Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 20
108 LÆKNABLAÐIÐ EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Efniviður: Rannsóknin náði til barna sem fædd voru á íslandi á árunum 1985-1989 og greindust með meðfæddan hjartagalla. Við aðgreindum tvo hópa sjúklinga, annars vegar þá sem höfðu vægan sjúkdóm sem ekki þurfti að meðhöndla og leystist vandamálið sjálfkrafa, til dæmis þegar lítið op á milli slegla (ventricular septal defect, VSD) lokast án aðgerðar eða meðferðar. Hins vegar skilgreindum við alvarlegan hjartasjúkdóm sem hjartagalla, er þarfnaðist eða mun þarfnast lyfjagjafar og/eða skurðaðgerðar. í þeim sjúklingahópi voru því börn sem höfðu op á milli gátta og þrengsli í ósæðarloku og hafa ekki fengið meðferð enn sem komið er. 1 þessu yfirliti eru ekki talin börn sem þurftu meðferð vegna hjartsláttartruflana, nema þau hafi einnig meðfæddan hjartagalla. Fyrirburar með opna fósturæð voru ekki teknir með, né börn sem voru með tvíblöðku ósæðarloku eða míturlokusig (mitral valve prolapse). Skilgreining á meðfœddum lijariasjúkdómi: Stuðst er við alþjóðaflokkun (International Classification of Diseases, WHO, Genf 1978) við nafngreiningu hjartagalla og eru íslenskar þýðingar á einstökum hjartagöllum notaðar. Alþjóðlegar skammstafanir eru þó hafðar með til glöggvunar ásamt enskum heitum sjúkdómsins. Þegar um er að ræða sjúklinga sem hafa fleiri en einn flokkanlegan hjartagalla er sá gallinn sem við teljum vera meira vandamál talinn aðalgalli. í sjúklingabókhaldi Ríkisspítala var farið yfir tölvuútskrift þeirra sjúklinga sem höfðu greininguna meðfæddur hjartasjúkdómur (ICD númer 745-747 að báðum meðtöldum) og voru fædd á árunum 1985-1989. Sjúkraskrár barnanna voru athugaðar, þar með taldar göngudeildarnótur. Einnig var farið yfir allar greiningar sem fengust við hjartaómun á börnum fæddum á þessu tímabili. Þá voru sjúkraskrár frá sérfræðingi í hjartasjúkdómum barna einnig skoðaðar. Greining var í öllum tilvikum staðfest með ómskoðun og Dopplerómun. Hjartaþræðing var framkvæmd hjá hluta sjúklinganna til frekari staðfestingar á greiningu og sem undirbúningur fyrir aðgerð. Fæðingarþyngd og meðgöngulengd barnanna var athuguð og borin saman við fæðingarþyngd og meðgöngulengd íslenskra barna. Athugað var hvaða hjartagalla bömin voru með og gerður samanburður við erlendar rannsóknir. Aðrir meðfæddir gallar en hjartagallinn voru athugaðir hjá þessum börnum og skoðað hversu hátt hlutfall barna með hjartagalla höfðu einnig aðra meðfædda galla. Við athuguðum hvaða einkenni leiddu til greiningar hjartasjúkdóms og á hvaða aldri börnin voru er hjartasjúkdómurinn greindist. Þá var skoðað hvaðan börnin vom send til greiningar; úr ungbamaeftirliti, af fæðingarstofnun, af stofu lækna eða við innlögn á sjúkrahús. Kannað var hversu mörg böm gengust undir hjartaaðgerð og hvar aðgerðin var framkvæmd. Einnig var athugað hvaða fylgikvillar komu upp í tengslum við aðgerð. Dánartölur voru skoðaðar sem og dánarorsakir barnanna sem létust. Athugað var hvernig eftirlifandi bömum með meðfædda hjartagalla hefur famast. Ennfremur athuguðum við hversu mörg fóstur greindust með ómun á meðgöngu á þessu tímabili. Ef fóstureyðing var framkvæmd vegna hjartasjúkdómsins vom þau tilvik ekki tekin inn í tölur um meðfædda hjartagalla. NIÐURSTÖÐUR I. Öll börn með meðfœddan hjartagalla: Algengi meðfæddra hjartagalla: A árunum 1985-1989 fæddust 20.917 lifandi börn á Islandi. Af þeim reyndust 215 börn (1,1%) hafa meðfæddan hjartagalla, 99 (0,47%) börn voru með alvarlegan hjartasjúkdóm en 116 voru með lítilfjörlegan galla. Fjörutíu og eitt barn gekkst undir 49 hjartaþræðingar til frekara mats og/eða undirbúnings fyrir aðgerð, eða til mats á árangri aðgerðar. Fjöldi barna með greindan hjartagalla fór vaxandi hvert ár rannsóknarinnar en fjöldi barna með alvarlegan hjartasjúkdóm breyttist lítið frá ári til árs (mynd 1). Mest var fjölgun barna sem greindust með lítinn VSD (mynd 2). Þegar einstakir hjartagallar voru athugaðir var VSD algengasti gallinn. Höfðu 118 af 215

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.