Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 34
122
LÆKNABLAÐIÐ
hljótist af skal hann tilkynna það landlœkni.
Sama skylda hvílir á öðrum heilbrigðisstéttum
og öðrum þeim sem vinna með lœknum.«
Læknalögin gengu í gildi 1. júlí 1988 og var
ákvæði þetta nýmæli. Ef ákvæðið er skoðað
nánar sést strax að á því eru annmarkar. Það
býður læknum eða öðrum heilbrigðisstéttum
að tilkynna þegar þeir verða varir við mistök
eða vanrækslu af hálfu annarra. Jafnframt
bindur það tilkynningaskylduna við það að
ætla megi að skaði hljótist af.
Snemma árs 1990 fór skurðaðgerð öðruvísi
en fyrirhugað var. Sjúklingurinn dó á
skurðarborðinu. Viðbrögð sjúkrahússins urðu
þau að kalla til Rannsóknarlögreglu ríkisins,
að því er virðist nteð stoð í fyrrnefndum
lögum frá 1913.
Atburðurinn og viðbrögð við honum sýndi
að tilkynningarskylduákvæði læknalaganna
var hvorki nægilega skýrt né nógu víðtækt.
A þessum tíma var til meðferðar hjá Alþingi
frumvarp til laga um breytingu á læknalögum.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
greip því það ráð að senda þingnefndinni sem
fjallaði um málið tillögu að breytingu á 18. gr.
læknalaganna. Sú breyting náði fram að ganga
og hljóðar ákvæði 2., 3. og 5. mgr. nú svo:
»Verði læknir í starfi sínu var við mistök
eða vanrœkslu af luílfu lœkna eða annarra
heilbrigðisstarfsmanna skal hann tilkynna
það landlækni. Sama skylda hvílir á öðrum
heilbrigðisstéttum og öðrum þeim sem vinna
með lœknum.
Hljótist skaði af læknisverki skal læknir sá
sem verkið vann eða yfirlæknir tilkynna það til
landlæknis.
Ráðherra setur reglur um meðferð landlæknis
á málum skv. 2. og 3. mgr.«
Hér var sú breyting gerð á
tilkynningarskyldunni að hún var ekki háð því
að skaði yrði að hljótast af. Sömuleiðis var
hún víkkuð út í þá veru að el' skaði hlytist af
læknisverki, skyldi sá læknir sem verkið vann
eða yfirlæknir tilkynna það. Loks skal setja
nánari reglur um meðferð landlæknis á þeim
málum sem hann fær tilkynningu um vegna
þessa lagaákvæðis.
Eftir að þessi breyting gekk í gildi gerðist
það á sjúkrahúsi einu hér í borg að aðgerð
var framkvæmd á röngum útlimi. Þrátt fyrir
skýr lagaákvæði var Rannsóknarlögregla
ríkisins kölluð til og annaðist rannsókn
málsins. Samkvæmt þeim upplýsingum sem
ég hef aflað mér hjá embætti landlæknis
er nánast hendingu háð hvort embættinu
berist tilkynningar um óvænt atvik. Oft berst
embættinu vitneskja um slíka atburði löngu
síðar þegar lögmenn snúa sér til embættisins
með kvörtun vegna hans.
LOKAORÐ
Niðurstaða mín er því sú, að lagalega sé
nokkuð skýrt hvernig bregðast skuli við
óvæntum atvikum í heilbrigðisþjónustunni.
Þau skal tilkynna landlækni og skal embætti
hans rannsaka hveil einstakt tilvik. Lögreglu
á ekki að kalla á vettvang þótt óvænt atvik
verði í heilbrigðisþjónustu nema málsatvik
séu með þeim hætti að grunur leiki á að um
hegningarlagabrot sé að ræða.
Eg tel brýnt að setja reglur um meðferð
landlæknis á málum sem tilkynnt eru til hans
samkvæmt fyrirmælum 18. gr. læknalaga.
I þeim reglum þyrfti að kveða skýrt á
um það hvenær kveðja skal til lögreglu. í
framhaldi þessa er mikilvægt að gera öllum
heilbrigðisstofnunum skýra grein fyrir því,
hverjar skyldur þeirra eru þegar óvænt atvik
ber að höndum í heilbrigðisþjónustunni.