyfjum. Aðrir læknar ráðlögðu að jafnaði mun minni skammta, sérstaklega af sefandi lyfjum og geðdeyfðarlyfjum. Sérfræðingar í heimilislækningum ráðlögðu heldur stærri skammta af geðdeyfðarlyfjum en aðrir læknar sem ekki eru geðlæknar. Að öðru leyti voru meðalskammtar, sem þeir ráðlögðu, svipaðir þeim sem aðrir heimilislæknar ráðlögðu. Dreifigreining sýnir marktæka víxlverkun á milli sérgreina og tegunda lyfja og að hvort tveggja hefur áhrif á meðalskammtinn sem er ávísað. Fjöldi lyfjaávísana sem hver læknir gaf út að meðaltali og heildarmagn lyfja í skilgreindum dagskömmtum jókst verulega með hækkandi aldri lækna, hvaða sérgrein sem þeir stunda. Þó voru minniháttar frávik, sem væntanlega eru af tilviljun vegna þess hversu fáir læknar voru í hverjum aldurshópi í einstökum sérgreinum, sérstaklega í yngstu og elstu aldurshópunum, og vegna eðlis starfa þeirra sem eru í yngsta aldurhópnum »aðrir læknar«, en flestir þeirra eru aðstoðarlæknar á sjúkrahúsum og starfa ekki á eigin lækningastofum. Heildarmagn hverrar ávísunar fór vaxandi með hækkandi aldri lækna, úr 28 SDS hjá læknum undir 45 ára aldri í 35 SDS hjá elstu læknum. Aldur læknanna virtist ekki hafa ákveðin áhrif á hvað þeir ráðlögðu sjúklingunum að taka mikið af lyfjunum. Þó var tilhneiging í þá veru að elstu og yngstu læknamir ráðlögðu stærstu skammtana (tafla VIII). Eins og sést af miðgildinu gaf helmingur lækna út þrjár eða færri ávísanir. Hins vegar var hlutur elstu læknanna greinilega mun meiri. Ekki verður ráðið af meðalaldri lækna í hverri grein og meðalaldri þeirra sjúklinga, sem fengið hafa lyfjaávísanir hjá þeim, að ákveðin tengsl séu á milli aldurs læknis og aldurs sjúklinga sem hann ávísar geðlyfjum. Þetta var því athugað sérstaklega, til þess að vita hvort að einhverju leyti mætti skýra meiri lyfjaávísanir eldri lækna með því að þeir ávísuðu hlutfallslega fleira eldra fólki geðlyfjum. Lítils háttar tengsl vom á milli aldurs lækna og sjúklinga (r=O,025; p=0,056). Aldur sjúklinganna hækkaði mjög óvemlega með hækkandi aldri lækna (aðfallsstuðull (regression coefficient) = 0,032). UMRÆÐA Þessi rannsókn veitir upplýsingar um hvemig geðlyfjaávísanir skiptast á milli tiltekinna hópa lækna, hverjir ávísuðu lyfjum, hvaða lyfjum, hvemig, handa hvaða aldurshópum og í hvaða skömmtum. Hins vegar vantar upplýsingar um hvers vegna lyfjunum var ávísað, hve stór hluti allra sjúklinga, sem til læknanna leituðu,

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.