Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 8
214 LÆKNABLAÐIÐ konum. Weiss og samstarfsmenn (15) fundu ekki marktækt aukna tíðni krabbameina, né heldur Friedman og samstarfsmenn (21) sem báru saman 5898 sjúklinga með krabbamein í ristli eða endaþarmi við samanburðarhóp með 27687 einstaklingum. I þriðja lagi hafa verið gerðar krufningarrannsóknir (23-25). Turunen og samstarfsmenn (23) fundu marktæka aukningu á krabbameinum í ristli hjá þeim sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku sem var mest áberandi í hægri hluta ristils. Krufningarrannsóknir verður þó alltaf að taka með varúð (26). Niðurstöður ofangreindra rannsókna eru því breytilegar og stangast á. Sameiginlegt með öllum þessum rannsóknum er að þær ná aðeins til lítils hluta þeirra einstaklinga sem gengist hafa undir gallblöðrutöku eða greinst hafa með krabbamein í ristli eða endaþarmi á því tímabili sem þær ná yfir. Nokkrar þeirra rannsaka ekki sérstaklega tímann sem líður frá gallblöðrutöku að myndun krabbameina í ristli og endaþarmi sem er nauðsynlegt ef athuga á tengsl þessara þátta. í þessari rannsókn voru athugaðar langflestar (>95%) gallblöðrutökur sem framkvæmdar voru á Islandi á árunum 1955-1980 og einstaklingunum fylgt eftir í 8- 33 ár. Ekki er vitað til þess að einstaklingum sem gengist hafa undir gallblöðrutöku hafi verið fylgt eftir svona lengi. Nálega 38% einstaklinganna í þessari rannsókn hefur verið fylgt eftir í minna en 11 ár. I engri ofangreindri rannsókn kemur fram marktæk aukning í karlmönnum eingöngu eins og í þessari. Einnig er það eftirtektarvert hvemig nýgengi krabbameina hjá körlum fer ekki vaxandi umfram væntigildi fyrr en 11 árum eftir aðgerð sem útilokar að öðrum einkennum, t.d. frá gallsteinum, hafi verið ruglað saman við krabbamein í ristli. í öðrum rannsóknum þar sem fundist hefur marktæk aukning krabbameina í ristli eftir gallblöðrutöku hefur fyrst og fremst verið um að ræða aukningu hjá konum og þá sérstaklega í hægri hluta ristils. I þessari rannsókn fannst ekki marktæk aukning á heildarfjölda krabbameina í ristli hjá konum. Þær rannsóknir sem eru sambærilegar við þessa rannsókn eru rannsóknir Linos og samstarfsmanna og Adami og samstarfsmanna en í báðum þessum rannsóknum voru niðurstöðumar aðrar en í þessari. í þessum rannsóknum var miðfylgitími 13 ár eða svipað og í okkar rannsókn. Linos og samstarfsmenn geta hins vegar ekkert um meðalaldur eða aldursdreifingu einstaklinga við gallblöðrutöku, en það gerir allan samanburð erfiðan. Þannig væri hugsanlegt að konumar í hans hópi væru eldri en í okkar og karlamir yngri og gæti það skýrt mismunandi niðurstöður. I rannsókn Adami og samstarfsmanna er meðalaldur karla 51.5 ár og kvenna 45.6 ár eða átta árum lægri en í okkar rannsókn. I Svíþjóð eru sjúklingamir yngri en á Islandi þegar þeir gangast undir gallblöðrutöku en 25% einstaklinga í rannsókn Adami og samstarfsmanna vom yngri en 35 ára en 13.1% einstaklinga í þessari rannsókn voru yngri en 35 ára við gallblöðrutöku. Þá voru karlmennimir í okkar rannsókn tæplega sex árum eldri en konumar þegar þeir gengust undir gallblöðruaðgerð og þannig hugsanlegt að þeir hafi verið komnir með forstigsbreytingar í ristilinn, t.d. kirtiltotuæxli, sem gallblöðmtakan hafi síðan haft æxlishvetjandi (promoterandi) áhrif á. Ef þessar vangaveltur eiga við rök að styðjast mætti búast við því að líkumar á krabbameini í ristli eftir gallblöðrutöku ætti eftir að aukast í konum samfara lengri fylgitíma. Þá er hugsanlegt að 17 ára fylgitími Adami og félaga á töluvert yngri einstaklingum en í okkar rannsókn sé ekki nægjanlegur og hann þurfi að vera töluvert lengri til að sýna fram á hugsanlega aukningu á ristilkrabbameini. Hjá konum var tíðni krabbameina hærri í vinstri hluta ristils (40.7% í hægri hluta, 48.2% í vinstri hluta) og í karlmönnum voru flest æxlin eða 62.5% í vinstri hluta ristils. Erfitt var að meta áhættuna með tilliti til staðsetningar þar sem lítið er vitað um dreifingu æxla í ristli í Islendingum en niðurstöður úr nýlegri rannsókn á ristilkrabbameinum á Borgarspítalanum (27) benda þó til þess að dreifing æxlanna sé svipuð þar og í þessari rannsókn. Moorehead og samstarfsmenn (1) ályktuðu í yfirlitsgrein sinni að staðlað nýgengishlutfall á bilinu 1.59-2.27 réttlætti ekki reglubundið eftirlit. í þessari rannsókn var staðlað nýgengishlutfall hjá karlmönnum 11 árum eftir aðgerð 2.73 sem vekur upp þá spumingu hvort fylgjast ætti nánar með þessum einstaklingum með tilliti til krabbameina í ristli. Hinsvegar voru

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.