Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 42
130 LÆKNABLAÐIÐ AÐGERÐIR VEGNA HÁRRAR (SUPRALEVATOR) VÖNTUNAR Á ENDAÞARMI OG BAKRAUF (ANORECTAL AGENESIU) Höfundur: Guðmundur Bjarnason, Landspítala. Til að meta árangur aðgerða og til að bera saman árangur kviðspangardrátts (abdominoperineal pull-through) aðgerðar (AP) og afturmiðlægrar sköpulagsaðgerðar á endaþarmi og bakrauf (posterior sagital anorectoplastik) aðgerða (PSARP), hefur verið safnað upplýsingum um alla sjúklinga, sem komið hafa til meðferðar á Landspítala vegna hárrar vöntunar á endaþarmi og bakrauf á árabilinu 1930-1990. Fyrstu 40 árin komu aðeins þrír sjúklingar til meðferðar, en níu sjúklingar eftir 1970. Þannig hafa einungis 12 sjúklingar fundist, sem með vissu voru haldnir þessum meðfædda galla. Af þeim eru fjórir látnir, en af þeim átta sem lifa, hafa fjórir undirgengist kviðspangaraðgerð. Einn þeirra flutti af landi brott skömmu eftir aðgerð og því ekki með í könnuninni. Þrír hafa undirgengist PSARP aðgerð og einn gengur enn með colostomiu vegna annarra flókinna missmíða. Þannig eru aðeins sex sjúklingar aðgengilegir til skoðunarinnar. Gerð var endaþarmsþrýstimæling (anorectal manometria), NMR (segulómun) og líkamsskoðun á þessum sjúklingum. Þar sem efniviðurinn er svona fátæklegur verða engar ákveðnar ályktanir dregnar af þessari skoðun, en þó sýnist manni að árangur PSARP aðgerðar sé betri en AP aðgerðarinnar með tilliti til saurheldni, sem auðvitað er það sem mestu skiptir fyrir sjúklinginn. STEINBRJÓTUR-ESWL (EXTRACORPOREAL SHOCKWAVE LITHOTRYPSY) MEÐFERÐ NÝRNASTEINA Höfundar: Arsœll Kristjánsson, Robert Swartz, Örebro, Svíþjóð. Inngangur: Rúmlega áratugur er liðinn frá því Chaussy birti fyrstu niðurstöður meðferðar með steinbrjót-ESWL á sjúklingum með nýmasteina. Aðferðin hefur þróast og er í dag höfuðaðferð við meðferð flestra steina í efri þvagfærum. Sífellt fullkomnari tæki hafa komið á markaðinn, ódýrari í innkaupum og rekstri, en eldri tæki. I Örebro var þessi aðferð tekin í notkun í aprfl 1988. Aðferðir, efniviður: Frá því að meðferð hófst í Örebro hefur verið í notkun Direx tæki Triptor X en einnig hefur nýr sænskur steinbrjótur, Lithocut, verið prófaður. Bæði tækin byggja á »spark gap« tækni við framköllun höggbylgja. Röntgengegnumlýsing í tveimur plönum er notuð við staðsetningu steina. Við steina >13 mm í þvermál er »double pigtail stent« lagt upp í nýrað »push bang« en ef það mistekst er lagt »double pigtail stent« framhjá steininum áður en ESWL meðferð hefst. Við steina >3 cm að stærð er gerð »percutan nephrolithotomy« (PCNL) ein sér eða í tengslum við ESWL meðferð. Meðferð með Triptor X fer fram í svæfingu en svæfing er óþörf við meðferð með Lithocut. Niðurstöður: I dag hafa 610 sjúklingar verið meðhöndlaðir. Eftir meðferð í Triptor X voru 80% sjúklinga steinfríir eða höfðu stein <5mm í þvermál á nýmamynd þremur mánuðum síðar. Árangur er háður stærð, staðsetningu