Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 41
LÆKNABLAÐIÐ 129 Hitt tilfellið var 62 ára kona, með gamla berkla og hægra lungabrottnám 1989 vegna aspergilloma, sem í tvö ár var búin að vera með vilsandi op (bronchopleural fistil) hægra megin. I desember 1991 var árangurslaust reynt að loka fistlinum beint meðal annars með vöðvahúðfiipa byggðum á hægri brjóstvöðva (m.pectoralis major dx). Því var hún skorin á ný í byrjun mars 1992 með hauslægt byggðum TRAM flipa og berkjustúfurinn jafnframt endurskoðaður. LASERMEÐFEÐ VIÐ VALBRÁ. KYNNING Á NÝRRI STARFSEMI VIÐ LANDSPÍTALANN Höfundur: Olafur Einarsson, Landspítala. »Fæðingarblettir« af æðauppmna skiptast í tvo meginflokka: a) Blóðæðaræxli (Hæmangioma), sem geta verið af háræðartoga (capiller) eða hol (cavemös). Langflest koma í ljós í og eftir fæðingu og hröma síðan en 2% þarfnast meðferðar vegna mikils vaxtarhraða og fylgikvilla svo sem sáramyndunar, blæðingar og þrýstings á aðliggjandi vefi. b) Æðavanskapanir (Vasculer malformationir), svo sem »púrtvínsbletti« (PWS), en þeir em alltaf til staðar við fæðingu, engin hrömun á sér stað og vaxtarhraði (fmmuskipting) jafn alla ævi. Tíðnin er 3 af 1000 fæddum og ýmsir fylgikvillar og aukverkanir fylgja gjaman, svo sem gláka, vangefni og vemleg blæðing eftir áverka. Mun sjaldgjæfari vanskapanir em af háræða-, sogæða- eða bláæðauppruna. Fyrri meðferð: Uppskurðir (húðflutningur), kuldameðferð (cryotherapia), geislun, rafmagn (electrocoagulation), húðflúr og fleira heyrir nú sögunni til, einkum hvað snertir valbrá og lasergeislar tekið við. Rubylaser var fyrst notaður, en vefjaskemmd ekki sértæk, vegna ósérhæfðrar upptöku orkunnar, og tíðni örmyndunar há. Argonlaser kom um miðjan áttunda áratuginn og orka hans sértækari hvað upptöku blóðrauðans (oxyhemoglobin) snerti og árangur mun betri og varð hann kjörmeðferð víða um heim, en örmyndun þó enn 9- 26% og ljósleit litbrigði sátu oft eftir. Einkum var árangur í lakara lagi við ljósrauðar breytingar hjá bömum. Koltvíildislaser er sambærilegur við Argonleaser hvað árangur snertir, en tæknilega vandmeðfamari. Sértœk ijóshitaeyðing (selective photothermolysis): Ollum fyrrgreindum æðalesionum er það sammerkt, að þær em blóðfylltar og þéttni blóðrauða því há. Árið 1983 settu Anderson og Parrish fram kenningu um að lasergeisli með ákveðna bylgjulengd, tíðni og orkuþéttni myndi sértækt takast upp af blóðrauða og valda þannig hitaskemmd innan á æðaveggjunum án skaða fyrir utanliggjandi vef. Einkum mætti orkan ekki takast upp af húðlitarefninu melanin, sem hefur svipaða upptökueiginleika og blóðrauði, því þá væri hætta á litabrigðum og jafnvel örmyndun. Lasertæki með þessa eiginleika svo kallað »pulsed dye Iaser« hefur verið þróað og markaðssett og sýnt yfirburðaárangur við meðferð valbrár. Hefur breiðst hratt út og nýverið var slíkt tæki tekið til notkunar á Landspítalanum. Verður því hægt að meðhöndla sjúklinga með valbrá hér á landi, en þeir