Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 121-2 121 Dögg Pálsdóttir LAGAREGLUR UM VIÐBRÖGÐ VIÐ ÓVÆNTUM ATVIKUM í HEILBRIGÐISÞJÓNUSTU INNGANGUR Þess eru dæmi að Rannsóknarlögregla ríkisins sé kölluð til þegar óvænt atvik gerast í heilbrigðisþjónustunni. Sjálfsagt hafa fleiri en ég velt því fyrir sér hvort eðlilegt sé að kalla lögregluna á vettvang í slíkunt tilvikuin. Sannleikurinn er nefnilega sá að í heilbrigðisþjónustunni þróast mál iðulega á annan veg en til var stofnað. Einföld skurðaðgerð getur endað með því að sjúklingur deyr. Sjúklingur sem liggur inni á sjúkrahúsi til rannsóknar dettur fram úr rúmi og brýtur sig, fær röng lyf eða rétt lyf í röngum skömmtum. Röng aðgerð er framkvæmd á sjúklingi. Eru einhver þau tilvik í heilbrigðisþjónustunni þess eðlis að eðlilegt sé að tilkynna þau til rannsóknarlögreglu? A að gera það stundum og meta alvarleika hins óvænta atviks eða í hvert sinn sem eitthvað óvænt ber að höndum? Eða eigum við einhver önnur úrræði þegar óvænt atvik ber að höndum í heilbrigðisþjónustunni? Viðfangsefni mitt hér í dag er það hvort íslensk löggjöf segi eitthvað um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu og þá hvað. ÓVÆNT DAUÐSFÖLL Enn eru í gildi lög nr. 42/1913 um ntannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum. Samkvæmt þessum lögunt er það mannskaði ef maður deyr voveiflega og voveiflegur dauðdagi er það er bráður bani hlýst af einhverri annarri orsök en undanfarandi sjúkdómi, hvort heldur um er að ræða slys, sjálfsmorð eða manndráp. Tilgangur þessara laga var fyrst og fremst sá að koma fastara skipulagi á skýrslugerð um mannslát af slysförum og að gera skráningarkerfi dauðsfalla af völdum slysa skilvirkara. Lögin Erindi þetta var flutt á fræðslufundi Félags um heilbrigðislöggjöf 30. mars 1992. Höfundur er lögfræðingur og starfar sem deildarstjóri í Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. geyma skýrar og ákveðnar reglur um skyldur manna til að tilkynna slysfarir á sjó og landi og fund á líkum. Þau kveða á um, að ætíð skuli fara fram rannsókn á því hvernig dauða hefur borið að höndum. Tilkynningar skulu sendar til hlutaðeigandi lögreglustjóra eða hreppstjóra. Við athugun á því hvort íslensk löggjöf segi eitthvað um viðbrögð við óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustu vaknar sú spurning hvort þessi lög nái til óvæntra dauðsfalla innan heilbrigðisstofnana? Telst það voveiflegur dauðdagi í skilningi laganna ef sjúklingur sem gengur undir minniháttar aðgerð deyr óvænt í kjölfar hennar eða er eðlilegt að telja að orsök dauðdagans sé undanfarandi sjúkdómur og þar með sé dauðdaginn ekki voveiflegur í skilningi laganna? Er það voveiflegur dauðdagi í skilningi laganna ef sjúklingur fær ranga lyfjagjöf inni á heilbrigðisstofnun með þeim afleiðingum að hann deyr. Lögin svara þessu ekki, enda ekki að furða. Þegar þau voru sett, voru heilbrigðisstofnanir fáar og aðstæður aðrar en nú. Þó dæmi séu til um annað hafa lögin að meginstefnu til verið túlkuð og framkvæmd svo að þau nái ekki til óvæntra dauðsfalla innan veggja heilbrigðisstofnana, án tillits til þess hvort dauðdaginn sé í orsakasamhengi við undanfarandi sjúkdóm eða ekki. I ljósi tilgangsins með setningu laga um mannskaðaskýrslur og rannsókn á fundnum líkum tel ég þessa túlkun þeirra og framkvæmd eðlilega. En hvað um önnur lagaákvæði ? MISTÖK EÐA VANRÆKSLA I læknalögum nr. 53/1988 var að finna ákvæði í 18. gr. 2. mgr. svohljóðandi: »Verði lœknir í starfi sínu var við mistök eða vanrækslu af hálfu lœkna eða annarra heilbrigðisstarfsmanna og œtla má að skaði

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.