Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 10
98 LÆKNABLAÐIÐ og salicýlsýra en olli minni aukaverkunum. Þetta var árið 1897 (4). Síðar kom í ljós að acetýlsalicýlsýra hefur önnur og meiri lyfhrif en salicýlsýra, en það er önnur saga. Það er enn algengt að acetýlsalicýlsýra valdi óþægindum í maga vegna ertandi áhrifa lyfsins á magaslímhimnuna. Talið er að þessi ertandi áhrif séu bundin við sýruhópinn á acetýlsalicýlsýrusameindinni og að draga megi úr þessum óþægindum með því að tengja við sýruhópinn flutningseiningu sem klofnar frá eftir að lyfið hefur frásogast. Þannig er reynt að mynda forlyf af acetýlsalicýlsýru sem upphaflega var samtengd sem einskonar forlyf salicýlsýru. Eins og áður hefur komið fram er acetýlsalicýlsýra ester salicýlsýru og ediksýru. Eftir að acetýlsalicýlsýra hefur frásogast frá meltingarveginum brotnar hún hratt niður í salicýlsýru fyrir áhrif esterasa í blóði (t'/i = 13 til 19 mínútur í mönnum). Ef acetýlsalicýlsýra á að myndast in vivo eftir frásog forlyfsins verður flutningseiningin að klofna hraðar frá forlyfinu en acetýl hópurinn (það er ediksýruhópurinn). Fyrir nokkrum árum samtengdi ég þrjár afleiður af acetýlsalicýlsýru (5-7). Af þessum þremur afleiðum brotnaði ein niður í acetýlsalicýlsýru in vivo í hundum og telst því vera forlyf (mynd 2). In vitro rannsóknir sýndu einnig að forlyfið brotnar aðallega niður í acetýlsalicýlsýru í plasma úr mönnum við 37°C. Þetta forlyf acetýlsalicýlsýru er dæmi um forlyf sem er myndað til að draga úr aukaverkunum lyfsins með því að hafa áhrif á frásog þess frá meltingarveginum. Það er einnig hægt að hafa áhrif á dreifingu lyfja í líkamanum með myndun forlyfja. Mörg lyf, svo sem krabbameinslyf og sýklalyf, komast treglega í gegnum blóð- heilahemilinn (blóð-heilaskiljuna). Veldur þetta oft erfiðleikum þegar meðhöndla á sjúkdóma í miðtaugakerfinu. Á undanfömum árum hef ég ásamt samstarfsmönnum mínum í Bandaríkjunum unnið að hönnun forlyfja sem auðvelda eiga lyfjum að komast í gegnum blóð-heilahemilinn. Flutningseiningar þessara forlyfja em byggðar á pýridíníum <-> díhýdrópýridín oxunarkerfi með tvöföldum eiginleikum forlyfs. Mynd 3 sýnir tvöfalt forlyf (for-forlyf) krabbameinslyfsins hydroxylómústíns (8). For-forlyfið er mjög fitusækið og kemst því auðveldlega í gegnum blóð-heilahemilinn. Þegar for-forlyfið hefur farið í gegnum blóð-heilahemilinn oxast flutningseiningin og myndast þá mjög vatnssækin kvarter ammóníum jón (forlyf) sem lokast inni í miðtaugakerfinu. Að lokum klofnar flutningseiningin hægt frá lyfinu. Sá hluti for-forlyfsins sem oxast áður en hann nær inn í miðtaugakerfið skolast hratt út úr líkamanum um nýrun. Þannig reynum við að fá langvarandi staðbundna verkun krabbameinslyfsins í miðtaugakerfinu. Á svipaðan hátt hefur okkur tekist að mynda forlyf penicillínlyfja sem hafa staðbundna verkun í miðtaugakerfinu (9). Mjúk lyf: Eins og áður hefur verið vikið að valda mörg lyf eiturverkunum í líkömum manna og dýra með myndun líffræðilega virkra milli- og umbrotsefna (intermediates and metabolites). Líftími margra þessara eitruðu milliefna í líkamanum er mjög stuttur og því illmögulegt að einangra þau og ákvarða efnafræðilega byggingu þeirra með hefðbundnum aðferðum. Talið er að fjöldi virkra milliefna myndist þegar efni oxast í líkamanum, til dæmis fyrir áhrif p-450 oxygenasa. Því stöðugra sem efnið er þeim mun meiri líkur eru á því að virk milliefni myndist (10). Mjúk lyf eru skilgreind sem líffræðilega virk efnasambönd (lyf) sem

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.