Læknablaðið - 15.03.1993, Blaðsíða 40
128
LÆKNABLAÐIÐ
SORTUMEIN f SLÍMUM Á ÍSLANDI (TÍMABIL
1955-1989)
Höfundar: Jón G Jónasson, Arni Björnsson, Bjarki
Magnússon, Hrafn Tulinius, Rannsóknarstofa Háskólans,
Landspítala og Krabbameinsskrá lslands.
Á tíniabilinu 1955-1989 voru 29 tilfelli af illkynja
sortumeinum í slímum greind hér á landi, flest á
tímabilinu 1955-1970. Þessi mein eru um 8% af öllum
sortumeinum á þessu tímabili, og virðast fækka, meðan
sortumeinum í húð fjölgar.
Staðsetning: Ellefu voru á höfði og hálsi, átta á vulva, sjö
kringum endaþarm, tvö í þvagrás og eitt í vélinda.
Flest æxlanna voru hnúðlaga sortumein (nodular
melanoma), en einnig voru í hópnum, mucosal
lentigenous melanoma og illkynja sortun (cancerous
melansosis).
Hjá sjúklingum, sem greindir voru fyrir 1987, var fimm
ára lifun um 30%. Það er þó ekki sama og lækning, því
tveir sjúklinganna lifðu lengur en fimm ár. en dóu úr
sjúkdómnum.
Þó hópurinn, sem gerð er grein fyrir, sé ekki stór, er hann
heildarfjöldi af ákveðnum, sjaldgjæfum sjúkdómi hjá einni
þjóð í 35 ár.
STJÓRNUN BLÓÐFLÆÐIS í HÚÐ; TILGÁTA
BYGGÐ Á TILRAUNUM
Höfundur: Jens Kjartansson, St. Jósefsspítala.
Stjómun blóðflæðis í húð er ekki að fullu þekkt
og svokallað »delay phenomenon« er enn óskýrt.
Settar hafa verið fram tilgátur um þátt blóðþurrðar
(ischemia), bólguviðbragða, ofvirkni æða eftir taugaskaða
(denervation hypersensitivity) og losun cathecholamina
(sympathectomia) til að skýra fyrirbærið, en engin
þeirra reynst fullnægjandi eins og sýna má fram á með
tilraunum.
Nýlegar rannsóknir benda til, að skyntaugakerfið geti haft
verulegu hlutverki að gegna 1 stjómun á blóðflæði í húð,
einnig hefur verið sýnt frant á, að raferting (TENS) á
stofn húðflipa getur aukið blóðflæði og dregið úr drepi í
flipum með tæpu blóðflæði.
I þessari rannsókn vom því könnuð áhrif
skyntaugalömunar á »dclay« fyrirbærið og borin saman
raferting og meðferð með skyntaugaboðefninu CGRP,
hvað snertir horfur húðflipa eflir aðgerð.
Rannsóknin var framkvæmd á 2x7 cm húðflipum á
hvítum albino rottum. n= 90.
Niðurstaða: Raferting á stofn húðflipa Capsaicin-
meðhöndlaðra dýra bætir ekki marktækt horfur húðflipans
samanborið við eingöngu Capsaicin-meðhöndluð dýr.
Þetta bcndir til, að áhrif TENS á blóðflæði flipans
sé vegna örvunar á losun skyntaugaboðefna, sem
víkka æðar (CGRP.SP), en ckki vegna hindrunar
á losun cathecholamina, eins og talið hefur verið.
Skyntaugalömun með Capsaicin dregur úr jákvæðum
»delay« áhrifum eftir skurðaðgerð á húðflipa.
Örvun skyntauga með TENS og húðslípun 10 dögum
fyrir aðgerð bæta vemlega horfur húðflipa eftir aðgerð,
og mcðferð með skyntaugaboðefninu CGRP gerir slíkt hið
sama.
