Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 31
LÆKNABLAÐIÐ 237 Tafia VI. Orsakafrœðilegir þœtlir. Getnaðavarnalyf (GVL) GVL ± hormónalyf Mjólkurhormófrumuæxli TSH-ofgnótt Bastæxlisaðgerð + dingulæxli .... (10)* 4 .... (5)* 4 10 1 1 *Tala í sviga: Fyrri neysla án tímalegs samhengis. Tafla VII. Niðursröður TS-skoðana. Flokkur 0 Flokkur 1,1 Flokkur l,2 Flokkur II,A Flokkur III,2 .6 sjúklingar .4 sjúklingar .3 sjúklingar .2 sjúklingar .2 sjúklingar Tafla VIII. Stig ofgnóttar eftir orsök. GVL GVL ± hormónalyf Æxli TSH-ofgnótt Bastæxlisaögerð 79 mcg/L 72 mcg/L 144 mcg/L 57 mcg/L 193 mcg/L (44-119) (53-106) (46-580) Tafla IX. Farnaður af meðferð. Frjósemistruflanir: Þunganir ...25 Lifandi börn .. 19 Utanlegsþykkt ... 1 Fósturlát* ... 5 Tíðatruflanir: Óreglulegar tíðir löguðust ,.. í 6 af 6 tilvikum Tíðaleysi og -tap hurfu ... í 12 af 12 tilvikum Mjólkurýringur: Hvarf/minnkaði *Þar af tvö framkölluö. Tafla X. Vanhrif af brómergókriplín-meðferð. Velgja/ ógleði í 10 tilvikum Uppköst í 2 tilvikum Lystarleysi í 1 tilviki Uppþemba í 1 tilviki Svimi ± ortostatismi í 9 tilvikum Yfirliö í 3 tilvikum Depurö í 3 tilvikum Dugleysi í 2 tilvikum Þreyta í 1 tilviki Spenna í 1 tilviki Höfuðverkur í 3 tilvikum Sjóntruflanir í 2 tilvikum Endurmat TS-skoðana var framkvæmt 1989 (af ÓK), en 17 sjúklingar höfðu verið rannsakaðir á þann hátt, alls 42 skoðanir (tafla VII). Tólf sjúklingar voru rannsakaðir tvisvar eða oftar. Alls fundust 11 æxli með útliti samrýmanlegu mjólkurhormónæxli. Fjögur féllu í »stór-æxlis«-flokk og sköguðu tvö þessara upp úr söðli, en hin tvö uxu um botn söðuls niður í fleygbeinsskúta (sinus sphenoidalis). Sjö æxlanna voru »smá- æxli«. Aðeins eitt æxli reyndist minna við endurrannsókn (II A í 13), staðfest eftir átta vikna brómergókriptínmeðferð. Ekkert æxli stækkaði samkvæmt endurteknum TS- skoðunum. Athugun á því, hvort munur væri á stigi mjólkurhormónofgnóttarinnar, eftir því hver orsök hennar væri talin, leiddi til niðurstaðna sem sjást í töflu VIII. Áhrif mjólkurhormónlækkandi lyfja, þ.e. dópamínvirkra og thýroxíns í einu tilviki, getur að líta í töflu IX. Vanhrif alls konar eru tíð, þegar dópamínvirkum lyfjum er beitt (sjá töflu X). UMRÆÐA Meirihluti efniviðarins, sem hér er kynntur, voru 16 konur með frjósemisvandamál sem vísað var til innkirtlafræðilegrar athugunar hjá öðrum höfunda. Ein kona var send af heilsugæslulækni sínum og þrjár greindust á lyflækningadeild Landspítala, þar af tvær eftir bráðar innlagnir vegna gruns um heilaæxli. Eins og fram kom (tafla IV) var frumeinkenni skilgreint sem það einkenni er réði fyrstu ferð á læknisfund og leiddi til greiningar á ofþéttni mjólkurhormóns sem orsök ástandsins. Bæling á starfsemi eggjastokka með tíðatruflunum, tíðaleysi, tíðatapi og truflun frjósemi var mest áberandi, eða í 80% tilvika. Samfara frumeinkennum voru fleiri eða færri dæmigerðra einkenna um ofgnótt mjólkurhormóns, þar sem hæst bar mjólkurýring úr brjóstum (í 70% tilvika), stundum allt að sjálfrennandi yfir í að þurfa meiri eða minni hreytingu til að sýna fram á fyrirbærið. Tíðni mjólkurýrings er sögð mismikil í heimildum, eða frá 30-80% (15, 16). Tíðatruflanir koma fyrir hjá öllum konunum og er það í samræmi við niðurstöður annarra (1, 4, 6, 12, 15, 16).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.