Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 227-33. 227 Sigurður Björnsson, Leifur Franzson, Gunnar Sigurösson SKIMPRÓF Á ÆTTINGJUM SJÚKLINGS MEÐ HEILKENNI ZOLLINGER-ELLISON (ZES) OG ÆTTGENGA ÆXLAMERGÐ VAKAKIRTLA (FMEN I) ÚTDRÁTTUR Hér er greint frá niðurstöðum af skimun á ætt sjúklings með heilkenni Zollinger- Ellison (ZES) og ættgenga æxlamergð vakakirtla (MEN-I), sem erfist ókynbundið ríkjandi. Sjúkraskrár, dánarvottorð og krufningarskýrslur voru rækilega kannaðar hjá dánum, en hjá lifandi var framkvæmd klínísk skoðun og blóðrannsóknir, einkum ýmsar vakamælingar, eftir tólf stunda föstu. Þrír ættliðir voru kannaðir. í fyrsta ættlið höfðu þrír af átta sjúkdóminn. í öðrum ættlið höfðu tveir af 20 staðfestan sjúkdóm, en hjá tveimur til viðbótar voru grunsemdir um hann. I þriðja ættlið voru þrír af 36 grunsamlegir og fimm til viðbótar hafa vakabrenglun, sem ekki er enn fullnægjandi skýring á. Þótt hér sé um áfangakönnun að ræða bendir niðurstaða þessarar rannsóknar til þess, að varðandi þetta heilkenni kunni gastrín í sermi að vera jafnnæmt skimpróf og kalsíum. Lengra eftirlit er þó nauðsynlegt til að fullyrða um mikilvægi þessarar gastrínhækkunar. INNGANGUR Arið 1982 greindist á Borgarspítalanum sjúklingur með heilkenni Zollinger-Ellison (ZES) og ættgenga æxlamergð vakakirtla (MEN I). Við nánari athugun kom í ljós, að faðir sjúklings og tveir föðurbræður höfðu einnig haft sama sjúkdóm. Frá þessu hefur verið greint í Læknablaðinu (1). Þar var þess getið, að ráðlegt væri að gera frekari leit að sjúkdómnum í nánum ættingjum sjúklings (1). Æxlamergð vakakirtla (MEN I) var fyrst lýst 1954 af Wemer og þá talið mjög sjaldgæft (2). Síðari rannsóknir á þessu heilkenni hafa hins vegar leitt í ljós, að það er algengara en áður var talið og skýrir allt Frá lyflækninga- og rannsóknadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Siguröur Björnsson. frá 1-18% allra tilfella af kalkvakaóhófi (primary hyperparathyroidismus), einnig að kalkvakaóhóf sé algengasta klíníska birtingarmynd MEN I gensins (3). í þessu heilkenni eru einn eða fleiri vakakirtlar með frumuofvexti eða æxlum. Algengastur er kalkkirtilofvöxtur eða æxli með auknum kalkkirtlavaka (paraþhormón) (88%), næstalgengastur er eyjafrumuofvöxtur eða æxli í brisi með aukinni framleiðslu á gastríni, insúlíni eða æðavirku gamafjölpeptíði (vasoactive intestinal polypeptide - VIP) (81%), þar næst heiladingulsæxli með ACTH, prólaktíni eða vaxtarvakaofframleiðslu (65%) og loks eru silfurfrumuæxli í lungum og gömum vel þekkt (4). Heilkennið erfist ókynbundið (autosomal) ríkjandi með hárri sýnd (penetrance) (2). Hins vegar em birtingarformin mjög breytileg frá einni ætt til annarrar hvað snertir sjúka vakakirtla og vakaframleiðslu annars vegar og hins vegar í hvaða tímaröð vakakirtlamir valda einkennum (3). Skýringar á þessu heilkenni eru fleiri en ein. Sú kenning, sem nýtur mests stuðnings er apudæxlis-kenningin (apudoma) (APUD stendur fyrir aminprecursor uptake and decarboxylation) (4). Hún byggir á því að APUD-frumur eigi sér sameiginlegan uppmna í frumfrumu (progenitor) hnoðakambs (crista neuralis) í fósturlífi, sem sé þá óeðlileg í þessu heilkenni. Þannig hafa rannsóknir sýnt fram á svipaða lífefnafræðilega og raflífeðlisfræðilega eiginleika fmmna heiladinguls, krómsækinna frumna, hjáhnoðafmmna (paraganglioncells), hjáeggbúsfrumna (parafollicularcells) skjaldkirtils og eyjafrumnabriss (4). Aðrir hafa gengið enn lengra og skipt APUD-frumum í tvo arma, annars vegar innlagsfrumuarm (entodermal-) sem myndar silfurfmmu-, heiladinguls-, kalkkirtils- og briseyjafrumuæxli og taugaútlagsarm (neuroectodermal-), sem myndar taugaæxli (neuroma), taugatrefjaæxli (neurofibroma), mergæxli í skjaldkirtli og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.