Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 15.08.1991, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1991; 77: 221-5. 221 Auðun Svavar Sigurðsson, Sigurður Björnsson, Ari Halldórsson, Gunnar H. Gunnlaugsson BRÁÐ BRISBÓLGA Á BORGARSPÍTALA. Tíu ára yfirlit 1974 til 1983 ÚTDRÁTTUR Eitt hundrað áttatíu og níu sjúklingar á Borgarspítalanum með bráða brisbólgu voru kannaðir með eftirvirkum hætti á 10 ára tímabili, 1974-1983. Hjá þriðjungi var orsök gallvegasjúkdómar og hjá fjórðungi áfengisneysla. Um þriðjungur hafði óþekkta orsök fyrir brisbólgunni. Galltengd brisbólga verður tíðari með hærfi aldri og er algengust meðal eldri kvenna, en áfengistengd bólga er algengust hjá körlum yngri en 60 ára. Dánartíðni var 4.7% og tíðni fylgikvilla há eins og hjá nágrannaþjóðum okkar. Amýlasi í sermi reyndist hærri í galltengdri en áfengistengdri bólgu. Legutími þeirra, sem höfðu háan amýlasa við komu hafði tilhneigingu til að vera lengri þótt ekki væri um tölfræðilegan mun að ræða. Forspárgildi aldurs auk sex lífefnafræðilegra þátta um horfur í byrjun sjúkdómsástands höfðu ótvírætt gildi. Orsakir og árangur meðferðar eru svipuð því sem gerist í nágrannalöndum okkar, þótt ógreindar orsakir séu mun algengari hér á landi. Framvirk rannsókn á þessum sjúkdómi, þar sem fiokkunarkerfi Ransons eða Imries eru notuð, er nauðsynleg til að afla áreiðanlegra svara til samanburðar við aðrar rannsóknamiðurstöður. INNGANGUR Bráð brisbólga er algeng og má gera ráð fyrir, að nálega 50-60 sjúklingar fái sjúkdóminn árlega hér á landi, ef nýgengi hér er svipað og í Skotlandi (1,2). Bólgunni fylgir iðulega alvarlegt sjúkdómsástand, fylgikvillar em Frá lyflækninga- og skurðlækningadeild Borgarspítalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Auðun Svavar Sigurðsson, 6 Barnfield Gardens, Brighton BN2 2HQ, England. algengir og dánartala veruleg, víða talin um 5-15% í klínískum rannsóknum (1-4). Ekki er vitað til að niðurstöður af rannsóknum á þessum sjúkdómi hérlendis hafi verið birtar. Hér verður gerð grein fyrir könnun á bráðri brisbólgu á Borgarspítalanum á 10 ára tímabili og verður meðal annars fjallað um orsakir, árangur meðferðar og horfur sjúkdómsins, að nokkru byggt á vissum lífefnafræðilegum þáttum. SJÚKLINGAR OG AÐFERÐ Sjúkraskrár allra þeirra sjúklinga sem lögðust inn á Borgarspítalann á 10 ára tímabili, 01.01.1974-01.01.1984, og hlutu sjúkdómsgreininguna bráð brisbólga (pancreatitis acuta) vom kannaðar rækilega. Sjúkdómsgreiningar á Borgarspítalanum hafa frá upphafi verið tölvuskráðar samkvæmt flokkunarkerfi WHO (ICD-9 og ICD- 10). Við leit að sjúklingunum var stuðst við þessa skráningu og þar af leiðandi sjúkdómsgreiningu þess læknis sem annaðist viðkomandi sjúkling. Einungis voru teknir með þeir, sem höfðu amýlasahækkun og klínísk einkenni samrýmanleg bráðri brisbólgu. Brisbólgan var talin tengd gallsteinum, þegar gallsteinar greindust við röntgenrannsókn, ómun, aðgerð eða krufningu. Áfengistengda brisbólgu var erfiðara að skilgreina og staðfesta og er hér stuðst við upplýsingar í sjúkrasögu um áfengissýki eða áfengisneyslu, sem tengja mátti bólgukastinu. NIÐURSTÖÐUR Á umræddu 10 ára tímabili vom 189 innlagnir vegna bráðrar brisbólgu hjá 150 sjúklingum eða um 0.51% allra innlagna á skurðlækninga- og lyflækningadeildir Borgarspítalans. Karlar voru 124 eða 65.6% en konur 65 eða 34.4%. Meðalaldur karla var 49.5 ár, frá sjö ára og

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.