Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ 1993; 79: 93 93 Stutt æviágrip Þorsteins Loftssonar Þorsteinn fæddist í Kaupmannahöfn 1. mars 1950 en ólst upp frá fyrsta aldursári í Reykjavík. Hann er sonur hjónanna Ernu Matthíasdóttur (f. 26. nóvember 1925) og Lofts Þorsteinssonar verkfræðings (f. 23. apríl 1925). Erna er dóttir Matthíasar Ólafssonar trésmiðs (f. 13. janúar 1896, d. 17. maí 1936) og Ingunnar Guðmundsdóttur (f. 21. nóvember 1903, d. 14. apríl 1977). Loftur er sonur Þorsteins Loftssonar vélfræðiráðunauts (f. 14. nóvember 1890, d. 26. september 1961) og Pálínu Margrétar Vigfúsdóttur (f. 3. apríl 1895, d. 25 janúar 1973). Þorsteinn lauk Dagana 6.-8. desember 1992 var haldin VI. ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla íslands. Tekin var upp sú nýbreytni að heiðra vísindamann sem skarað hefur fram úr. Fyrir valinu varð Þorsteinn Loftsson, prófessor í lyfjafræði. stúdentsprófi frá náttúrufræðideild Menntaskólans við Hamrahlíð vorið 1970 og hóf sama ár nám í lyfjafræði við Háskóla Islands og lauk þaðan fyrrihlutaprófi í lyfjafræði 1972. Hann fór þá til Danmerkur og lauk kandídatsprófi í lyfjafræði frá Danmarks Farmaceutiske Hpjskole sumarið 1975. Veturinn 1975-76 stundaði Þorsteinn ýmis lyfjafræðistörf hér á landi en hélt síðan utan til Bandaríkjanna og hóf nám í lyfjaefnafræði við University of Kansas Department of Pharmaceutical Chemistry. Þar lauk hann meistaraprófi (M.S.) í lyfjaefnafræði 1978 og doktorsprófi (Ph.D.) haustið 1979. Doktorsritgerð Þorsteins fjallar um forlyf acetýlsalicýlsýru. Strax að loknu námi fluttist Þorsteinn heim til Islands og hóf kennslu- og rannsóknastörf við Háskóla Islands. Hann var skipaður lektor við lyfjafræði lyfsala haustið 1979, dósent í febrúar 1983 og prófessor í eðlislyfjafræði í janúar 1986. Samhliða starfi sínu við Háskóla Islands hefur Þorsteinn verið fastráðinn gistikennari (Adjunct Professor) við University of Florida og stundað þar ýmsar rannsóknir, svo sem á flutningi lyfja í húð og á mjúkum lyfjum. Hann var vísindalegur ráðgjafi lyfjaþróunarfyrirtækisins Pharmatec Inc., sem staðsett var í iðngörðum University of Florida, frá stofnun þess árið 1983 þar til það var selt á síðasta ári. Pharmatec sérhæfði sig í þróun forlyfja sem hafa staðbundna verkun í miðtaugakerfinu. Hér heima hefur mest borið á rannsóknum Þorsteins á hringlaga sykrungum sem nefnast cýklódextrín og rannsóknum hans á efnafræði krabbameinslyfja. Þorsteinn hefur ritað fjölmargar greinar um rannsóknir sínar í erlend vísindarit en auk þess hefur hann kynnt þær á ráðstefnum sem og í erlendum háskólum og lyfjafyrirtækjum. Þorsteinn kvæntist 19. ágúst 1972 Hönnu Lilju Guðleifsdóttur (f. 5. febrúar 1951). Hún er dóttir Guðleifs Kristins Bjamasonar símvirkja og Sigurborgar Eyjólfsdóttur. Synir Þorsteins og Hönnu Lilju em Loftur (f. 31. maí 1975) og Gunnar Þór (f. 8. júlí 1977).

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.