Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 14
102 LÆKNABLAÐIÐ alkýlerandi krabbameinslyf er klórambúcíl sem er afbrigði af köfnunarefnissinnepsgasi. Lyfhrif klórambúcfls byggjast á hæfileikum lyfsins til að mynda þriggja frumeinda hringlaga katjón í lausn (22). Mikil spenna ríkir í slíkum þriggja frumeinda hring og gengur hann í efnasamband við nánast hvað sem er. Hringurinn er semsé mjög alkýlerandi efni. I vatnslausn gengur klórambúcfl í efnasamband við vatn og myndar niðurbrotsefni, hýdroxýlafleiður, sem ekki hafa alkýlerandi hæfileika og eru því óvirk sem krabbameinslyf. Hægt er að auka stöðugleika klórambúcíls í vatnslausn með cýklódextrínum. Lyfið brotnar niður um tvisvar til þrisvar sinnum hægar inni í cýklódextrínum en utan þeirra og því eykst stöðugleiki lyfsins þegar cýklódextrín eru til staðar í lausninni. Cýklódextrín auka einnig upplausnarhraða klórambúcíls (23). Þrátt fyrir að klórambúcfl sé nær óleysanlegt í vatni er aðgengi lyfsins ágætt eftir per oral gjöf. Það veldur þó ýmsum aukaverkunum, meðal annars ógleði, uppköstum og magaverkjum. Það má hugsanlega draga úr þessum aukaverkunum með því að gefa lyfið sem stungulyf. Þar sem klórambúcfl er bæði mjög óstöðugt og hefur takmarkaðan leysanleika í vatni er ómögulegt að gefa lyfið sem stungulyf á hefðbundinn hátt. Ekkert stungulyf klórambúcíls er skráð. Það má þó auðveldlega gefa lyfið í ísótónískri Total amount of estradiol Fig. 7. Penetration of 17j3-estradiol across liairless mottse skin in vitro. Effect of addition of2% (w/v) lauroylcholine iodide (o), 5% (w/v) lauroylcholine iodide f A), and 5% (v/v) oleic acid ('□) to a propylene glycol vehicle saturated with the drug. 2-hýdroxýprópýl-/3-cýklódextrín lausn. Þessi breytta aðferð við gjöf lyfsins mun einnig hafa áhrif á dreifingu lyfsins í líkamanum. Eg og samstarfsmenn mínir höfum náð svipuðum árangri með önnur krabbameinslyf, til dæmis doxórúbícín (24), lómústín (25), melfalan (16, 22), estramústín (26) og taurómústín (27). Auk þess höfum við rannsakað áhrif cýklódextrína á stöðugleika /3-laktam fúkalyfja (28, 29), áhrif tris(hýdroxýmetýl)amínómetan á stöðugleika krabbameinslyfja (30) og áhrif cýklódextrína á losun lyfja úr örhúðuðum kornum (31). Nú er ég að hefja rannsóknir á eðlisefnafræði cýklódextrínflétta, meðal annars hvernig lyf fara inn í cýklódextrín sameindina og legu þeirra innan í holrúmi sameindarinnar (32). Frásog lyfja í gegnum liúð: Húðin er samsett úr fjölmörgum frumulögum af mismunandi gerð sem hvert og eitt hafa ákveðnu hlutverki að gegna. Ysta lag húðarinnar nefnist yfirhúð (epidermis), en það skiptist aftur í nokkur undirlög. Yst þessara undirlaga er hornlagið (straíum corneum) en það er í flestum tilfellum aðalhindrun húðarinnar gegn frásogi lyfja. Ekki hefur tekist að sýna fram á virkan flutning lyfja í húð og er því talið að frásog lyfja í gegnum hana fari einungis fram með óvirkum flutningi. Við óvirkan flutning flæða lyfjasameindirnar frá þeim stað sem þéttni þeirra er mikil til þess staðar sem þéttni þeirra er minni, það er þéttnismunurinn er sú orka sem knýr flutninginn. A undanförnum árum hafa ný lyfjaform komið á markaðinn þar sem viðtæki lyfjanna eru ekki í sjálfri húðinni heldur inni í líkamanum. Lyfin verða því að frásogast gegnum húðina og út í blóðrásina sem ber þau áfram til viðtækjanna. Það er vel þekkt að hægt er að auka frásog lyfja inn í húð með því að auka vatnsinnihald hornlagsins, til dæmis með því að hindra uppgufun vatns frá húðinni. Önnur leið til að auka frásogið er að nota frásogshvata (sorption promoters eða penetration enhancers) sem valda tímabundnum breytingum á eðlisefnafræðilegum eiginleikum hornlagsins. Sýnt hefur verið fram á að ýmsar fitusýrur geta valdið tímabundnum eðlisefnafræðilegum breytingum á hornlaginu og verkað sem frásogshvatar (33). Önnur efni er einnig hægt að nota sem frásogshvata, ýmist ein sér eða í blöndu með öðrum frásogshvötum

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.