Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 215 nær 70% karlmannanna 70 ára og eldri við greiningu þannig að slíkt eftirlit er varla raunhæft. Þá hefur því verið haldið fram að ekki séu tengsl milli gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi heldur endurspegli það ef til vill samband milli gallsteina (algengasta orsök gallblöðrutöku) og krabbameina í ristli og endaþarmi. Linos og samstarfsmenn hans (9) könnuðu þetta sérstaklega og fundu ekkert samband þar á milli. Sömu niðurstöðu fengu Maringhini og félagar (28) sem rannsökuðu 2583 sjúklinga sem greindust með gallsteina á árunum 1950-1970 og Turunen og samstarfsmenn (23) í krufningarrannsókn. Mannes og samstarfsmenn (29) gerðu samanburðarrannsókh með því að bera saman sjúklinga sem :gengist höfðu undir gallblöðrutöku og sjúklinga með einkennalausa gallsteina. Þeir fundu marktækt aukna tíðni á kirtilæxlum (adenoma) og krabbameinum í ristli í einstaklingum 60-80 ára sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku 10 árum áður eða seinna. Annar möguleiki er sá að mikil fituneysla leiði til myndunar gallsteina sem leiði af sér gallblöðrutöku. Áframhaldandi fituneysla ásamt þeim breytingum sem verða á efnasamsetningu gallsins eftir gallblöðrutöku gætu saman stuðlað að æxlismyndun í ristlinum eins og sýnt hefur verið fram á í dýratilraunum (30). Hugsanlegt er að hér sé um áhættuhóp að ræða, þar sem reglubundið eftirlit með tilliti til krabbameina í ristli þyrfti að hefjast fljótlega eftir gallblöðrutöku. Erfitt er þó að fullyrða með vissu hversu stór áhættuþáttur gallblöðrutaka er í myndun ristilkrabbameins. Flestir karlanna sem greindust með ristilkrabbamein voru 70 ára og eldri og meðaltími frá gallblöðrutöku 11.3 ár. Frekari rannsókna er þörf til að athuga nánar þessi áhrif hjá yngri einstaklingum (t.d. 50 ára og yngri) og þá hugsanlegt eftirlit hjá þeim eftir gallblöðrutöku með tilliti til krabbameins í ristli. ÞAKKIR Til verkefnisins fengust styrkir frá Vísindasjóði íslands 1986 og 1990. HEIMILDIR 1. Moorehead RJ, Mckelvey STD. Cholecystectomy and colorectal cancer. Br J Surg 1989; 76: 250-3. 2. Reddy BS. Role of bile metabolites in colon carcinogenesis. Cancer 1975; 36: 2401-6. 3. Wynder EL, Reddy BS. Metabolic epidemiology of colorectal cancer. Cancer 1974; 34: 801-6. 4. Reddy BS, Wynder EL. Metabolic epidemiology of colon cancer. Fecal bile acids and neutral sterols in colon cancer patients and patients with adenomatous polyps. Cancer 1977; 39: 2533-9. 5. Hill MJ, Drasar BS, Williams REO. Faecal bile-acids and clostridia in patients with cancer of the large bowel. Lancet 1975; i: 535-9. 6. Mudd DG, Mckelvey STD, Norwood W, et al. Faecal bile acid concertration of patients with carcinoma or increased risk of carcinoma in the large bowel. Gut 1980; 21: 587-90. 7. Tulinius H, Ragnarsson J. Nýgengi krabbameina á íslandi 1955-1984. Heilbrigðisskýrslur. Fylgirit 1987 nr. 3. Reykjavík: Krabbameinsfélagið og landlæknisembættið, 1987. 8. Haenszel W, Loveland D, Sirken MG. Lung-cancer mortality as related to residence and smoking histories. J Nat éancer Inst 1962; 28: 947-1001. 9. Linos DA, O’Fallon WM, Beart RW, Beard CM, Dockerty MB, Kurland LT. Cholecystectomy and carcinoma of the colon. Lancet 1981: ii; 379-81. 10. Adami HO, Meirik O, Gustavsson S, Nyrén O, Krusemo UB. Colorectal cancer after cholesyctectomy: Absence of risk increase within 11- 14 years. Gastroenterology 1983; 85: 859-65. 11. Adami HO, Krusemo UB, Meirik O. Unaltered risk of colorectal cancer within 14-17 years of cholecystectomy: updating of a population-based cohort study. Br J Surg 1987; 74: 675-8. 12. Fixa B, Komárková O, Pospísilová J. Cholecystectomy and right-sided colon cancer. Neoplasma 1984; 31(2): 223-4. 13. Vemick LJ, Kuller LH, Lohsoonthom P, et al. Relationship between cholecystectomy and ascending colon cancer. Cancer 1980; 45: 392-5. 14. Tumbull PRG, Smith AH, Isbister WH. Cholecystectomy and cancer of the large bowel. Br J Surg 1981; 68: 551-3. 15. Weiss SN, Daling RJ, Chow HW. Cholecystectomy and the incidence of cancer of the large bowel. Cancer 1982; 49: 1713-5. 16. Alley PG, Lee SP. The increased risk of proximal colonic cancer after cholecystectomy. Dis Colon Rectum 1983; 26: 522-4. 17. Abrams JS, Anton JR, Dreyfuss DC. The absence of a relationship between cholecystectomy and the subsequent occurrence of cancer of the proximal colon. Dis Colon Rectum 1983; 26: 141-4. 18. Blanco D, Ross RK, Paganini-Hill A, Henderson BE. Cholecystectomy and colonic cancer. Dis Colon Rectum 1984; 27: 290-2. 19. Fixa B, Komárková O, Zaydlar K, Bures J, Erben J. Is there an increased risk of colorectal cancer after cholecystectomy? Neoplasma 1985; 32(4): 513-7. 20. Moorehead RJ, Kemohan RM, Patterson CC, Mckelvey STD, Parks TG. Does cholecystectomy predispose to colorectal cancer? Dis Colon Rectum 1986; 29: 36-8. 21. Friedman GD, Goldhaber MK, Quesenberry CP. Cholecystectomy and large bowel cancer. Lancet 1987; i: 906-8.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.