Sú tilgáta er sett fram, að blóðflæði í húð sé stjómað
af æðaherpandi ósjálfráðum taugum (vasoconstrictory
sympathetic nerves) og æðavíkkandi skyntaugum
(vasodilatory sensory nerves). Við eðlilegar aðstæður
ríkir jafnvægi, en við blóðþurrð em áhrif æðavíkkandi
skyntaugaboðefna afgerandi.
Með þessari tilgátu má skýra »delay« fyrirbærið og einnig
skýrast erfið sár sjúklinga með brenglað skyntaugakerfi,
svo sem þrýstingssár lantaðra og sykursýkissjúklinga.
ÁHRIF »STAÐDEYFINGAR MEÐ ADRENALÍNI«
Á BRJÓSTAMINNKUNARAÐGERDIR.
AFTURSKYGGÐ RANNSÓKN
Höfundar: Jens Kjartansson, Arni Björnsson, St.
Jósefsspítala.
Á handlæknisdeild St. Jósefsspítala í Hafnarfirði hafa
brjóstaminnkandi aðgerðir verið gerðar bæði með og án
inndæiingar staðdeyfilyfs með adrenalíni í fyrirhugaðar
skurðlínur.
Með hliðsjón af rannsóknum, sem sýnt hafa fram á
óæskileg áhrif cathecholamina á húð og vefjaflipa þótti
rétt að kanna hvort aukin hætta á fylgikvillum, einkum
blóðþurrð og/eða drepi í bijóstvörtu fylgdi notkun þeirra
við brjóstaminnkunaraðgerðir.
Rannsóknin náði til allra brjóstaminnkunaraðgerða, sem
framkvæmdar voru á tveggja ára tímabili 1990-1991 og
samtals gengu 170 brjóst inn í rannsóknina.
Niðurstöður rannsóknarinnar sýna að ekki er merkjanlegur
munur á milli hópanna hvað varðar i'ylgikvilla og verður
því að telja fullt eins ömggt að nota staðdeyfilyf með
adrenalíni við aðgerðir til brjóstaminnkunar, þar sem
brjóstvartan er flutt úr stað á vefjastilk. Aukalega kom
í ljós, að meðalþyngd brjóstvefs sem fjarlægður var
reyndist 1050 gr/sjúkl. 1 báðum hópum og að 22,5%
sjúklinganna hafði brjóstamisræmi (asymmetria mammae)
(>100 gr munur, meðaltal 170 gr). Tíðni fylgikvilla
reyndist 1,2%.
TRAM-FLIPAR í ÓVENJULEGU HLUTVERKI
(TVÖ SJÚKRATILFELLI)
Höfundar: Olafur Einarsson, Hörður Alfreðsson, Tómas
Jónsson, Landspítakt.
Þverlægur magálsvöðva-húðflipinn (transverse rectus
abdominis myocutanflipinn) eða TRAM flipinn er
þekktastur í sköpunaraðgerð á brjóstum, en hefur þó
einnig notagildi við margvíslegar aðstæður, enda hægt að
hafa stilk flipans mislangan. Blóðflæði til rectus vöðvans
kemur að einum þriðja að ofan (a.epig.sup.) og tveimur
þriðju að neðan (a.epig.inf.), og má nota hvora æð sem er
til að byggja flipann á, en sé blóðrás talin léleg eða við
erliðar aðstæður við notkun flipa byggðum á efri æðinni,
má styrkja blóðrásina með því að undirbinda neðri æðina
9-14 dögum fyrir notkun.
Fyrra tilfellið er 66 ára karlmaður með urostoma og
colostoma eftir blöðrukrabbamein og geislun, sem 1988
fékk gerviæð úr Dacron (aorto-femoral graft) og innlagður
á Landspítalann snemma á þessu ári vegna gruns um
gerviæðarsýkingu og með vilsandi húðop (fistula) í hægri
nára sem úr uxu sjúkdómsvaldandi sýklar. Hauslægl
byggður TRAM-húðflipi var felldur inn í hægri nára og
skorinn í burtu geislaður og sýktur vefur.