Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 37

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 37
LÆKNABLAÐIÐ 243 DVERGVEIRUSÝKING Á MEÐGÖNGU Fyrst var greint frá fósturdauða af völdum dvergveirusýkingar árið 1984 (30). Nú eru nokkrir tugir tilfella þekkt (31). Komist veiran yfir fylgju og sýki fóstur fjölgar hún sér í rauðum blóðkomum fóstursins og drepur þau og fóstrið deyr úr blóðleysi á svipaðan hátt og fóstur deyja af völdum rhesusflokkamisræmis, þótt orsök blóðleysisins sé önnur. Veiruna eða veiruhluta má finna í ýmsum líffærum, en yfirleitt er um rauð blóðkom eða forstig þeirra að ræða (32). Svo virðist sem mjög mikil hætta sé á fósturdauða komist veiran yfir fylgju og sýki fóstrið. Hins vegar kemst veiran ekki næstum alltaf yfir fylgju, líklega aðeins í 10-30% tilfella. Ekki er vitað af hverju veiran kemst yfir fylgju í sumum tilfellum en öðrum ekki. Fósturdauði vegna B19 dvergveirusýkingar getur orðið hvenær sem er á meðgöngu, en flest tilfelli em þekkt á miðþriðjungi (31). Áhætta á fósturdauða hjá bamshafandi konum vegna umgengni við smitandi sjúkling hefur verið áætluð minni en 2.5% (33). Er þá reiknað með, að um helmingur fólks hafi mótefni gegn veirunni (34), um 50% líkur séu á sýkingu við umgengni við sjúkling (15,35,36) og að í 10% tilfella fari veiran yfir fylgju og valdi fósturdauða (0.5x0.5x0.1x100=2.5%) (33). Engin merki um fósturskemmdir (teratogenesis) hafa greinst eftir parvoveimsýkingu á meðgöngu. Bamshafandi konum, sem sýkst hafa af B19 dvergveiru, hefur verið fylgt eftir og böm þeirra athuguð, en ekki hafa fundist merki fósturskemmda (37,38). Einnig hafa böm með ýmsar vanskapanir af óþekktum orsökum verið rannsökuð með tilliti til B19 dvergveimsýkinga, en engin ummerki fundist (39). FARALDSFRÆÐI OG VARNIR B19 dvergveimsýkingar má greina allan ársins hring, en eru þó algengastar síðla vetrar, á vorin og snemma sumars. Á fjögurra til fimm ára fresti eru oft stærri faraldrar en venjulega. Oft ganga faraldrar í grunnskólum og er það í samræmi við það, að flestir virðast sýkjast á aldrinum fjögurra til tíu ára (40). Fjörutíu til 60% kvenna á bameignaraldri og allt að 80% gamals fólks bera merki B19 dvergveirusýkingar samkvæmt mótefnamælingum. Bóluefni gegn B19 dvergveirusýkingu er enn ekki til. Hamlar nokkuð bóluefnisframleiðslu, að ekki er hægt að rækta veiruna í venjulegri frumurækt. Sennilega verður vandinn leystur á næstu árum með erfðatækni og þau eggjahvítusambönd, sem mikilvæg eru til að örva ónæmiskerfi líkamans gegn veirunni framleidd með þeim aðferðum. Eins og fyrr segir eru sjúklingar með faraldsroða ekki lengur smitandi, þegar útbrotin birtast og hefur því einangrun þeirra enga þýðingu til að koma í veg fyrir útbreiðslu. Öðru máli gegnir um sjúklinga, sem leggjast á sjúkrahús með blóðfrumukreppu (41). Þeir geta verið smitandi og því rétt að viðhafa vamir gegn öndunarsmiti hjá barnshafandi konum, meðal starfsfólks og viðkvæmra sjúklinga, sem ekki eru þegar ónæmir fyrir B19 dvergveiru. Hægt er að meðhöndla langvinnar B19 dvergveirusýkingar með gammaglóbúlíni og útrýma veirunni (sjá næsta kafla). Því er sennilegt, að hægt sé að minnka líkur á sýkingu og þar með fósturdauða með notkun gammaglóbúlíns (42). LANGVINNAR SÝKINGAR AF VÖLDUM B19 DVERGVEIRU Að jafnaði gengur sýking af völdum B19 dvergveiru yfir á stuttum tíma, eins og fyrr er lýst. Einnig eru dæmi þess, að sýkingar hafi orðið langvinnar, jafnvel staðið í mörg ár. Flestir sjúklingar, sem þannig er ástatt um hafa arfgenga (43,44) eða áunna ónæmisbilun, annaðhvort eyðni (45) eða illkynja sjúkdóma, einkum hvítblæði (46), en einnig hefur verið greint frá ungbami með langvinna B19 dvergveirusýkingu, þar sem ónæmispróf virtust eðlileg (47). Þessum sjúklingum tókst ekki að útrýma veirunni úr líkamanum og olli sýkingin langvinnu blóðleysi. Hægt var að vinna bug á sýkingunum með gammaglóbúlíngjöf (44- 47) og því sýnt að blóðleysi vegna langvinnrar dvergveirusýkingar er læknanlegur sjúkdómur og þess vegna mikilvægt að greina sem fyrst. Ekki er ólíklegt, að mörg dæmi verði um langvinnar B19 dvergveirusýkingar nú á tímum eyðni og ónæmisbælandi lyfja.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.