Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 35

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 35
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 241-5. 241 Arthur Löve DVERGVEIRUR INNGANGUR Dvergveirusýkingar í mönnum hafa vakið talsverða athygli á nokkrum undanfömum árum einkum vegna þess, að þær geta leitt til fósturláts. Einnig hefur komið í ljós, að dvergveirur valda bamasjúkdómnum faraldsroða (erythema infectiosum). Verður hér greint frá ýmsum atriðum varðandi dvergveirur og dvergveirusýkingar. Dvergveiruættbálknum (parvoviridae) má deila í þrjár ættir (1). Ein þeirra er dependoveiruættin, en til að fjölga sér þurfa þær veirur hjálparveiru, sem oftast er adenoveira (2). Allstór hluti fólks hefur mótefni gegn þessum veirum, og er það til merkis um fyrri sýkingu, en hins vegar hefur ekki tekist að tengja neinn sjúkdóm við þær. Önnur ætt eru densoveirur, sem eru skordýraveirur. Þriðja ættin er hin eiginlega dvergveiruætt, en þær veirur valda ýmsum sjúkdómum í mönnum og dýrum (3). Enn annar hópur veira eru svokallaðar litlar hnattveirur (»small round viruses«), en þær eru líklega, en ekki örugglega, dvergveirur (4). Sjást þær í rafeindasmásjá í saursýnum og valda líklega einkennum frá meltingarvegi, þá helst niðurgangi. Fjöldi dvergveira veldur sjúkdómum í dýrum. Hafa flestar þann vaxtareiginleika að fjölga sér best í hratt vaxandi vefjum og verður sjúkdómsmyndin, sem þær valda í samræmi við það. Sem dæmi um dvergveirusýkingar í nýfæddum dýrum má nefna, að Kilham rottuveiran veldur vansköpun andlits og »mongoloid« svip vegna áhrifa á vaxandi bein. Einnig veldur hún frumudrepi og þar af leiðandi vanþroska á litla heila (5). Ymsar dvergveirur í dýrum valda einkennum frá meltingarvegi, þar sem þær fjölga sér Frá rannsóknastofu Háskólans í veirufræði. í hratt vaxandi frumum þar (6). Margar dýradvergveirur geta valdið ófrjósemi og fósturlátum (5,7). Aleutian minkaveiran getur valdið langvarandi sjúkdómi, einkum í minkum af Aleutian stofni, en þeir eru haldnir erfðagalla í ónæmiskerfinu (Chediak-Higashi syndrome), og eiga því erfitt með að útrýma sjúkdómsvaldinum (8). Afleiðing verður ónæmisfléttusjúkdómur (immune-complex), einkum með nýrahnoðra- og æðabólgum. MANNADVERGVEIRAN B19 Fyrstu merki um dvergveirusýkingu í mönnum voru, að óþekkt veira í sermi olli falskt jákvæðum svörum í prófum fyrir lifrarbólgu af B stofni (9). Sást veiran í rafeindasmásjá og var um 20 nm að stærð og hafði útlit dvergveira. Var þessi veira nefnd B19. Síðar hafa verið gerðar ítarlegar rannsóknir á eiginleikum þessarar veiru. Er hún eins og aðrar þekktar dvergveirur tólfhymingur með tuttugu fleti (icosahedron) og hefur einstrent DNA sem erfðaefni. Hefur það verið raðgreint að fullu (10). Erfðaefni veirunnar mælir annars vegar fyrir myndun tveggja eggjahvítusameinda, sem verða að byggingarsteinum veirunnar og hins vegar fyrir myndun einnar eggjahvítusameindar, sem gegnir stjómunarhlutverki í fjölgun veirunnar. Tilgáta hefur verið sett fram um, að síðastnefnda sameindin gegni lykilhlutverki í frumudrápi, þar sem kjamsýrubút, sem eingöngu myndar þá sameind, hefur verið komið fyrir í ræktuðum frumum og veldur þar frumudauða (11). Ekki hefur tekist að rækta B19 veiruna í venjulegri frumurækt, en hægt er að sýna fram á margföldun hennar í ræktuðum forstigsfrumum rauðra blóðkoma (12). B19 dvergveirusýking í blóðfrumukreppu (aplastic crisis). Arið 1981 tókst að sýna fram á tengsl B19 dvergveirusýkingar og blóðfrumukreppu í sjúklingum með arfgenga

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.