hafa til skamms tíma verið sendir erlendis til meðferðar. ANDLITSLÝTI AF ÓÞEKKTUM UPPRUNA (SJÚKRATILFELLI) Höfundur: Sigurður E Þorvaldsson, Borgarspítala. Sjúkrasaga: Fjömtíu og þriggja ára kona með sjö ára sögu um útbrot og fmnsur kringum munn og nef og bólgna eitla undir kjálkabörðum. Þykkildi undir útbrotum breytast í djúp sársaukalaus sár. Vefjasýni hjálpuðu ekki til greiningar, sýndu einungis örvefsmyndun (fibrosis) og bólguvef (granulation), PAD: ulcus chronicum. Skoðun og rannsóknir hjá lyflækni og ónæmislækni leiddu ekki til annarrar sjúkdómsgreiningar en »króniskt sár«. Sjúklingur tekinn til meðferðar eftir að sjúkdómsástand hafði virst óbreytt í meira en tvö ár. Vandamál til meðferðar vom: 1. ör í andliti og á höku, 2. hluta af neðri vör vantar, 3. vilsandi aukaop úr nefi (fistula naso-cutanea) í hægri nös, 4. hnúður á nefi. Skurðaðgerðir: 1. lagfært ör, 2. sköpulagsaðgerð á vör (vararplastik), 3. lokað opi (fistulu), 4. sköpulagsaðgerð á nefi (rhinoplastik). Það er umdeilanlegt að taka sjúkling til endursköpunaraðgerðar í andliti án þess að hafa nákvæma sjukdómsgreiningu. Að neita sjúklingi um slíka meðferð gat varla talist sanngjamt þar eð ástand hennar hafði verið óbreytt í meira en tvö ár og skapaði konunni nokkurn félagslegan og andlegan vanda. Hver er greiningin? Á að gera frekari aðgerðir ef ný vandamál koma t' ljós? ÖRMYNDUN SEM AUKAKVILLI VIÐ FESTINGU Á ANDLITSHÚÐ Höfundur: Sigurður E Þorvaldsson, Borgarspítala. Efnafesting á andlitshúð (chemical face peeling) til þess að milda eða Ijarlægja hmkkur hefur verið notuð lengi. Lister hóf notkun phenols í læknisfræði 1867 og George Mackee, húðlæknir, fór að nota phenol-blöndu 1903 til meðferðar á acne-öram. I kringum 1920 fóm leikmenn að nota phenol-blöndur til að milda ellibreytingu húðar í andliti. Árið 1961 greindi Baker í Miami frá notkun phenols til meðferðar ellibreytinga í andliti og vegna þeirrar vinnu og skrifa verður meðferðin nokkuð kunn. I bók sinni »Facial Rejuvenation of The Face« segja Baker og Gordon: »Við höfum aðeins fengið örmyndanir í fjórum tilfellum en meðhöndlað fleiri. Flest tilfellin kringum munn.« I könnun, sem Litton og Trinidad gerðu 1981 sögðust 21% skurðlækna, sem svömðu hafa fengið örmyndanir við þessa meðferð. I umræðu um þessa rannsókn sagði Baker: » Ormyndun er mjög óvenjuleg við efnafestingu húðar. Enginn veit raunvemlega orsök, en slík örmyndun er oft talinn vegna rangrar notkunar plásturs á ert svæði.« Það er með þennan bakgrunn t' huga, sem ég kynni eftirfarandi tilfelli. Mynd er sýnir sjúkling tveimur ámm eftir efnafestingu. Áberandi yfirörmyndun (hypertrophisk ör) í kringum munn og sífellt raki í munnviksfellingum. Hverjir vom valkostimir? Gera ekkert? Gera eitthvað? Sterar? Skurðaðgerð? Örsvæði skorið í burtu og nef-varar (naso-labial) flipa snúið í sár. Einu ári síðar telur sjúklingur sig betri. Hvað hefðuð þið gert?

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.