Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 12
218
LÆKNABLAÐIÐ
áhrif á. En það er vel þekkt að frumufjölgun
snemma í krabbameinsmyndun er nauðsynleg
til þess að umbreyting, t.d. af völdum
efnasambanda, geti átt sér stað (15). Þá hefur
einnig verið sýnt fram á að í sjúklingum
án gallblöðru verður ekki frásog á vatni
og bíkarbonati úr gallinu sem venjulega á
sér stað í gallblöðrunni. Basískt gall lekur
niður í meltingarveginn og veldur skemmd
á slímhúð (16). Þessi frumuskemmd eykur
á frumufjölgun sem getur verið undanfari
æxlisvaxtar (17). Gallblöðrutakan getur
því annaðhvort haft æxlishvetjandi áhrif
á einhverjar forstigsbreytingar í ristlinum
eða aukið á æxlishvetjandi áhrif annarra
efnasambanda vegna þeirrar frumufjölgunar
sem gallblöðrutakan virðist geta haft á
eðlilega ristilslímhúð.
í kjölfar þessara niðurstaðna hafa verið gerðar
fjölmargar rannsóknir til að kanna samband
gallblöðrutöku og kráþbameina í ristli og
endaþarmi í mönnum’(18). Niðurstöður
þessara rannsókna hafa aðallega verið á tvo
vegu. Annarsvegar hefur ekkert samband
fundist en hinsvegar hefur fundist aukin tíðni
ristilkrabbameins í konum og þá fyrst og
fremst í hægri hluta ristils.
í þessu blaði eru birtar niðurstöður rannsóknar
þar sem athuguð voru tengsl gallblöðrutöku
og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá
Islendingum. Gallblöðrutaka er algeng aðgerð
og á tímabilinu sem rannsóknin nær yfir,
1955-1980, varð veruleg aukning á aðgerðinni
(sjá mynd). Það kann að endurspegla bætta
tækni til að greina gallsteina og aukna notkun
ómskoðunar hjá sjúklingum með óljósa
kviðverki. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru
um margt ólíkar niðurstöðum fyrri rannsókna.
Marktæk aukning verður á ristilkrabbameini í
körlum 11 árum eða síðar eftir gallblöðrutöku
og eru flest þeirra, eða 62.5%, staðsett í
vinstri hluta ristils. Rannsóknin er jafnframt
hlutfallslega sú langstærsta sem gerð hefur
verið, þar sem rannsakaðir eru yfir 95%
einstaklinga heillar þjóðar sem gengist hafa
undir gallblöðrutöku á 26 ára tímabili og
þeim fylgt eftir í 8-33 ár. Möguleikar til að
afla slíkrar upplýsinga, sem hér er getið,
eru ekki víða fyrir hendi, en gera kleift að
rannsaka ýmsa mikilvæga faraldsfræðilega
þætti sjúkdóma í Islendingum.
Þrátt fyrir þessa marktæku aukningu á
Number of cholecystectomies
■ males
□ females
□ total
Numher of clmlecysleclomies in lceland I955-I9N0.
ristilkrabbameini er vafasamt að ráðleggja
reglubundið eftirlit eftir gallblöðrutöku, þar
sem flestir karlmannanna eru 70 ára og eldri
við greiningu. Hvort fylgjast á reglulega
með þeim karlmönnum sem gangast undir
gallblöðruaðgerð t.d. yngri en 50 ára er
hinsvegar ekki svarað í þessari rannsókn.
Ásgeir Theodórs1,2),
Gunnlaugur Pétur Nielsen1,3'
Frá 1 lyflækningadeild St. Jósefsspitala, Hafnarfiröi,
“lyflækningadeild Borgarspítalans, 3rannsóknastofu
Háskólans í meinafræöi. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Ásgeir
Theodórs.
HEIMILDIR
1. Hakulinen T, Andersen AA, Malker B, Pukkula E,
Schou G, Tulinius H. Trends in Cancer incidence in
the Nordic Countries. A collaborative study of the
five Nordic Cancer Registries. APMIS. Section A
1986; 94: Suppl. 288.
2. Reddy BS. Role of bile metabolites in colon
carcinogenesis. Cancer 1975; 36: 2401-6.
3. Reddy BS, Wynder EL. Metabolic epidemiology of
colon cancer. Fecal bile acids and neutral sterols in
colon cancer patients and patients with adenomatous
polyps. Cancer 1977; 39: 2533-9.
4. Hill MJ, Drasar BS, Williams REO. Faecal bile-acids
and clostridia in patients with cancer of the large
bowel. Lancet 1975; 8: 535-9.
5. Castleden WM, Detchon P, Misso NLA. Biliary bile
acids in cholelithiasis and colon cancer. Gut 1989'
30: 860-5.