Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 211-6. 211 Gunnlaugur Pétur Nielsen ‘■3), Ásgeir Theodórs1,2', Hrafn Tulinius41, Helgi Sigvaldason4' GALLBLÖÐRUTAKA OG KRABBAMEIN í RISTLI OG ENDAÞARMI Á ÍSLANDI ÚTDRÁTTUR Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá Islendingum. Upplýsinga var aflað um sjúklinga sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku á flestum sjúkrahúsum landsins á árunurn 1955-1980 (26 ár). Samtals 3425 einstaklingum (857 körlum og 2568 konum) var fylgt eftir í 8-33 ár og fjöldi krabbameina í ristli og endaþarmi fundinn. Ekki fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli og endaþarmi hjá konum og körlum samanlagt. Fjöldi krabbameina í endaþarmi hjá körlum og ristli og endaþarmi hjá konum var ekki marktækt aukinn. Hjá körlum fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli eftir gallblöðrutöku (SIR 2.73; 95% vikmörk 1.25-5.19). Aukningin kom þó ekki fram fyrr en 11 árum eftir aðgerð. Þrátt fyrir þessa marktæku aukningu er reglubundið eftirlit ekki ráðlagt þar sem flestir karlmannanna voru 70 ára og eldri við greiningu ristilkrabbameinsins. INNGANGUR Lítið er vitað um orsakir krabbameina í ristli og endaþarmi. Athyglin hefur aðallega beinst að fæðuþáttum og þá einkum mikilli fituneyslu, auk þess sem ýmsar forstigsbreytingar eru þekktar og má í því sambandi nefna kirtiltotuæxli (adenomatous polyp) og bólgusjúkdóma í ristli. Á undanfömum ámm hefur áhugi verið vaxandi á hugsanlegu sambandi gallblöðrutöku Frá 'lyflækningadeild St. Jósefsspítala, Hafnarfirði, 2lyflækningadeild Borgarspitalans, 3rannsóknastofa Háskólans i meinafræöi, 4Krabbameinsfélag íslands. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ásgeir Theodórs. Útdrættir hafa veriö fluttir á skurölæknaþingi íslands í apríl 1989, haustnámskeiði læknafélaganna í september 198'9, þingi Félags íslenskra lyflækna í júni 1990, XXIII Nordic Congress of Gastroenterology and XIV Nordic Endoscopy Meeting í júní 1990. Table 1. Participating hospitals. Landspítalinn Borgarspítalinn Landakotsspítali Hvítabandið Sjúkrahús Akraness Fjórðungssjúkrahúsiö á Akureyri Fjóröungssjúkrahúsiö á ísafiröi Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs St. Fransiskusspítalinn Stykkishólmi Sjúkrahús Vestmannaeyja Sjúkrahús Suöurlands Fjóröungssjúkrahúsiö á Neskaupstað og krabbameina í ristli og endaþarmi og hafa fjölmargar rannsóknir verið gerðar í þessu sambandi (1). Eftir gallblöðrutöku verða ákveðnar breytingar á efnasamsetningu gallsins þannig að hlutfallsleg aukning verður á annars stigs gallsýrum en þær virðast auka næmi ristilslímhúðar gagnvart krabbameinsvaldandi efnasamböndum (2- 4). Þá hafa faraldsfræðilegar rannsóknir sýnt fram á aukinn útskilnað á gallsýrum í hægðum einstaklinga með ristilkrabbamein og kirtiltotuæxli (5,6). Mikilvægt er að kanna hugsanleg áhrif aðgerðarinnar á myndun krabbameina í ristli og endaþarmi með tilliti til þess að finna ákveðinn áhættuhóp sem þyrfti reglulegt eftirlit. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá íslendingum. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Upplýsinga var aflað um nær alla þá einstaklinga sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku hér á landi á 26 ára tímabili (1955-1980) án tillits til þess hver ástæða aðgerðarinnar var. Miðað var við árið 1955 því tölur um tíðni krabbameina á Islandi liggja fyrir frá því ári (7). Fyrsti einstaklingurinn var skráður í rannsóknina 1. janúar 1955. Farið var yfir aðgerðaskrár Borgarspítalans, Landspítalans og Landakotsspítala. Einnig var aflað upplýsinga frá helstu sjúkrahúsum landsins (tafla 1). Fæðingamúmers og/eða dánardags sjúklinganna var aflað úr

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.