Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 217-9. 217 NABLAÐIÐ THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL Lzknafélag íslands og Lxknafélag Reykjavikur 77. ARG. - AGUST 1991 KRABBAMEIN í RISTLI: ER GALLBLÖÐRUTAKA ÁHÆTTUÞÁTTUR? Krabbamein í ristli er algengt og hefur tíðni þess á íslandi sem og annarstaðar farið vaxandi (1). Lítið er vitað um orsakir ristilkrabbameins en landfræðilegur munur bendir til einhverra umhverfisþátta og hafa augu manna meðal annars beinst að fituríkri fæðu en við neyslu hennar verður losun á ýmsum efnasamböndum inn í holrými gama, t.d. á gallsýrum (2,3). Sumar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa einnig sýnt aukinn útskilnað á gallsýrum, sérstaklega annars stigs gallsýrum í hægðum einstaklinga með kirtiltotuæxli og ristilkrabbamein. Einnig hefur fundist aukið magn af gallsýrum í hægðum heilbrigðra einstaklinga sem lifa á svæðum þar sem tíðni ristilkrabbameins er há (3,4). Aðrar rannsóknir hafa þó ekki staðfest þessar niðurstöður (5). Tengd (konjugeruð) gallsölt eru seytuð af lifrinni og geymd í gallblöðrunni. Við fæðuinntöku dregst gallblaðran saman og gallsöltin eru losuð inn í gamir, sem að mestu leyti er frásogað aftur, en áður en það gerist er fyrsta stigs gallsöltunum breytt af bakteríum í mjógimi og digurgimi í annars stigs gallsýmr (6). Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á breytingar á efnasamsetningu gallsins eftir gallblöðrutöku með hlutfallslegri aukningu á annars stigs gallsýrum, aðallega deoxíkóliksýru, sem líkist krabbameinsvaldandi efnasamböndum og getur valdið sarkmeini í músum sé henni sprautað undir húð (6-9). Þessi breyting er meðal annars talin orsakast af því að eftir gallblöðrutöku er stöðugt fiæði galls gegnum meltingarveginn en flæðið ekki bundið fæðuinntöku eins og í einstaklingum með heilbrigða gallblöðru. Gallsöltin eru því í stöðugri snertingu við þarmabakteríur sem umbreyta þeim í annars stigs gallsýrur (6). I öðrum rannsóknum hefur ekki verið sýnt fram á breytingu á efnasamsetningu gallsins eftir gallblöðrutöku, heldur hefur þessi breyting sést í einstaklingum með gallsteina. Breytingamar em því fyrir hendi áður en gallblaðran er fjarlægð þ.e. samband er á milli gallsteina og krabbameins í ristli (5,10). Samsetning fæðunnar getur haft áhrif á þarmabakteríur og aukið fjölda þeirra og orsakað aukið niðurbrot gallsalta. Sýnt hefur verið fram á slíka aukningu í heilbrigðum einstaklingum sem lifa á svæðum þar sem ristilkrabbamein er algengt (2,3). í dýratilraunum hefur verið sýnt fram á aukin áhrif krabbameinsvaldandi efna á ristilslímhúð eftir gallblöðrutöku (9,11) og þá sérstaklega ef dýrin voru nærð á fituríkri fæðu (12) . Þá virðast gallbindandi efnasambönd (t.d. cholestyramine), sem auka útskilnað á gallsýmm, einnig stuðla að auknum áhrifum krabbameinsvaldandi efna á ristilslímhúð (3). í öðrum dýratilraunum hafa sést forstigsbreytingar í ristli eftir gallblöðrutöku (13) og í mönnum eykst fjöldi frumudeilinga í ristilslímhúð eftir gallblöðrutöku (14). í dýratilraunum hefur aðallega verið notað 1,2 Dimethylhydrazin (DMH) sem er krabbameinsvaldandi efni sem verkar sérstaklega á ristilslímhúð. í lifrinni er því umbreytt í Methylazoxymethanol (MAM) sem síðan er tengt í MAM-B-glýkosíð og skilið út í galli. Þetta efnasamband er tiltölulega skaðlaust ef það er gefið dýrum þar sem bakteríum hefur verið eytt (germ free animals) en bakteríumar geta vatnssundrað MAM-B- glýkósíði með B-glúkúroníðasa í gömum í frítt MAM sem er krabbameinsvaldandi. Þar sem gallblaðran getur frásogað tengd lífræn efnasambönd þá er líklegt að í dýrum sé tengt MAM frásogað að hluta og skilið út í þvagi áður en það kemst til gama. Þetta gerist hinsvegar ekki í dýrum sem gengist hafa undir gallblöðmtöku (9). Þá er einnig hugsanlegt að einhverjar forstigsbreytingar, t.d. kirtiltotuæxli, þurfi að vera fyrir hendi sem gallblöðrutakan hefur síðan æxlishvetjandi

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.