Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 26
232 LÆKNABLAÐIÐ því, að leggja beri höfuðáherslu á mælingu á kalsíumi í sermi þar sem kalkvakaóhóf er til staðar í nánast öllum MEN-I tilfellum og oftast fyrst að finnast, eins og áður segir (3,10,11). Talið er að gensýndin í MEN-I fyrir frumkalkvakaóhóf sé allt að 100% eftir 40 ára aldur (3), en gensýndin fyrir hækkun gastríns í blóði sé undir 50% (3). í okkar rannsókn virðist hins vegar gastrín í sermi álíka næmt og kalsíum, sem gæti tengst því að hjá okkar sjúklingum voru einkenni frá ZES yfirgnæfandi. Hér má aftur minna á að mótsermi sem notað var við þessa skimun, hafði svipað næmi fyrir litlu gastríni G-17 og stóru gastríni G-34 með lágri krossvirkni gagnvart öðrum peptíðum og þá helst kólesystókíníni. Þetta atriði er mikilvægt þar sem sum gastrínæxli framleiða eingöngu G-17 en önnur eingöngu G-34. Þótt heilkenni silfurfrumuæxlis sé vel þekkt í þessu heilkenni og hjá einstaka sjúklingum með heilkennið geti fundist hækkun á kynhormónakveikju (gonadotropini), VIP og kalsítóníni er ekki mælt með skimun á þeim nema í einstaka tilfellum þegar einkenni gefa tilefni til (3,11). í okkar hópi þykir athyglivert hversu margir einstaklingar höfðu einhverja hormónabrenglun, sem bendir til truflunar eða jafnvægisleysis á vakaörvun. Rannsókn okkar kemur heim og saman við að um ókynbundinn ríkjandi sjúkdóm sé að ræða með hárri sýnd í fyrsta ættlið, en ekki er ljóst hver birtingarmyndin verður í síðari ættliðum enn sem komið er. Hugsanleg skýring á þessu er að í fyrsta lagi sé um mismunandi birtingarmynd að ræða, í öðru lagi að mælingar okkar séu ekki nægilega næmar til að greina sjúkdóminn, sem oft er lengi einkennalaus og loks að yngsti hópurinn hafi ekki náð þeim aldri sem sjúkdómurinn kemur fram á, þ.e. eftir 40 ára aldur, en eins og áður segir eykst gensýndin með hækkandi aldri að minnsta kosti upp í 40-50 ár og á þetta einkum við um hækkun gastríns í blóði. Niðurstaða okkar er því sú, að mæling á gastríni í þessari ætt kunni að vera álíka næmt skimpróf og mæling á kalsíumi í sermi. Lengra eftirlit er þó nauðsynlegt áður en unnt er að kveða nánar á um réttmæti þessarar ályktunar. SUMMARY A patient was diagnosed 1982 with ZES and MEN-1, an autosomal dominant disorder. The results of screening for this disorder in his close family is described here. The methode of screening was based on case histories, death certificates and autopsy findings in those deceased. In living individuals, twenty years and older, clinical history and examination as well as multiple bloodtests after twelve hour fasting were performed, including glucose, creatinine, calcium, phosphat, parathormone, gastrin, prolactin, cortisol, T4 and T3. Three generations were investigated. In the first generation three brothers out of eight siblings, all dead, were found to have the disorder. In the second generation, two out of twenty, including the propositus, were found to be affected. Besides two other individuals were suspected but not proven to have the disorder. In the third generation, out of 36 over twenty years of age, there were eleven who had one or more abnormal tests. However only three of these have suspected disease and five possible endocrinopathy. In this study the results indicate that serum gastrin may be as sensitive as serum calcium in detecting MEN-I. However, a longer follow up, particularily of the third generation, is necessary in order to ascertain the importance of this hypergastrinemia. HEIMILDIR 1. Bjömsson S, Benediktsson H, Gunnlaugsson GH. Heilkenni Zollinger-Ellison og æxlamergð vakakirtla. Læknablaðið 1986: 72: 25-30. 2. Wemer P. Genetical aspects of adenomatosis of endocrine glands. Am J Med 1954; 16: 363-71. 3. Marx SJ, Vinik AJ, Santen RJ, et al. Multiple endocrine neoplasia type I, assesments of laboratory tests to screen for the gen in a large kindret. Medicine 1986; 65: 226-41. 4. Deftos LJ, Catherwood BD, Bone III HG. Multiglandular Endocrine Disorders. In: Felig P, Baxter JD, Broadus AE, Frohman LA, eds. Endocrinology and Metabolism. 2nd ed. New York: McGraw-Hill Book Company, 1987: 1662-9. 5. Mallette E, Tuma SN, Berger RE, Kirkland JL. J Clin Endocrinol Metab 1982; 54: 1017-24. 6. Jorpes E, Mutt V. On the biological assey of secretin. The reference standard. Acta Physiol Scand 1966; 66: 316-25. 7. Jorpes E, Mutt V. On the biological activity and amino acid composition of secretin. Acta Chem Scand 1961; 15: 1790-1. 8. Berdjis CC. Pluriglandular syndrome. Oncologia 1962: 15: 288-311. 9. Friesen SR. The development of endocrinopathies in the prospective screening of two families with multiple endocrine adenopathy type I. World J Surg 1979; 3: 753-64.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.