og samsetningu steina og einnig líffærafræði nýrnabikara og nýmaskjóðu. Endurmeðferðar var þörf hjá 12% sjúklinga. Hjá 4% sjúklinga myndaðist steingat eftir meðferð. Meðallegutíminn á sjúkrahúsi voru tveir dagar (1-8 dagar) og flestir sjúklingar vom vinnufærir við útskrift. Árið 1990 var gerð ein opin aðgerð vegna steins en fyrir daga ESWL vom gerðar um 120 opnar aðgerðir árlega. Umrœða: ESWL meðferð er árangursrík og ömgg við flesta steina í efri þvagfæmm. Aukin stærð steina kallar á hliðaraðgerðir til að auka árangur ESWL meðferðarinnar. Árangur meðferðar á steinum í þvagleiðumm (ureters) er ekki eins góður og á steinum í nýmm. Meðferð með ESWL hefur leitt til spamaðar og hagræðingar borið saman við eldri aðferðir. LASERSTEINBRJÓTUR (PULSED DYE LASER) Höfundar: Arsœll Kristjánsson, Robert Swartz, Örebro, Svíþjóð. Inngangur: Meðferð steina í þvagleiðumm (ureteral stones) hefur gjörbreyst á undanfömum ámm. Steinbijótur-ESWL og þvagleiðarasjá (ureteroscopy) hafa að mestu komið í stað opinna aðgerða. Við steinsundmn gegnum þvagleiðarasjá hefur aðallega verið notast við rafvatns- (electrohydrolic) eða hljóðbylgju- (ultrasonic) tækni. Á allra síðustu ámm hefur notkun laser verið möguleg. I Örebro hefur þessi aðferð verið í notkun síðan í janúar 1991. Aðferðir, efniviður: Litarefnislaser (pulsed dye laser) með bylgjulengd 504 nm (Candela MDL-2000) myndar orku, sem flyst með röð af örstuttum púlsum (1,2 microsec). Púlsarnir em leiddir í quartz ljósleiðara (fiber), sem er 320 microns (0,32 mm) í þvermál. í gegnum litla þvagleiðarasjá er ljósleiðarinn lagður í snertingu við steininn og sundmn fer fram. Notkun lítilla þvagleiðarasjáa (miniureteroscope) (7F, 2,3 mm) hefur gert útvfkkun þvagleiðarans (ureteral orfice) nánast óþarfa. Árið 1991 meðhöndluðust 109 sjúklingar með þessari aðferð í Örebro. Staðsetning steina var eftirfarandi: 69 vom neðst, 23 efst og 14 í miðhluta þvagleiðaranna auk þriggja steina í nýmm. Innlögn á sjúkrahús var óþörf hjá 34 sjúklingum og hjá 23 sjúklingum var svæfing óþörf. Stærð steina var á bilinu 3 mm til 20 mm, meðalþvermál 8 mm. Niðurstaða: Gerð er grein fyrir 101 sjúklingi hér. Endurmeðferð var gerð í átta tilvikum (þrjár neðst, fimm efst). Á nýmamynd einum mánuði eftir meðferð sáust í engu tilfelli merki steina. Meðallegutími á sjúkrahúsi var 2,7 dagar (1-20 dagar). Þvagleiðarinn (ureteral orfice) var víkkaður í fjómm tilfellum (3 strictúmr). Meðalaðgerðartími var 33 mínútur (5-120 mín.). Einn sjúklingur fékk rifu á þvagleiðara, sem meðhöndlaðist án inngrips og tveir sjúklingar fengu hita eftir meðferð > 39° C. Umræða: Meðferð með lasersteinbijót er árangursrík við steina í þvagleiðurum og endurmeðferð sjaldgæf. Aðgerðartími er stuttur og meðferðin getur í mörgum tilfellum farið fram án innlagnar á sjúkrahús. Steinar í neðsta hluta þvagleiðarans meðhöndlast oft án svæfingar.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.