Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 6
212 LÆKNABLAÐIÐ þjóðskrá, dánarmeinaskrá og sjúkraskrám. Þessar upplýsingar voru bomar saman við Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags Islands og kannað hverjir sjúklinganna höfðu síðar fengið krabbamein í ristil eða endaþarm. Gallblöðrutökur voru samtals 3607. Ekki tókst að afla fullnægjandi upplýsinga um 182 einstaklinga. Af þeim voru 20 útlendingar, 30 íslendingar án fæðingamúmers og 132 einstaklingar sem dóu á aðgerðarári eða greindust með krabbamein í ristli eða endaþarmi á undan eða á sama almanaksári og gallblöðrutakan fór fram. Alls voru 3425 einstaklingum (857 körlum og 2568 konuin) fylgt eftir í 8-33 ár. Áhættutímabil hvers einstaklings í útreikningum hófst um næstu áramót eftir gallblöðrutöku og endaði við greiningu viðkomandi krabbameins, dauða eða lok athugunar (árslok 1988) eftir því hvert af þessu þrennu gerðist fyrst. Áhættuár voru lagskipt eftir kyni, fimm ára aldursflokki, fimm ára almanaksáratímabili og árafjölda frá aðgerð. Aldurs- og kynbundið nýgengi hvers krabbameins eftir tímabilum var fengið frá Krabbameinsskrá. Væntigildi fjölda krabbameinstilfella (E) var reiknað fyrir hvert lag af flokkunarbreytum með því að margfalda saman fjölda áhættuára og viðkomandi nýgengi. Fjöldi greindra krabbameinstilfella (O) var síðan borinn saman við væntigildi og gert ráð fyrir Poisson dreifingu á O með væntigildi E. Staðlað nýgengishlutfall (standardized incidence ratio, SIR) var fundið og marktekt mismunar prófað með lýsitölunni (0-E)2/E sem var talin hafa kí- kvaðrat dreifingu. Vikmörk (confidence limits) voru reiknuð samkvæmt Haenszel et al (8). Þá var kannað hvar æxlin voru staðsett í ristlinum og reynt að meta áhættuna með tilliti til staðsetningar. NIÐURSTÖÐUR Meðalaldur karla við aðgerð var 59.5 ár og kvenna 53.7 ár. Krabbamein í ristli og Table 2. Relative rísk of combined cancer of colon and rectum among 3425 post-cholecystectomy patients (risk yearsfor males 10.400, for females 38.500). No. No. Standardized 95% confidence observed expected incidence ratio interval Males . 19 13.8 1.38 0.83-2.15 Females... . 38 39.4 0.96 0.69-1.31 endaþarmi greindust hjá 57 sjúklingum (19 körlum og 38 konum). Meðal karla greindist sá fyrsti með krabbamein í ristli eða endaþarmi tveimur árum eftir aðgerð, en sá síðasti 22 árum eftir aðgerð. Meðal kvenna greindist sú fyrsta með krabbamein einu ári eftir aðgerð en sú síðasta 32 árum eftir aðgerð. Meðaltími frá aðgerð að greiningu krabbameina í körlum var 11.3 ár fyrir ristil og 9.8 ár fyrir endaþarm. Hjá konum var meðaltími að greiningu 12.7 ár fyrir ristil en 8.8 ár fyrir endaþarm. Miðfylgitími (median follow-up) var 12.2 ár (10.4 ár hjá körlum og 12.9 ár hjá konum). Heildarfjöldi mannára var 48.900 (10.400 fyrir karla og 38.500 fyrir konur). Öll æxli í körlum voru staðfest með vefjagreiningu. Hjá konum voru þrjú krabbamein í ristli og eitt í endaþarmi greind klínískt. Um marktæka aukningu var ekki að ræða hjá körlum og konum þegar á heildina var litið (tafla 2). Sömu sögu er að segja ef athuguð voru sérstaklega krabbamein í ristli eða endaþarmi (tafla 3). Marktæk aukning kom hinsvegar fram í ristilkrabbameini hjá körlum sem greindust 11 árum eða síðar eftir aðgerð (tafla 4). Hjá konum (mynd 1) fylgdust fundið nýgengi og væntigildi að þannig að munur var ekki marktækur. Hjá körlum (mynd 2) var engan mun að sjá fyrr en 11 árum eftir gallblöðrutöku en þá fór fundið nýgengi vaxandi og varð fljótt marktækt hærra en væntigildi (fundið 9, væntigildi 3.3). Tafla 5 sýnir kyn og aldursdreifingu þeirra sem greindust með krabbamein í ristli. Hjá 29 konum fundust 31 æxli í ristli þar sem tvær greindust með tvö æxli á sama tfma. Var önnur með æxli í bugaristli (colon sigmoideum) og ristilbotni (caecum) og hin með æxli í ristilbotni og risristli (colon ascendens). Staðsetning æxlanna var þekkt í öllum tilfellum nema hjá fjórum konum (mynd. 3). UMRÆÐA Fjölmargar rannsóknir hafa verið gerðar til að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi (9-25). í fyrsta lagi hefur verið könnuð tíðni krabbameina í ristli og endaþarmi hjá einstaklingum sem gengist hafa undir gallblöðrutöku (historical prospective studies). Linos og samstarfsmenn (9) fylgdu eftir 1681 sjúklingi, sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku, í 1-29 ár og fundu marktæka

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.