Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 235-40.
235
Sigurður Þ. Guðmundssonl), Ólafur Kjartansson2)
FRUMEINKENNI OG FARNAÐUR 20 KVENNA
MEÐ OFGNÓTT MJÓLKURHORMÓNS í BLÓÐI
INNGANGUR
Sjúkleg ofgnótt mjólkurhormóns í blóði
(hyperprolactinemia) er heilsuspillir og
blæbrigði þeirra spjalla margvísleg (sjá töflu
I).
Einstaklingar beggja kynja fá ofþéttni
hormónsins, konur þó mun oftar.
Aldursdreifing er víð, eða frá fyrstu stigum
kynþroska fram á miðjan aldur að minnsta
kosti. Mjólkurýringur (galactorrhea) úr
brjóstum án tengsla við meðgöngu og
bamsburð var lengi vel álitinn aðaleinkenni
ofgnóttarinnar og hafði fyrirbrigðinu verið
veitt athygli við margvíslegar aðstæður, svo
sem fram kom í yfirlitsgrein Schwartz 1973
(1) samanber töflu II, en þar vekur athygli,
að ekki er minnst á mjólkurhormónæxli
(prólaktínóma) sem orsakavald. Orsakimar
sem nú eru þekktar em taldar upp í töflu III.
Arið 1973 birtust tvær greinar um
mjólkurhormónæxli samfara dæmigerðum
einkennum (2, 3) og síðan er ljóst, að
ofgnóttin tengist oft fjölgun eða æxli
mjólkurhormónframleiðandi frumna í
heiladingli (4), sem langflest eru það lítil
að valda ekki einkennum heilaæxlis nema
mjög grannt sé skoðað (5). Sjaldnar er
ofþéttnin tilkomin vegna röskunar á hömlu-
og ræsiþáttum (prolactin-inhibiting-/ releasing
factors, PIF- PRF) í heilastúku, og enn
sjaldnar samstíga offramleiðslu stýrihormóns
skjaldkirtils (TSH) (6), vaxtarhormóns
(somatotropin) eða jafnvel af völdum þeirra
hormóna.
Mjólkurhormóni, sem fimmta hormóni
heiladinguls, var fyrst lýst 1933 (7), en áður
voru þekktir ACTH, VH, TSH og FSH-
LH. Margir efuðust og sannfærðust ekki
fyrr en óyggjandi mælingar voru kynntar
Frá lytlækningadeild11 og röntgendeild2' Landspítalans.
Fyrirspurnir, bréfaskipti: Sigurður Þ. Guömundsson.
Tafla I. Afleiöingar mjóikurhormónofgnóttar.
Tíöaleysi Tíöatruflanir Mjólkurýringur Ófrjósemi Kynhvatartruflanir Kyngetutruflanir Beinrýrnun Geö- og taugatruflanir
Tafla II. Orsakir hækkunar mjólkurhormóns í blóði (Schwartz (1)).
Rof heiladingulsstilks Heilkenni vaxtarhormón- ofstarfsemi (acromegalia)
Heilkenni Chiari-Fommel Skjaldkirtilsbilun
Heilkenni Del Castillo Brjóstveggjarmeiðsli
Heilkenni ofhömlunar Ósértæk streita
Heilkenni Forbes-Albright Lyfjagjöf
Tafla III. Orsakir sjúklegrar mjólkurhormónofgnóttar.
1. Heilastúkusjúkdómar: 3. Lyf:
Æxli góökynja/illkynja Sefandi lyf
ífarandi bólgur Geölægöarlyf
Sýndaræxli Háþrýstingslyf
Eftir röntgengeislun heila Estrógen Ópíöt Verapamíl
2. Heiladingulssjúkdómar: Mjólkurfrumuæxli Címetidín
Heilkenni vaxtarhormónofstarfsemi
Cushings sjúkdómur Annað ástand:
Stilksrof heiladinguls 4. Skjaldkirtilsbilun
Tómur sööull 5. Nýrnabilun
Önnur heiladingulsæxli 6. Skorpulifur
Heiladingulsíferð 7. Mænu- eöa brjóstveggjarskaöi 8. Streita (líkamleg/andleg) 9. Óþekkt