Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 223 galltengdri en áfengistengdri bólgu. Hjá 114 sjúklingum (60%) varð amýlasi eðlilegur innan viku frá komu og hjá 85% varð amýlasi eðlilegur innan þriggja vikna. Þeir sem höfðu háa amýlasa við komu höfðu tilhneigingu til að liggja lengur þó ekki væri unnt að sýna fram á það tölfræðilega. Kannað var gildi ýmissa blóðrannsókna, sem aðgengilegar voru í sjúkraskránum og sett upp kerfi sjö forspárþátta, sem flokkaði Table I. Otlier etiological factors. Mumps...................................... 6 ERCP....................................... 2 Postoperative ............................. 2 Pregnancy.................................. 2 Hypercalcemia.............................. 1 Table II. Prognostic factors. 1 ................... Age > 55 years 2 ................... Creatinine > 150 wmol/l 3 ................... Blood glucose >10 mmol/l 4 ................... Se-Calsium < 2 mmol/l 5 ................... AST >100 IU/I 6 ................... LDH > 450 IU/I 7 ................... WBS's > 12000/mm3 Table III. Prognostic factors related to mortality and complications. Number of Number of Local System factors patients complicat. complicat. Mortality present (%) (%) (%) (%) 0-2....... 162 (85.7) 19 (11.7) 27 (16.6) 3 (1.9) 3 ..... 16 (8.4) 4(25.0) 3 (18.7)- 4 ...... 9 (4.8) 7 (77.0) 6 (66.0) 2 (22.0) >5.... 2 (1.0) 1(50.0) 2(100.0)2(100.0) Total 189 31 38 7 No. of patients Fig. 4. Length of hospital stay. sjúklingana með marktækum hætti eftir því hve brisbólgan var alvarleg (tafla II). Tafla III sýnir, að eftir því sem fleiri jákvæðir þættir eru fyrir hendi, aukast líkur á alvarlegra sjúkdómsástandi. Báðir sjúklingamir með fimm jákvæða þætti eða fleiri fengu alvarlega fylgikvilla og dóu. Rúmlega fjórðungur þeirra (22%) sem höfðu fjóra jákvæða þætti dóu og tíðni fylgikvilla var há í þeim flokki. Mikill meirihluti sjúklinga eða 85.7% fá fremur mildan sjúkdómsgang samkvæmt þessu, en tíðni fylgikvilla er engu að síður talsverð í þessum hópi. UMRÆÐA Enn er ekki ljóst, á hvern hátt áfengi veldur brisbólgu. Hitt er vitað, að áhættan eykst í samræmi við áfengismagn og tímalengd áfengisneyslu (5-7). Orsakaþættir eru meðal annarra taldir aukin framleiðsla eggjahvítu vegna aukinnar kólínvirkrar örvunar. Þetta veldur kekkjun eggjahvítuefnanna, sem hefur í för með sér stíflu í smá brisgöngum, eituráhrif á brisfrumur og loks truflun á sphincter Oddi með auknu bakflæði úr skeifugöm upp í gallgöngin (5-7). Greining okkar á áfengistengdri brisbólgu var byggð á sögu um áfengissýki og/eða áfengisneyslu fyrir bólgukastið án annarra þekktra orsaka. Rúmlega helmingur þeirra sem leggjast inn æ ofan í æ (53%) hafa áfengistengda brisbólgu, enda hlíta þeir iðulega ekki ráðleggingum um að sneiða hjá áfengi. Tveir áfengissjúklingar fengu langvinna brisbólgu eftir endurtekin brisbólguköst. Oþekkt orsök er fremur há í þessari rannsókn (32%), en svipuð og í óbirtri rannsókn á Landspítalanum á fimm ára tímabili 1981-1986 (8). I nýlegri rannsókn frá Skotlandi voru um 20% með óþekkta orsök (1). Skýring á þessu háa hlutfalli óskýrðrar orsakar hér er ekki ljós, en gæti stafað af erfiðleikum við að greina áfengistengda orsök sem byggist einvörðungu á góðri sögu. Olíkir drykkjusiðir hér á landi gætu og verið önnur skýring (9). Ogreindir gallsteinar gætu verið þriðja skýringin. A þessu tímabili var holsjárröntgenmynd af gallgangi og brisgangi (ERCP) beitt í fáum tilfellum til greiningar, en þessi aðferð hefur bætt greiningu verulega hjá þeim sem hafa bólgu af völdum gallsteina eða hafa afbrigðilegt gall- eða brisgangakerfi (10-13). Með þessari aðferð má líka um leið ná niður gallsteinum, og á þetta einkum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.