Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 8
96 LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 96-105 Þorsteinn Loftsson NÝJAR AÐFERÐIR TIL AÐ HAFA ÁHRIF Á FRÁSOG OG DREIFINGU LYFJA INNGANGUR Það er draumur hvers manns sem fæst við rannsóknir í lyfjafræði að uppgötva nýtt lyf en þetta er þó tjarlægur draumur. Reynslan sýnir að af hverjum 9000 nýjum efnasamböndum sem eru samtengd og rannsökuð með tilliti til lyfhrifa verður aðeins eitt að nothæfu lyfi. Mörg lyf og lyfjaflokkar hafa verið uppgötvuð fyrir ,slysni eða með einhverjum happa og glappa aðferðum. A seinni árum hefur verið reynt að þróa aðferðir sem hægt er að beita við hönnun og rannsóknir á nýjum lyfjum (1). Við rannsóknir á nýjum lyfjum hef ég beitt tveimur kerfisbundnum aðferðum til að hafa áhrif á frásog lyfja inn í líkamann, dreifingu þeirra um líkamann og útskilnað þeirra út úr líkamanum. Þessar aðferðir byggjast annars vegar á forlyfjum og hins vegar á mjúkum lyfjum (sjá skilgreiningu á forlyfjum og mjúkum lyfjum síðar í greininni). Þegar reynt er að hafa áhrif á frásog, dreifingu og umbrot lyfja með hönnun forlyfja eða mjúkra afleiðna af þekktum lytjum eru framkvæmdar efnafræðilegar breytingar á lyfjasameindunum. Þetta leiðir til þess að heilbrigðisyfirvöld líta á forlyf og mjúk lyf sem algjörlega ný lyf og krefjast kostnaðarsamra og tímafrekra rannsókna. Þessar rannsóknir geta tekið um eða yfir 10 ár. Því er freistandi að reyna að finna auðveldari aðferðir og um leið ódýrari, sem hægt er að nota til að hafa áhrif á frásog lyfja og dreifingu. Með nýjum og betri lyfjaformum reynast oft gömul og velþekkt lyf betur en ný. Gömul lyf í nýjum búningi fá oft nýtt lækningafræðilegt gildi. Með þetta í huga hef ég rannsakað fléttur (komplexa) lyfja og cýklódextrína og frásog lyfja í gegnum húð. Mynd 1 á að sýna feril lyfs í líkamanum Grein þessi er byggð á erindi sem höfundur flutti á ráðstefnu um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands þann 6. desember 1992. Erindinu var ætlað að gefa stutt yfirlit yfir helstu rannsóknir sem höfundur hefur stundað undanfarin 15 ár. (2). Við gefum lyf í ákveðnu lyfjaformi, til dæmis töflu. Taflan þarf að sundrast í meltingarveginum og lyfið að leysast upp áður en það getur frásogast út í blóðrásina. Hæfni lyfjaformsins til að láta frá sér lyfið í uppleystu formi ákvarðar lyfjagerðarfræðilegt aðgengi (pharmaceutical availability) lyfsins í lyfjaforminu. Þegar lyfið hefur leyst upp frásogast það út í blóðrásina. Hæfni lyfjasameindarinnar til að frásogast frá meltingarveginum og komast óskaddað framhjá lifrinni og út í hina almennu blóðrás líkamans ákvarðar líffræðilegt aðgengi (biological availability) hennar. Aðgengi lyfs skiptist þannig í lyfjagerðarfræðilegt aðgengi og líffræðilegt aðgengi. Eftir að lyfið hefur frásogast út í blóðrásina, dreifist það með blóðrásinni um líkamann, brotnar niður í ýmis virk og óvirk umbrotsefni og að lokum er það skilið út úr líkamanum í óbreyttu formi eða sem umbrotsefni. Yfirleitt nær aðeins lítill hluti lyfsins að tengjast viðtækjum líkamans og valda tilætluðum lyfhrifum. Því má ef til vill líkja venjulegri lyfjameðferð sjúkdóma við að skjóta flugu með haglabyssu. Ef við skjótum nógu oft og nógu lengi tekst okkur sennilega að lokum að aflífa fluguna en flest höglin missa marks og valda spjöllum á umhverfinu. I rannsóknum mínum hef ég reynt að gera notkun lyfja markvissari þannig að hægt yrði að ná jafngóðum eða betri lækningafræðilegum árangri með minni lyfjaskammti. Frá því að ég fór að stunda rannsóknir í lyfjafræði hef ég aðallega rannsakað á hvern hátt hægt er að beita ýmsum efnafræðilegum og eðlisefnafræðilegum aðferðum til að hafa áhrif á frásog og dreifingu lyfja í líkamanum. í rannsóknum mínum hef ég meðal annars haft eftirfarandi til hliðsjónar: 1. Frásog lyfs og dreifing (farmakókínetik lyfs) í líkamanum er meðal annars háð

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.