Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 12
100
LÆKNABLAÐIÐ
með því að koma fyrir í byggingu þeirra
veikum tengjum sem rofna auðveldlega
fyrir áhrif ensíma í líkamanum. Niðurbrot
mjúkra lyfja í líkamanum verður þannig
með stjórnanlegum hraða og stefnu, það
er þau brotna niður í fyrirfram ákveðin
umbrotsefni í líkamanum án myndunar virkra
milliefna. Dæmi um mjúkt lyf er barksterinn
lóteprednól etabónat (12). Þetta mjúka lyf var
myndað á eftirfarandi hátt (mynd 4). Fyrst
var fundið óvirkt og óeitrað umbrotsefni
stera og fyrir valinu varð kortíensýra. Þá
var tveimur byggingareiningum bætt á
umbrotsefnið þannig að bygging mjúka
sterans líktist virkuin efnasamböndum í
flokki kortikóstera. Þess var þó vel gætt
að þessar byggingaeiningar væru tengdar
upphafsefninu (það er umbrotsefninu) með
tengjum sem rofna auðveldlega in vivo. Fyrir
valinu urðu estertengi sem oftast hýdrólýserast
auðveldlega í líkamanum. Lyfhrif lóteprednóls
etabónats reyndust vera svipuð og lyfhrif
betametasóns og rannsóknir á umbroti lyfsins
í rottum sýndu að lyfið brotnaði niður í hið
fyrirfram ákveðna umbrotsefni. Umbrotsefnið
er vatnssækið og skilst auðveldlega út úr
líkamanum. Verið er að þróa lyfið sem
bólgueyðandi augnlyf. Rannsóknir á mönnum
hafa leitt í ljós að þessi mjúki barksteri hefur
mun færri aukaverkanir en þeir sterar sem nú
eru almennt notaðir. Önnur dæmi um mjúk lyf
eru mjúkar afleiður beta-blokkera (13).
RANNSÓKNIR Á NÝJUM
LYFJAFORMUM
Cýklúdextrín: Cýklódextrín er samheiti á
flokki náttúrulegra efnasambanda. Þau voru
fyrst einangruð árið 1891 og bygging þeirra
var ákvörðuð rétt fyrir seinni heimsstyrjöldina
(14). Það var þó ekki fyrr en með tilkomu
líftækninnar að hægt var að framleiða þau í
nægilegu magni til að hægt væri að rannsaka
eðlisefnafræðilega eiginleika þeirra til hlítar.
Cýklódextrín eru hringlaga fásykrungar
sem myndaðir eru úr 6 (a-cýklódextrín),
7 (/J-cýklódextrín) eða 8 (7-cýklódextrín)
glúkósaeiningum tengdum saman með
a-(l,4) tengjum (mynd 5). Utan á
sameindunum er fjöldi hýdroxýhópa og eru
þær því vatnssæknar og leysast því oftast vel
upp í vatni. Hið innra, í »bollanum« eða opinu
í miðju sameindanna, eru þær fitusæknar.
Hægt er að auka vatnsleysanleika margra
fitusækinna lyfja með því að koma þeim fyrir
í þessu opi í miðju cýklódextrínsameindanna
(mynd 6). Mjög veikir kraftar halda
lytjasameindunum í opinu og losna þær því
auðveldlega frá cýklódextrínsameindunum.
Rannsóknir hafa sýnt að í lausn eru
lyfjasameindirnar á stöðugu flakki inn
og út úr opi cýklódextrínsameindanna.
Þessar fléttur lyfja og cýklódextrína eru í
raun örhúðaðar lyfjasameindir (molecular
microencapsulation) sem leiða mjög oft
til breytinga á eðlisefnafræðilegum og
líffræðilegum eiginleikum lyfjanna, svo sem
stöðugleika þeirra, bæði á föstu formi og
í lausn, og frásogi (lyfjagerðarfræðilegu
aðgengi) þeirra í gegnum lífrænar himnur.
Stöðugleiki fléttanna ræðst meðal annars af
stærð opsins í miðju cýklódextrínsameindanna,
það er hversu vel lyfjasameindirnar falla inn í
opið (15-19). Mörg lyf mynda mjög stöðuga
fléttu með /3-cýklódextríni.
/3-Cýklódextrín er þó það cýklódextrín sem
hefur hvað ininnstan leysanleika í vatni. Hægt