Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 43

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 43
LÆKNABLAÐIÐ 131 HÆFNI PSA/PAP TIL AÐ GREINA Á MILLI GÓÐKYNJA HVEKKSAUKNINGAR OG KIRTILFRUMUKRABBAMEINS í HVEKK Höfundar: Gunnar Þór Jónsson, Þorsteinn Gíslason, Landakoti. Liðin eru 13 ár frá því að tókst að einangra sérhæfðan hvekksmótefnavaka (Prostata specific antigen, PSA). PSA er sykrungshvíta (glycoprótein) (134 þús Dalton), sem er eingöngu framleitt í þekjufrumum hvekks (prostata epithelium). 99,7% kirtilfrumukrabbameina í hvekk innihalda PSA. Tilgangur rannsóknarinnar er að bera saman næmi og sértæki PSA vs PAP (prostata acid phoshpatase) til greiningar á kirtilfrumukrabbameini í hvekk, í karlmönnum, sem hafa einkenni um þvagteppu vegna hvekksaukningar. Rannsóknin er afturleitin (retrospective). Farið var yfir sjúkraskýrslur sjúklinga, sem gengust undir TURP á Landakoti 1990-1991. Skilyrði fyrir inngöngu í rannsóknina var, að mælt hafi verið PSA og/eða PAP, að meinafræðileg greining liggi fyrir og að sjúklingur hafi ekki gengist undir TURP á undanfarandi tveimur árum (1988-1989). Aðeins var skráður einn TURP hjá hveijum á þessu tímabili (sá fyrri/fyrsti). Hæfir í rannsóknina reyndust 151 einstaklingur. Niðurstöður: Næmi PSA= 87,5% (35/40), næmi PAP= 75% (33/44). PSA var hækkað (>4ng/ml) í öllum krabbameinum, sem PAP var hækkað í (>l,9/rAg/L). PAP var ekki hækkað í 4 af þeim krabbameinum sem PSA var hækkað í. Munurinn á prófunum er nánast eingöngu í nýgreindu og staðbundnu krabbameini, þar sem að PSA var >4ng/ml í 83% (19 af 23) en PAP >l,9/rg/L í 69% (18 af 26). 50% sjúklinga með góðkynja hvekksaukningu voru með PSA >4ng/ml en 40% með PAP > 1,9/ig/L. Eins og á þessum tölum sést er sértæki PAP úr sögunni, nýjar greiningaraðferðir (RIA) eru það nákvæmar að næmi prófsins hefur stórbatnað en það er á kostnað sértækninnar. Næmi PSA mælinga til greininga á kirtilfrumukrabbameini í hvekk kemur vel út í samanburði við endaþarmsþreifingu. Allir sem PSA missir (er <4ng/ml) dæmast með góðkynja stækkun við þreifingu en reynast með krabbamein samkvæmt vefjagreiningu (stigun A1/A2). Alyktun: 1. Hætta mælingum á PAP hvort sem er í eftirlits- eða greingarskyni fyrir kirtilfrumukrabbamein í hvekk. Ekki fást viðbótarupplýsingar við það sem fæst við PSA mælingu eina saman. 2. Óskynsamlegt að láta sjúklinga, sem dæmast með góðkynja stækkun hvekks samkvæmt endaþarmsþreifingu en hækkað PSA á biðlista um langan tíma. PSA mæling ætti því að koma að notum við forgangsröðun fyrir TURP eða sýnatöku (biopsiu) úr hvekk hjá karlmönnum með þvagteppueinkenni vegna (áætlaðrar) góðkynja hvekksaukningar. ORSAKIR GETULEYSIS MEÐAL UNGRA ÍSLENSKRA KARLA: NIÐURSTÖÐUR ÆÐARANNSÓKNA OG NÆTURRISMÆLINGA Höfundar: Magnús Gottfreðsson, Guðmundur Vikar Einarsson, Guðmundur S Jónsson, Landspítala. Inngangur: Hér á landi hafa litlar rannsóknir verið gerðar á kynlífstruflunum enda um viðkvæmt og vandrannsakað mál að ræða. f hinum vestræna heimi er getuleysi (impotence) talið hrjá allt að 10% fullorðinna karla. Efniviður og aðferðir: Við gerðum afturskyggna (retrospective) rannsókn á öllum körlum sem vísað var í kyngeturannsóknir á sex ára tímabili 1986-1991. Sjúkraskrár og niðurstöður rannsókna hjá körlum undir fertugu voru teknar út og kannaðar sérstaklega. Blóðþrýstingur í upphandlegg og getnaðarlim var mældur með ljósplethysmografíu og út frá þeim niðurstöðum var reiknaður getnaðarlims/upphandleggs fasti (penile-brachial index). Næturrismælingar (Noctumal penile tumesence) vom gerðar af körlunum sjálfum með Tumistore stöðumæli í tvær til þrjár nætur. Niðurstöður: Á þessu sex ára tímabili voru 282 karlar rannsakaðir vegna getuleysis (meðalaldur 53,6 ár, bil 19,0-79,4 ára). Af þessum hóp voru 33 karlar yngri en 40 ára (11,7% hópsins). Hjá 31 af þessum 33 körlum var gerð næturrismæling, en hún mistókst hjá fjóram. Af þeim 27 körlum, þar sem niðurstöður mælinga lágu fyrir reyndust 17 vera með eðlilegt ris og tveir vora á mörkum þess eðlilega (19/26, 73%). Af þeim átta körlum, sem ekki höfðu næturris vora þrír með leka á bláæðum getnaðarlims (staðfest með cavernosografiu) og fóru þeir í aðgerð. Þrír vora með sögu um áverka á grindarholslíffæri eða meiri háttar aðgerð á kynfæram. Einn var með langvinna nýmabilun. Hjá einum fundust engar fullnægjandi líkamlegar skýringar. Af körlum með óeðlilega næturrismælingu reyndist enginn vera með blóðflæðishindran til getnaðarlims (penile- brachial index <0,8). Umrœða: Getuleysi er ekki óalgeng kvörtun meðal ungra karla en í flestum tilvikum (3/4) virðist það eiga sér geðrænar orsakir, jafnvel innan hóps þar sem ástæða er talin til ítarlegra rannsókna. Æðaþrengsli era sjaldan orsök getuleysis hjá mönnum yngri en 40 ára og ekki ástæða til að mæla blóðflæði til penis nema rökstuddur granur um flæðistregðu liggi fyrir. Oftast má rekja orsakir getuleysis af líkamlegum orsökum með góðri sögutöku. HERSLIMEÐFERÐ VATNSHAULA OG LYPPUBLAÐRA MEÐ POLYDACANOL (AETHOXYSKLEROL) Höfundar: Theodór Sigurðsson, Slaffan Jahnson, Jan-Erik Johansson, Örebro, Svíþjóð. Formáli: Phenol, tetracyclin og sodium tetradecyl sulphate (STD) era oft notuð við herslimeðferð (sclerotherapy) vatnshaula (hydrocele testis) og lyppublaðra (spermatocele). Helstu vankantar hafa verið verkir og þörf á endurteknum meðferðum. Við könnuðum áhrif polidacanol í framsýnni rannsókn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.