Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 24
230 LÆKNABLAÐIÐ en höfðu báðar eðlilegt dexametasón bælipróf. Önnur þeirra fædd 1940, 11-18, hefur einnig hækkað prólaktín (2674 pmól/1), en eðlilegan vaxtarvaka. í þriðja ættlið voru alls 43 einstaklingar. Af þeim voru sjö yngri en 20 ára og því ekki rannsakaðir. Af 36 einstaklingum eldri en 20 ára voru 20 karlar og 16 konur. Karl, III- 17, sem áður hafði verið hraustur, lést ungur úr heilablæðingu. Ekki náðist í einn karl og tvær konur, öll búsett erlendis. Þrjátíu og tveir einstaklingar voru því rannsakaðir, 18 karlar og 14 konur, flest á aldrinum 20-40 ára. Karl fæddur 1956, III-30, sonur vísitilviks hefur gastrínhækkun við þrjár mælingar (142, 156, 223 pg/ml) og kortisólhækkun (723 nmól/1) í annarri af tveimur mælingum með árs millibili, hækkun á kalsíum (2.64 mmól/1), en eðlilegt sekretínpróf. Kona fædd 1950, III-2, hefur gastrínhækkun (184, 186, 140 pg/ml) við þrjár mælingar með árs millibili og sekretínpróf, sem er óeðlilegt en ekki dæmigert fyrir gastrínæxli. Kona fædd 1963, 111-33, hefur endurtekna hækkun á kortisóli (918, 1304 nmól/1) en eðlilegt dexametasón bælipróf, hún hefur einnig hækkað prólaktín (1558 pmól/1). Kona fædd 1953, 111-15, hefur einnig endurtekna hækkun á kortisóli (829 nmól/1) en eðlilegt dexametasón bælipróf. Kona fædd 1965, 111-41, hafði hækkun á kortisóli (935 nmól/1) í einni mælingu af tveimur. Karl fæddur 1959, 111-21, hefur hækkað prólaktín (831 pmól/1). Tvær konur, önnur fædd 1955, III-12, hin 1965, III-20, hafa væga prólaktínhækkun (1513 og 933 pmól/1). Kona fædd 1962, III-36, hefur hins vegar talsverða prólaktínhækkun (1430, 2497 pmól/1) og væga hækkun á vaxtarvaka. Karl fæddur 1959, 111-31, annar sonur vísitilviks hefur mjög háar fastandi magasýrur, 17.3 meq/1 og 40.8 eftir pentagastnnörvun, pH 1.4 eða gildi sem gætu bent til ZES. Hjá honum hefur kalsíum einnig mælst hækkað (2.68 mmól/1) í annarri af tveimur mælingum. Hjá honum hefur gastrín, og PTH og sekretínpróf hins vegar mælst eðlileg. Karl fæddur 1962, III-39, búsettur erlendis, hefur enn óskýrða hækkun á kalsíum (2.69 mmól/1) í einni mælingu. Fimm einstaklingar fóru í sekretínpróf (sjá mynd 2). Einn þeirra hafði jákvætt próf einkennandi fyrir gastrínæxli, en þrír til viðbótar höfðu nokkra hækkun eftir örvun, sem er óvenjulegt, en getur ekki talist jákvætt. Tvö þeirra eru systir, 11-16, og sonur, 111-31, vísitilviks. Hinn fimmti, III-30, er einnig sonur vísitilviks. Hann hafði hækkað gastrín en neikvætt eða eðlilegt sekretínpróf (mynd 2). Loks var einn einstaklingur úr fjórða ættlið, kona fædd 1966, IV-1, tvítug að aldri, rannsökuð og reyndist hafa hækkað prólaktín (943 pmól/1). Heildamiðurstöðu má sjá á töflu og ættartré (mynd 1). Taflan sýnir fjölda óeðlilegra niðurstaðna í framkvæmdum rannsóknum. Á ættartrénu koma fram þeir einstaklingar sem hafa staðfestan sjúkdóm. í fyrsta ættlið þrír, 1-2, 1-6, 1-8, í öðrum ættlið tveir, II-6 og 11-15, vísitilvik. Til viðbótar eru tveir grunsamlegir hvað varðar sjúkdóminn, II-1 og 11-14. í þriðja ættlið finnast engir með staðfestan sjúkdóm, en þrír eru grunsamlegir, III-2 ,111-30 og 111-31. Fimm til viðbótar hafa hækkuð vakagildi, sem gætu bent til vakasjúkdóms, 11-18, III-3, III- 12, III-33 og 111-36 (mynd 1). Á ættartrénu eru þeir einstaklingar sem höfðu eðlileg blóðrannsóknagildi merktir »unaffected«, en það útilokar þá þó ekki sem hugsanlega arfbera. UMRÆÐA Um nýgengi og algengi MEN-I er lítið vitað, þar sem heilkennið er oft einkennalaust og mat á algengi háð því hversu nákvæm rannsókn er gerð í leit að því. í rannsókn frá 1962 á krufningarhópum fannst eitt tilfelli Gastrín pg/ml. A Kona 2. ættliö. Mynd 2. Niðurslöður sekretínprófa frá fimm einstaklingum. Sýnin eru tekin tíu og tveimur mínútum fyrir sekretíngjöf og tveimur. fimnt, tíu. tuttugu og þrjátíu mínútum eftir gjöfi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.